UPPÁHALDS // SKIN CARE VÖRUR
//Færslan er ekki kostuð né unnin í samstarfi//
Halló! Þar sem það er ótrúlega langt síðan ég deildi með ykkur mínum uppáhalds snyrtivörum þá langaði mig að taka saman svona mínar mest notuðu skincare vörur undanfarnar vikur/mánuði & deila með ykkur.
Vill taka það fram áður en ég byrja að ég vinn í Hagkaup Smaralind í Snyrtivörunni & sæki á vegum vinnunnar allskonar námskeið & fæ því mjög mikið af vörum gefins. En ég tek samt sem áður alltaf fram ef um gjöf er að ræða & merki ég þær vörur með *
SKYN ICELAND NORDIC SKIN PEEL
Þessar ávaxtasyru skífur eru það besta sem hefur komið fyrir húðina mína. Skífurnar veita milda djúphreinsun á yfirborði húðar & skilur húðina eftir silkimjúka, hreina & ljómandi! Þær henta öllum & má nota daglega, en mæli auðvitað með að allir byrji rólega og prufi sig áfram, ef þu ert með viðkvæma húð þá gott að byrja bara á að nota skifurnar 2-3x í viku.
Skyn Iceland vörurnar færðu til dæmis inná beautybox.is HÉR!
*LANCOME GÉNIFIQUE YOUTH ACTIVATING SERUM
Það er allsekki langt síðan ég bætti þessu serumi inn í mína húðrútínu og er ég alveg kolfallinn fyrir því! Serumið getur þú notað kvölds & morgna á undan kremum. Serumið veitir húðinni raka, stinnir, endurkallar ljóma, mýkir & fyrirbyggir öldrun húðar.
BIOEFFECT MICELLAR CLEANSING WATER
Milt rakagefandi hreinsivatn sem hreinsar auðveldlega allan farða & yfirborðs óhreinindi af. Hreinsivatnið er án allra ilmefna, alkóhóls & olíu!
*SHISEIDO ULTIMUNE EYE POWER INFUSING EYE CONCENTRATE
Þetta augnserum má nota kvölds & morgna. Serumið verndar viðkvæmt augnsvæðið, styrkir, stinnir & veitir raka. Það minnkar bólgur, vinnur gegn dökkum baugum & birtir upp augnsvæðið!
SENSAI CELLULAR PERFORMANCE TOTAL LIP TREATMENT
Varakrem með virkni sem hefur bókstaflega verið að bjarga þurru vörunum mínum! En kremið nærir varirnar & varasvæðið, það vinnur einnig á fínum línum & hrukkum og því æskilegt að bera það í kringum varirnar líka.
*ESTÉE LAUDER NUTRITION SUPER POMEGRANATE WATER GEL
Létt krem gel sem hentar bæði kvölds & morgna. Gelið er algjör rakabomba, vekur upp þreytta húð, endurkallar ljóma húðar & er stútfullt af andoxunarefnum!
SKYN ICELAND HYDRO COOL FIRMING EYE GELS
Þessi augnmaski hefur lengi verið í uppáhaldi & er notaður mjög reglulega á mínu heimili, sérstaklega eftir að ég eignaðist barn!
En maskinn hefur kælandi áhrif & virkar ótrúlega vel til þess að minnka bolgur, fríska uppá augnsvæðið, stinna & tóna!
Ég elska að geyma maskann inn í ískáp í smá stund áður en èg set hann á mig, en það þarf svo sem ekki því maskinn er vel kælandi þótt hann hafi ekki farið inn í ískáp!
En ef augnsvæðið þitt vantar smá “pick-me up” þá þarftu klárlega að prufa þessa!
Skyn Iceland vörurnar færðu til dæmis inná beautybox.is HÉR!
Allar vörurnar fyrir utan Skyn Iceland færðu í Snyrtivörudeildinni í Hagkaup, vill taka það fram að úrvalið er mismunandi eftir Hagkaups verslunum, en þessar allar færðu 100% í Hagkaup Smáralind.