AUGUST FAVORITES
Ég fæ oft spurningar um hvaða snyrtivörur ég notast mest við og hef ég nokkrum sinnum verið beðin um að fara yfir mínar uppáhalds vörur. Ég ákvað því að skella saman mínum uppáhalds vörum og þær vörur sem ég notaðist mest við í Ágúst mánuði. Sem snyrtifræðingur þá er ég auðvitað mikið í því að prófa eitthvað nýtt og finnst mér því henta fínt að byrja með þann lið að segja frá mínum uppáhalds vörum í hverjum mánuði ❤
HELLO FAB CAFFEINE MATCHA WAKE UP WIPES
Persónulega er ég ekki mikið fyrir svona “wipes” en þessar eru ekki þessar “típísku” makeup wipes. Heldur er ráðlagt að nota þær á morgnanna því þær innihalda koffín eins og kemur fram í nafninu. Það er ótrúlega frískandi að byrja morguninn á þessum, ég var fyrst ekki alveg að kaupa það að þetta myndi virka eða vekja upp húðina á morgnanna, en án djóks húðin verður ótrúlega frískleg og mér fannst þær virka ótrúlega vel, enda var ég ekki lengi að klára pakkann.
Pakkinn inniheldur 25 klúta & kostar 2490kr í Fotia.
Þær fást HÉR
GLAM GLOW DREAM DUO OVER NIGHT MASK
Þessi maski er í svo miklu uppáhaldi hjá mér! Eftir nótt með þennan maska á þá vaknaru bókað mál með endurnærða húð. Mér finnst húðin mín alltaf svo glowie og frískleg eftir þennan maska.
Maskinn skiptist í tvennt, sem sagt perlulitaðann maska og gráan maska. Þú berð fyrst á þig perlulitaða maskann og leyfir húðinni að drekka hann í sig í sirka 30sek og setur síðan gráa maskann yfir. Húðin mín tekur ótrúlega vel við þessum maska og ég nota hann mjög reglulega enda finn ég ótrúlegan mun á húðinni minni þegar ég nota hann. Ég mæli svo MIKIÐ með að prófa ef þú hefur ekki gert það nú þegar og ég lofa þér að þú munt vakna með mjúka, fríska og vel nærða húð.
Maskan færðu held ég alveg örugglega í Snyrtivörudeildinni í Hagkaup og í til dæmis fríhöfninni.
//Vefverslunin hjá Hagkaup virkar ekki, allavega ekki hjá mér þannig set ekki link inn//
KIEHL’S HYDRO-PLUMPING RE-TEXTURIZING SERUM CONCENTRATE
Þetta er raka serum. Serum er sett á undan dagkremi/næturkremi og er virknin í serumi oftast meiri heldur en í t.d dagkremi. Serum getur verið notað sem virka efnið í þinni húðrútinu, eða sem sagt þessi ákveðni X-factor til að vinna á eitthverju sérstöku eins og til dæmis bólum, þurrk, öldrun húðar og þess háttar. Þetta rakaserum hentar vel fyrir 20 til 25 ára og eldri, þótt auðvitað þú gætir byrjað aðeins fyrr. En þetta er raka bomba fyrir húðina og gefur þreyttari húð smá svona “boozt”, einnig vinnur serumið gegn fyrstu einkennum öldrunar, sem sagt fínum línum og hrukkum og þess vegna er allsekki sniðugt fyrir unglingsstelpur/stráka að byrja nota svona virk efni eins og þetta strax. En þessa vöru byrjaði ég að nota fyrir nokkrum mánuðum síðan og ég er að fýla þetta serum í botn! Hugsa það fari ekkert úr minni húðrútinu neitt á næstunni.
Hægt að nálgast serumið HÉR
KIEHL’S BUTTERSTICK LIP TREATMENT W/ COCONUT OIL & LEMON BUTTER
Minn allra uppáhalds varasalvi! Ég er ALLTAF með þurrar varir nánast en hef náð að halda þeim góðum með þessum varasalva. Hann er ótrúlega mjúkur, veitir góðann raka og lyktin af honum er mjög góð.
