NEW YORK <3

Ævintýrin í New York

IMG_0324

Jæja núna hef ég ætlað að segja ykkur sögur frá New York í nokkra daga og ákvað ég að henda þessu öllu bara í eina góða “djúsí” blogg færslu!
En ég & Magnús kærastinn minn fórum sem sagt til New York í 4 nætur í smá foreldrafrí núna í byrjun september, við vorum ótrúlega spennt & kát með þetta allt saman en strax byrjaði fjörið leið og við mættum uppá Keflavíkurflugvöll.
Ég leit á skjáinn með upplýsingum um Check-in, sem sagt hvert við ættum að fara til þess að checka okkur inn, en hvergi sé ég flug til New York með WOW air kl 17:10 eins og Magnús sagði að flugið væri, ég sé bara flug kl 15:10 & það stendur FINAL CALL! Ég tek spretthlaup að Check-in borðinu og treðst fram fyrir alla sem voru í röðinni bara til að ná tali af gaurnum þarna, hann segir að þetta sé flugið okkar og það hafi alltaf verið kl 15:10, sem sagt Magnús las vitlaust á miðann, við áttum að lenda um 17, ekki fara kl 17!! En við bókstaflega vælum og vælum hvort það sé enginn séns að fá að hlaupa í gegn, það voru sem sagt 25mín í brottför! Við vorum mjög bjartsýn á að fá að spretta í gegn en þessi gaur ætlaði ekki að gefa sig og virkuðu mín ofnotuðu hvolpa augu ekki á þennan, viðurkenni held þetta sé fyrsta skipti sem hvolpa augun geti ekki reddað málunum! En við vorum skilin þarna eftir frekar svekkt & eina sem við fengum frá gaurnum var bara hringið i þjónustu númerið okkar, WOW takk fyrir alla hjálpina!
(Ég svo sem veit að það eru strangar reglur sem hann var sennilega bara að fara eftir, ég veit bara um nokkra sem hafa fengið að hlaupa í gegn, en það var reyndar með Ielandair en ekki Wow air, vorum svolítið svekkt bara sem er alveg skiljanlegt hehe)

En við vorum fljót að spotta flugið með Icelandair sem var kl 17:00, og fórum á söluskrifstofuna þeirra til þess að athuga hvað nýtt flug myndi kosta og hvort það væri laus sæti í flugið, það var laust og kostaði ekki nema 130k ein leið fyrir tvo, en við vorum það ákveðin að komast í fríið okkar þannig við keyptum nýtt flug með Icelandair og komumst þvi á leiðarenda nokkrum tímum seinna!

Bíðið bara veislan heldur samt áfram..

