FLÓKIÐ HÁR?

Ert þú með flókið hár? 

American-girl-doll-messy-hair-back

 
//Færslan er ekki kostuð, en vörurnar fékk ég að gjöf//
Án djóks þið skiljið ekki hversu mikið hárið mitt flækist. Ég greiði það & eftir klukkutíma er komin eitthver flækja! Það getur verið vel þreytt að vera með þennan blessaða lubba minn og í þokkabót fáránlega hársár! Það má varla koma við hárið mitt þá langar mig að fara gráta haha 😬
 
En ég er búin að taka eftir því að þegar ég nota hármaska eins og ég geri reglulega núna og hef gert síðustu mánuði þá er mun auðveldara að halda þessum flækjum í skefjum. Ég er ekki að segja að hárið hætti að flækjast en það sem ég meina er að þegar hárið er orðið flókið sem gerist daglega nánast hjá mér, þá er ótrúlega góð lausn að mér finnst að skella hármaska í hárið (sjampó þvegið hár) og það er alveg ótrúlegt hversu mikið maskinn mýkir upp hárið og það verður svo miklu auðveldara að greiða í gegnum það! 
 
Maskarnir sem ég hef verið að notast við eru👇🏼
 
Heal maskinn frá Maria Nila & Smoothing maskinn frá MoroccanOil! Ég hef aftur á móti notað Heal maskann aðeins lengur en þegar 2 dollur af Heal maskanum voru búnar fór ég aðeins að prófa Moroccan Oil vörurnar betur og “so far so good” 👌🏼
 
En ég vildi alveg óska þess að ég hefði hlustað á Lóló frænku mína (hún er hárgreiðslumeistari & hefur alltaf séð um hárið mitt) og byrjað að nota hármaska fyrr! Því ég hef alltaf verið algjört flókatrippi og það er alveg fáránlegt hversu mikið hárið mýkist eitthvern vegin og það verður 4x auðveldara að greiða í gegnum hárið! 
 
Getur lesið nánar um Heal maskann HÉR!
 
Getur lesið nánar um Smoothing maskann HÉR
 
Sölustaði Maria Nila finnur þú HÉR & sölustaði MoroccanOil finnur þu HÉR!
8DC10C79-84DC-48A6-81D1-AA7C2EFFD7AA

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s