Hann er til í nokkrum gerðum, sem sagt það er hægt að fá hann með smá lit, en ég hef alltaf valið mér “untinted” sem er s.s enginn litur bara glær.
Hægt að fá Varasalvan HÉR
UNIVERSAL FIT HYDRATING FOUNDATION FRÁ KIKO MILANO
Þessi farði hefur hentað minni húð vel, ég keypti mér hann fyrst minnir mig í janúar 2016 og hef síðan keypt hann reglulega eftir það. Mér finnst áferðin flott, það er ágæt þekja en samt ekki alltof mikil. Einnig finnst mér persónulega þessi farði ekki bráðna af mér strax, ég á það til að verða svolítið olíukennd á T-svæðinu svona þegar það líður á daginn, en þessi virðist ná að halda mér ágætri allan daginn. Ég er samt mjög mikið að flakka á milli farða og á auðvitað nokkra svona sem ég kaupi reglulega, en ég hugsa ég hafi nánast keypt þetta oftast. Aftur á móti þá er þetta merki ekki til hér á Íslandi (held ég alveg örugglega, annars hefur það farið illilega framhjá mér haha) og ég hef enn ekki fundið síðu sem sendir hingað heim. Þannig ég nýti allar mínar ferðir erlendis og kippi oftast einu svona með heim. Kiko vörurnar eru líka ótrúlega ódýrar og ég fýla þær í botn!
//Sleppti því að setja link inn, því ég hef enn ekki fundið síðu sem sendir til Íslands//
3D HIGHLIGHTER PALETTE – PINK SANDS
Ef þú fýlar fáranlega mikið highlight þá er þetta klárlega palletta fyrir þig. Nei sko VÁ ef þú ferð eftir leiðbeiningunum frá HUDA BEAUTY sem fylgja með pallettunni þá færðu svakalegt highlight! En það er auðvitað líka hægt að nota bara einn lit eða bókstaflega gera hvað sem þú vilt. Það eru engar reglur þegar það kemur að förðun!
Ég hef mikið notast við alveg hvíta litin til dæmis í augnkrókinn og bleiki liturinn hefur óspart verið notaður sem augnskuggi. Ég er hiklaust á eitthverju shimmer tímabili núna og búin að vera í smá stund, en ég elska að setja highlighter á allt augnlokið og nota síðan smá svona brúnbleikan kinnalit til þess að skyggja örlítið – það er klárlega mín go to augnförðun þessa dagana.
Þú getur fengið pallettuna HÉR
SWEET PEACH EYESHADOW PALETTE FRÁ TOO FACED
Þessi palletta er það sætasta og litirnir í henni eru svo ótrúlega fallegir. Þeir eru mikið bleiktóna og svona jarðlitir í bland, ég get svo sannarlega sagt að þessi palletta sé búin að vera mest notuð hjá mér síðasta mánuðinn, jafnvel mánuði!
En eins og með Kiko vörurnar þá veit ég ekki um neina síðu sem sendir heim til Íslands og eru Too Faced vörurnar ekki fáanlega á Íslandi (endilega leiðréttið mig ef ég er að fara með rangt mál, sem gæti vel verið). En ég fékk mína í Sephora í Barcelona. Þannig ef leið þín liggur í Sephora þá fær þessi klárlega stórt já frá mér!
Augnskuggarnir eru pigmentaðir og blandast mjög vel, einnig finnst mér þessir bleiktóna litir vera mikið í tísku núna. Allavega elska ég augnförðun með bleikum björtum litum!
