TENERIFE

TENERIFE

Processed with VSCO with f2 preset

 
Við fjölskyldan eða margir úr fjölskyldunni pabba megin fórum öll saman í frí til Tenerife í byrjun ágúst. Ég hef farið nokkrum sinnum áður til Tenerife og alltaf finnst mér jafn gaman. Fullkomið veður, sem sagt ekki of heitt né kalt, flottar og fínt úrval af verslunum, skemmtilegir garðar og svo margt fleira!
En við gistum á H10 Conquistador Hótelinu og var það ótrúlega flott og alltaf eitthver skemmtileg dagskrá fyrir hvern einasta dag. Ég myndi samt ekki segja að þetta væri fullkomið hótel fyrir börn en með ungabarn þá skipti það kannski ekki miklu, en hugsa ég myndi alltaf fara á eitthvað aðeins minni “fínna” hótel og meira fjölskyldu vænna ef ég fer eitthvern tíman aftur þangað með Andrés Elí. 
En já Andrés Elí litli strákurinn minn kom með okkur, en fórum við án Magnúsar (pabbi Andrésar & kærastinn minn), þetta var yfir verslunarmannahelgi og gat hann ekki fengið frí í vinnunni, þótt það hafi verið leiðinlegt að fara án hans þá náðum við að skemmta okkur vel!
 
Ætla leyfa myndunum að tala & jafnvel koma með nokkrar hugmyndir af því sem mér hefur fundist ótrúlega gaman að gera í þau skipti sem ég hef farið til Tenerife ❤️

 

 
En eitt sem ég mæli hiklaust með er að fara í Siam Park vatnagarðinn, við fórum ekki í þetta skiptið, en ég hef farið áður og var það ótrúlega skemmtilegt! Yfirleitt er ég ekki mikið fyrir svona vatnagarða því ég er svo hrædd við rennibrautir haha en það er eitthvað öryggi að vera alltaf í svona kút og rennibrautirnar í Siam Park eru flestar þannig að þú átt að vera á kút sem er æði fyrir rennibrautahræddu mig! 
Siam Mall er síðan verslunarmiðstöð þarna rétt við vatnagarðinn og eru margar flottar verslanir eins og H&M, Stradivarius, Pull&Bear og margar fleiri! Ef þig langar að versla aðeins þá mæli ég með að kíkja! 
CC Veronicas er djamm gatan á Tenerife, þar er að finna allsonar bari og klúbba sem er skemmtilegt að kíkja á. Aftur á móti var varla einn staður öðruvísi en þegar ég fór síðast árið 2011 haha en það er alltaf gaman að sletta aðeins úr klaufunum og eru þarna endalausir “krakkar” já ég segi krakkar því allir þarna voru sennilega yngri en ég, en já “krakkar” sem reyna draga þig inná barina með allskonar tilboðum, viðurkenni mörg tilboðin sem þau bjóða eru mjög góð eins og t.d 4 bjórar + kokteill fyrir 10evrur, vel sloppið finnst mér. En þessi staður er auðvitað fyrir allavega 18ára og eldri!
IMG_9180

Margrét systir sæt á djamm götunni ❤

 Safari Shopping Center er svona tenging við “laugarveginn” á Tenerife, á playa de las americas svæðinu. En ég kalla þetta alltaf bara gosbrunna svæðið, þar sem það er stór gosbrunnur í miðjunni. En annars eru heill hellingur af veitingastöðum þarna, margir mjög góðir líka! Annars eru slatti af verslunum þarna í kring og á þessu svæði er hægt að finna, KIKO MILANO, MAC, GUCCI, BERSHKA og fullt fleira. 

 

 

 

En það er nóg hægt að gera á Tenerife, Go Kart, Buggy bíla ferð, allskonar garðar eins og dýragarða og þess háttar. Bara hvað viltu gera? 

Mér finnst allavega alltaf rosalega gaman að fara til Tenerife og það er allt mjög snyrtilegt þarna, samt sem áður alveg rosa mikill túrista staður, heill hellingur af Íslendingum og nóg af fólki allstaðar. En mjög kósý ❤

 

Muna nota sólarvörn krakkar!

X

ÍRIS BACHMANN HARALDSDÓTTIR

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s