Við lentum á JFK flugvellinum frekar lúin & þreytt eftir stress dagsins og eftir langa bið í vegabréfs eftirlitinu og öllu því sem fylgir að fara til bandaríkjanna þá förum við út af flugvellinum og á bókstaflega sömu sek og við göngum út kemur gaur “you need taxi, i have taxi for you” við bara YES PLEASE fáránlega peppuð að hoppa bara uppí taxa og komast sem fyrst uppá hótelið okkar. Bílstjórinn var frekar “krípí” og voða mikill spjallari og sagði okkur heilu sögurnar alla leiðina, viðurkenni ég hlustaði ekki á helminginn sem hann sagði enda gat maðurinn varla hætt að tala í þennan klukkutíma sem við vorum í bílnum hjá honum! En í fyrsta lagi var hann bara ekki að finna hótelið og fannst mér mjög skrítið að taxabílstjóri væri ekki með GPS í bílnum né sjáanlegan mæli en því pældi ég ekki í fyrr en taxa ferðin var sennilega meir en hálfnuð þannig lítið hægt að gera í því akkurat þarna! En loksins erum við mætt fyrir utan hótelið okkar, bílstjórinn lagði samt alveg eins langt í burtu frá innganginum á hótelinu og hann mögulega gat! En hann rukkar okkur um 200dollara fyrir þetta klukkutíma ferðalag, sem var fáránlegt en á reikningnum sem hann lét okkur fá þá stóð “limo service”, frábært við þurftum bara að velja bókstaflega dýrustu leiðina til þess að komast uppá hótel! En Magnús réttir manninum 200dollara (tek það fram að ég var bara eitthvað að bora í nefið allsekki að fylgjast með einu né neinu) og strax aftur réttir bílstjórinn okkur til baka peninginn og segir það kostar 200dollara þið gáfuð mér 2dollara, Magnús varð eitthvað skrítinn og skildi ekki hvað væri í gangi og ég sem var ekkert að fylgjast með bara æj Magnús kjánahaus borgaðu nú manninum rétt, en Magnús var samt alveg viss um að hafa borgað honum 200dollara en ekki 2 eins og bílstjórinn sagði. En þessi bílstjóri var með frekar óþæginlega nærveru og vorum við eiginlega bara orðin pínu smeik við hann og var bílstjórinn alveg ákveðinn í að fá sína 200dollara fyrir þessa bílferð þannig við létum hann hafa nýja 200dollara og flýttum okkur bara útur bílnum. Magnús segir svo eftir á að hann hafi bókstaflega verið ný kominn úr bankanum og hann fékk aðeins 100dollara seðla, 50dollara og 20dollara seðla! Þannig það hefði ekki verið fræðilegur séns á að við hefðum gefið bílstjóranum 2dollara! En eins og ég sagði þá var þetta ekki maður sem við hefðum viljað rífast við, enda lagði hann líka eins langt frá innganginum á hótelnu og hann gat og það var enginn í kringum okkur þannig við þorðum lítið að fara rífast við hann! Viðurkenni svona eftir á þá sé ég mikið eftir því að hafa ekki bara staðið föst á okkar, veit samt ekki hvernig þetta hefði endað þá en samt!
En loksins komumst við uppá hótelið okkar, aðeins 400dollurum & 130þúsund fátækari!

Þetta var svo sannarlega pirrandi byrjun á fríinu okkar! Við áttum svo líka að eiga nokkra pakka uppá hótelinu sem við spurðum um þegar við mættum en ekki fundust þessir pakkar okkar nema í lok ferðar og það vantaði meirað segja nokkra hluti í til dæmis asos sendinguna mína þannig þetta var ekki beint ferðalag sem gekk ofboðslega vel, og við meirað segja lentum í því daginn eftir að kaupa miða í siglingu að frelsisstyttunni en þeir seldu okkur miða eftir að síðasta ferðin var farin af stað og sögðu okkur það ekkert þannig við vissum það ekki fyrr en við vorum komin alla leið niður á bryggju, þannig þetta var eiginlega fýluferð fyrir okkur niðrá bryggju sem var vel langt frá hótelinu okkar, og þeir sem seldu okkur þessa miða voru auðvitað horfnir þegar við fórum til baka og ætluðum að tala við þá!
En það var aðeins tvennt í stöðunni, annað hvort að fleygja þessum 7 þúsund kalli sem siglingin kostaði og beila eða þá að fara daginn eftir og athuga hvort við kæmumst þá, við ákváðum að vera bjartsýn og fara daginn eftir og viti menn loksins gekk eitthvað upp hjá okkur og komumst við í þessa blessuðu siglingu & náðum að taka nokkrar selfies með frelsisstyttunni!

En ég fékk margar spurningar um það hvernig okkur tókst að missa af fluginu okkar og hvernig við vorum rænd? Þannig ákvað að skrifa færslu um þetta ævintýri okkar. En næstu dagar fóru bara upp à við sem betur fer og náðum við að versla slatta, skoða og njóta saman! New York borg var ekkert svo slæm eftir allt saman haha ❤️

En fyrst ég er með ykkur hér að spjalla um New York þá ætla ég að benda á nokkra skemmtilega staði til þess að kíkja á og skoða, flest allir vita af þessum stöðum en gæti verið hjálplegt fyrir eitthvern kannski.

FREEDOM TOWER / ONE WORLD TRADE CENTER
Þetta er eins og flestir vita turninn sem var byggður eftir að tvíbura-turnarnir féllu, við aftur á móti fórum ekki þarna upp í þetta skipti en þetta er klárlega á mínum to do lista!

