MÖMMU SÓSA

Ég hef ætlað að deila með ykkur uppskrift af bestu heitu brúnu sósu sem ég hef fengið núna í langan tíma! En það er sósan hennar mömmu  & að mínu mati er enginn sósa betri en þessi 🙈

Þessi sósa er í uppáhaldi hjá mér og passar einstaklega vel með lambakjöti hvort sem það sé lambahryggur eða lambalæri! En auðvitað er hægt að nota hana með öðrum mat en lambakjöti! 

Hráefni :

4msk Smjörlíki 

Slatti Sveppir

1tsk Lambakraftur 

1/2tsk Uxa kraftur 

1heill Rjómi (500ml) 

Smá Piparostur (þæginlegt að nota tilbúinn rifinn)

1msk Dökkt maís þykkingarmjöl / Sósu jafnari

Smá Dökkur sósulitur

2msk Rifsberjahlaup 

Dass Salt & Pipar

Aðferð:

Bræða smjörið, passa að hafa ekki Helluna of heita, viljum Halda hitanum jöfnum allan tíman og helst ekki brenna sósuna! Svo þegar smjörið er byrjað vel að bráðna þá setjum við sveppina útí, Leyfum því að malla aðeins saman! Bætum svo lamba- & uxa kraftinum útí & hellum næstum öllum rjómanum útí, passa að geyma smá þangað til í lokin til þess að þynna sósuna ef hún er orðin of þykk. Setjum Piparostinn útí & blöndum þessu öllu saman. 

Til að fá smá þykkt á sósuna setjum við þekkingarmjölið & hrærum aðeins í jafn óðum, einnig kreistum við dass af dökkum sósulit til þess að fá þennan brúna lit, það þarf mjög litið! Svo til þess að fá djúsí sætt bragð af sósunni setjum við rifsberjahlaup, hræra aðeins í eftir að það er komið útí. En passa hitann og að sósan sé ekki að brenna, viljum ekki að hún fari að “bubbla” eitthvað alltof mikið! Síðast en ekki síst setja smá dass af salti & pipar! Svo bara smakka & ef sósan er of þykk er hægt að nota þetta smá sem var afgangs af rjómanum eða bæta útí eftir smekk. Ég elska að hafa sósuna frekar sæta og því setjum við fjölskyldan alltaf ágætlega mikið af rifsberjahlaupi! 

Mæli með að prufa, þessi sósa er það besta! 

F521D880-0590-4DF2-B9FC-3B8F39EF0C82

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s