//Set ekki link inn því ég hef ekki fundið síðu sem sendir Too Faced til Íslands//
VITAMIN E HYDRATING FACE MIST FRÁ THE BODY SHOP
Ég er ekki einu sinni að djóka þegar ég segist hafa klárað 3 svona sprey á einum og hálfum mánuði! Ég ELSKA þetta sprey, það er ótrúlega frískandi, hægt að nota sem setting sprey og veitir einnig raka. Svo auðvitað inniheldur spreyið E-vítamín sem verndar húðina gegn utanaðkomandi áreiti eins og til dæmis sólarljósi, reyk og mörgu öðru! Þetta sprey er einnig vegan sem heillar eflaust mjög marga í dag. Ef þetta er ekki til í þinni snyrtibuddu þá ertu að missa af miklu!
//Spreyið fæst í The Body Shop, Smáralind & Kringlunni//
VITAMIN E REFRESHING EYES CUBE STICK FRÁ THE BODY SHOP
Þessi vara er algjör snilld, hún er mjög auðveld í notkun og hentar einstaklega vel fyrir þreytt augu! E vítamín roll on-ið nærir, verndar og kælir augnsvæðið. Það er ótrúlega frískandi að nota þetta í morgun húðrútínunni sinni, ég persónulega notast oftar við þetta á morgnanna heldur en á kvöldin, þótt það komi alveg fyrir. En þetta hjálpar augunum að vakna og ef ég nota þetta reglulega (þá meina ég á hverjum morgni í eitthvern tíma, ekki bara 2 daga) þá finnst mér þreyttu augun mín verða miklu frísklegri!
//Varan fæst í The Body Shop, Smáralind & Kringlunni//
ANGAN SALT SCRUB WITH ICELANDIC MOSS
Salt líkamsskrúbbur sem gerir húðina án djóks jafn mjúka og lítill krúttlegur barnsrass! Þetta er olíukenndur skrúbbur og hentar því kannski ekki best ef þú ert að skrúbba þig til þess að setja svo brúnkukrem á, þá myndi ég alltaf mæla með olíulausum skrúbb. En fyrir góða dekur sturtu og silki mjúka endurnærða húð þá mæli ég mikið með þessum skrúbb, hann er ágætlega grófur og mér finnst hann hreinsa húðina vel. Og eins og ég sagði rétt áðan þá verður húðin svo fáranlega mjúk eftir á! Ég held ég hafi aldrei verið jafn fljót að klára dollu af líkamsskrúbb!
Skrúbbinn færðu HÉR
ARTDECO STROBING FLUID
Þessi vara myndi ég segja líkjast strobe kreminu frá MAC, nema kannski örlítið léttari áferð. Annars er útkoman ótrúlega svipuð, þetta gefur shimmerí look og auðvitað hægt að bera á þessi típísku highlight svæði til að gefa ljóma eða blanda við meikið og þá ertu öll ljómandi. Persónulega elska ég að blanda við meikið mitt, það bæði gefur mér ótrúlega fallegan ljóma og ef meikið mitt er örlítið of dökkt þá finnst mér fullkomið að lýsa það upp með strobing fluid.
Artdeco vörurnar eru allsekki dýrar og því fullkomnar fyrir þá sem eru að taka sýn fyrstu skref í förðun og svona að finna sig aðeins. En ég elska Artdeco vörurnar, enda hef ég mikið unnið með þær síðustu 3 árin.
Artdeco vörurnar fást í til dæmis Snyrtivörudeildinni í Hagkaup & einni á Snyrtistofunni Evu á Selfossi.
Getur fylgst með mér á Instagram undir nafninu @irisbachmann
&
Snapchat -> irisbachmann
X
ÍRIS BACHMANN HARALDSDÓTTIR
Caffine wipes sound amazing! xx, Britta & Carli from http://twinspiration.co/
LikeLiked by 1 person
Oh yes they are amazing! You can get them at Any Sephora store in the USA! ❤️
LikeLike
Thanks for sharing 🙂 I’ve been wanting to try GlamGlow products!
LikeLiked by 1 person
I Would definitely recommend the Glam Glow dream duo, it’s a overnight mask and your skin will feel so amazing the morning after 🙌🏼❤️
LikeLiked by 1 person