FÆÐINGARÞUNGLYNDI

FÆÐINGARÞUNGLYNDI

#enginglansmynd

Mér finnst magnað hvað það eru margir farnir að opna sig um til dæmis fæðingarþunglyndi og allskonar meira og það hvatti mig til þess að opna mig aðeins og skrifa niður mína sögu.

Mér sem sagt fór mjög snemma að líða illa á meðgöngunni og hætti að vinna á minnir mig 17 eða 18viku. Ég var með svo ótrúlegan kvíða og vanlíðan útaf mikillri ógleði og fannst mér ótrúlega erfitt að mæta í vinnu að snyrta og dekra við aðra þegar ég var bókstaflega í stress kasti yfir því hvenær ég myndi kasta upp næst, mun ég ná að lita&plokka eina konu án þess að þurfa hlaupa á klósettið! Mér leið svo illa, þá sérstaklega útaf því mér fannst ég ekki vera að sinna vinnunni minni 100%, ég þurfti lengri tíma fyrir snyrtimeðferðirnar, allan minn frítíma í vinnunni eyddi ég í að reyna koma eitthverjum mat niður eða á klósettinu að kasta upp, oft líka hringdi ég í mömmu og bara grét! Á hverju kvöldi gat ég varla sofnað því ég var svo stressuð fyrir morgun gubbinu og hvernig vinnudagurinn yrði. Auðvitað endaði þetta þannig að ljósmóðir sagði stopp og ég hætti að vinna! Mér leið strax aðeins betur að hafa tekið eitthverja ákvörðun um framhaldið í stað þess að vera föst á þessum ömurlega stað mikið lengur. Ógleðin hélt svo áfram alveg fram að fæðingardegi Andrésar, en í enda meðgöngu voru samt fleiri dagar betri en verri sem hjálpaði mér að ná að njóta örlítið að vera ólétt.

En ég var með yndislega ljósmóður sem bókstaflega sá hvað mér leið hræðilega, hún lét mig taka allskonar próf til þess að reyna greina kvíðan, stressið og þunglyndið sem var að byrja myndast. Eftir fyrsta próf kom út rosa kvíði og þunglyndi, hún benti mér því á ýmsar leiðir sem væru í boði sem gætu hjálpað mér og leist mér best á þessa allavega til þess að byrja með -> Hún senti beiðni á Miðstöð foreldra & barna, þar vinna saman geðlæknar, hjúkrunar- og sálfræðingar með allskonar menntun og eru ótrúlega færar á sínu sviði. Það tók alveg 2-3 mánuði að komast inn hjá þeim, en ég fékk fyrst símtal og út frá því var bókaður tími og í þennan tíma mættum ég og kærastinn minn saman í og síðan höfum við mætt reglulega enn í dag með Andrés með okkur.

Mér fannst mér líða öðruvísi en mörgum öðrum nýbökuðum mæðrum, ég fann ekki þessa brjáluðu ástar tilfinningu, mér var bara alveg sama. Andrés Elí hefur aldrei sofið vel og sérstaklega ekki fyrstu mánuðina, ég bókstaflega vakti heilu sólarhringana og var orðin svo þung á mér andlega að ég veit ekki hvernig þetta hefði endað ef ég hefði ekki haft mömmu, Magnús og tengdamömmu hjá mér nánast 24/7!
Til dæmis Í fæðingunni grét ég ekki þegar ég fékk Andrés í hendurnar og eina sem ég þráði var að fá að hvílast (já frekar sjálfselskt en svona leið mér samt), ég var lengi alltaf að bíða eftir að fá pásu og var ekki alveg að nenna að sinna barninu alltaf þegar hann þurfti á mömmu sinni að halda. Ég rétti ömmunum hann og var pínu feginn að fá frið frá honum. Mér finnst ótrúlega erfitt að skrifa þetta því mér finnst þetta svo ljótt og mér líður alltaf eins og ég sé vanhæf móðir þegar ég hugsa úti hvernig mér leið, og þessi líðan kemur samt alveg enn upp af og til þótt ég sé á svo miklu betri stað núna og fer reglulega í viðtals tíma hjá yndislegu konunum í MFB (miðstöð foreldra & barna).
Þegar Andrés var að verða 2 mánaða eignaðist vinkona mín strák, litli strákurinn hennar fékk guluna og þurfti að vera í hitakassa alltaf þrjá tíma í senn, sem sagt var tekin út á sirka þriggja tíma fresti til þess að fá að drekka. Þegar vinkona mín sagði mér hvernig þetta væri allt þá var án djóks það eina sem ég hugsaði vá hvað ég hefði verið og væri til í að fá þriggja tíma pásu alltaf, ég var svo þreytt og andlega hliðin í algjöru rugli að ég öfundaði vinkonu mína að eiga barn sem þurfti að fara í hitakassa 3 tíma í senn. En í dag finnst mér þessi hugsun mjög brengluð og óviðeigandi en svona hugsaði ég samt á þessum tíma! Ég þráði bara að komast burt og burt frá þessari miklu ábyrgð! Mig langaði ekki í þessa ábyrgð & ég fann ekki löngunina í að sinna þessu móður hlutverki. Eina sem ég hugsaði var hvernig lífið var áður en ég eignaðist barn, mér fannst ég alltaf vera að missa af öllu! En í dag er ég að læra að njóta tímans sem ég hef með fjölskyldunni minni og er alltaf að átta mig meir og meir á því að það eru virkilega forréttindi að fá og geta orðið mamma!
En eins og ég tók fram áðan þá á ég góða að sem hjálpuðu mikið með Andrés Elí, tengdamamma gekk um gólf með Andrés og vakti með okkur heilu næturnar að hugsa um litla kút, ég náði líka að opna mig við mömmu mína og segja henni alltaf allt sem ég var að hugsa án þess að hún myndi dæma mig fyrir það sem ég var að segja, ég held ég geti líka alveg sagt að tímarnir niðrá MFB hjálpuðu mér svo sannarlega að tengjast Andrési betur og með tímanum höfum við og erum á fullu að byggja upp ótrúlega gott samband ❤

Þannig það sem ég vill segja þér er að ef þér líður illa hvort sem það er á meðgöngu, eftir fæðingu eða bara án barns í daglegu lífi þá er svo mikilvægt að taka það skref að leita sér hjálpar & viðurkenna að þú þurfir hjálp! ❤️

Ég get eiginlega ekki ímyndað mér hvernig þetta allt hefði endað ef ég hefði ekki hætt strax að vinna og farið að hugsa um sjálfan mig, ef ég hefði ekki lent á þessari yndislegu ljósmóður sem gerði allt sem hún gat til þess að koma mér til fagfólks sem hjálpaði svo sannarlega! Ef ég hefði þurft að byrgja allt inni og ekki getað tala við til dæmis mömmu mína eins og ég gerði!
Ég er allavega óendanlega þakklát fyrir allt fólkið í kringum mig, fjölskyldu og vinkonur! ❤️

IMG_7491

Knús 

ÍRIS BACHMANN HARALDSDÓTTIR

👻irisbachmann

3 thoughts on “FÆÐINGARÞUNGLYNDI

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s