9/11 MEMORIAL
Mæli mikið með að fara skoða svæðið þar sem tvíbura turnarnir voru, ótrúlega fallegt umhverfi og gaman að sjá, einnig hægt að borga sig inná safnið og þar eru allskonar minningar frá 9/11 ❤️

EMPIRE STATE
Það er ótrúlega gaman að fara þarna upp og sjá útsýnið yfir New York borg!

IMG_0373

TÚRISTA SIGLING AÐ FRELSISSTYTTUNNI
Það var mjög gaman að sigla að frelsisstyttunni og skella af nokkrum “selfies” með sjálfri styttunni! Það er hægt að velja um mismunandi ferðir, hop on, hop off taxa ferðum, klukkutíma ferð, einnig hægt að fara upp í styttuna sjálfa en það þarf að panta miða í það með ágætum fyrirvara, sama um ef þú ætlar upp í kórónuna sjálfa! Það hefði verið ótrúlega gaman en við vissum ekki einu sinni að það væri hægt, þannig klukkutíma sigling dugaði okkur að þessu sinni og persónulega fannst mér það alveg nóg.

TOP OF THE ROCK
Þú getur farið upp í bygginguna (rockafeller center) og sérð þá útsýni yfir Manhattan, þar á meðal Empire State bygginguna! Það er ótrúlega fallegt að sjá yfir borgina!
Annað sem er hægt að gera í sömu byggingu ->

BAR SIXTY FIVE – RAINBOW ROOM
Þetta er bar/veitingastaður sem er á 65 hæð, það er geðveikt að borða þarna og fengum við okkur ótrúlega góða nautasteik! Það var ótrúlega gaman að borða og fá sér drykki við þetta fallega útsýni. Það var svo ekkert mál að fara út til þess að sjá allt betur og skoða útýnið yfir New York borg! Ég mæli með þessum stað 100% þetta var mjög skemmtileg upplifun! Við pöntuðum borð með 2 vikna fyrirvara sirka, þannig mæli með að vera skipulagður fyrir ferðina og panta borð, þú munt ekki sjá eftir því að kíkja þangað! Ps. það er dress code hjá þeim og verða karlmenn að vera í skyrtum og konur vel til hafðar!
Getur pantað borð HÉR

TIME SQUARE
Auðvitað vita allir hvað Time square er og margir hafa komið þangað! En það er alltaf upplifun að fara þangað og þvílíkur fjöldi fólks sem er þarna á hverjum degi! Allskonar búðir til að skoða í og ótrúlega mikið af skemmtilegum ljósum, skiltum og byggingum!

5TH AVENUE
Gaman að kíkja aðeins í “snobbið”, ef þú vilt fara í chanel, Dolce&Gabbana, Gucci, Louis Vuitton og allar þessar búðir þá eru þær allar þarna, getur líka auðvitað farið í H&M, Nike Town, Macys og fleiri búðir sem eru ekki alveg eins dýrar, en það er gaman að kíkja smá á 5th Avenue!

Þetta eru allavega hugmyndir fyrir ykkur ef þið eigið leið til NEW YORK, annars er endalaust hægt að gera & skoða! Við vorum aðeins í 4 nætur þannig náðum ekki að gera næstum því allt sem okkur langaði en hver veit við höfum þá kannski afsökun til þess að kíkja aftur, ef við þorum!

Ps.. muna að sækja um með góðum fyrirvara ESTA fyrir Ameríku ferðir, það er nauðsynlegt að vera með gilt ESTA til þess að komast inn í landið.
Getur fengið allar upplýsingar um ESTA HÉR

X

ÍRIS BACHMANN HARALDSDOTTIR

 

2 thoughts on “NEW YORK <3

 1. gold price in usa says:

  Hey I am so happy I found your site, I really found you by accident, while I
  was looking on Askjeeve for something else, Regardless I am
  here now and would just like to say thank you for a tremendous post and a all round enjoyable blog
  (I also love the theme/design), I don’t have time to read it all at the minute but I have saved it and also
  added your RSS feeds, so when I have time I will be
  back to read more, Please do keep up the superb work. http://ingyenweb.tlap.hu/rd/1/?url=https://goldprice.com

  Like

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s