FRAKKLAND // ENGLAND

Sumarfríið hjá okkur fjölskyldunni var allsekki af verri endanum í ár. En við sem sagt fórum fjölskyldan með allri tengda fjölskyldunni minni til Frakklands & vorum þar í Sainte Maxime í Villu í heila viku! Veðrið var eiginlega of gott & var hitinn svona aðeins farinn að þreyta okkur þegar það leið á vikuna en annars var ótrúlega gott að komast í hita & sól þar sem Ísland hefur ekki verið að gleðja okkur mikið með þessari gulu. 

En ég reyndi að vera virk á instagram reikningnum mínum á meðan við vorum úti, netið var samt frekar erfitt en ég náði samt sem áður að deila helling af skemmtilegum hlutum með ykkur & er enn hægt að finna það undir highlightes á instagraminu mínu @irisbachmann.

En það var nóg skoðað og flakkað á þessari viku sem við vorum í Frakklandi, Villan var eins og ég sagði áðan í Sainte Maxime, en við tókum alveg einn dag að ferðast með bát yfir til Sainte Tropez, einn daginn keyrðum við til Monaco sem var algjörtt ÆÐI að sjá! Síðan var síðasti dagurinn í Frakklandi tekinn í Nice en við flugum svo frá Nice til Englands.
Þessir staðir sem við sáum í Frakklandi voru ótrúlega fallegir & fannst mér sérstaklega mikil og skemmtileg upplifun að sjá og skoða Monaco, þetta er klárlega staður sem allir ættu að kíkja til eitthvern tíman. 

Ferðalagið var samt ekki búið eftir þessa skemmtilegu viku í Frakklandi & var næst á dagskrá England, en við byrjuðum á að stoppa í Windsor í tvær nætur og var þar skoðað kastalann aðeins & kíkt á konunglegt kaffihús! Það var ótrúlega gaman að skoða bæinn og allt sem hann hefur uppá að bjóða. Það var mikill túristi þarna og er það klárlega útaf “the royal wedding” sem var haldið þarna í maí minnir mig! En bærinn er sjúklega sætur & mikið af flottum veitingastöðum og skemmtilegum búðum að kíkja í. Einnig er LEGOLAND þarna og kíktum við með Andrés Elí þangað. Hann var samt kannski aðeins of lítill fyrir öll barnatækin en hann prófaði eitt tæki sem honum fannst ótrúlega skemmtilegt! En sjálf hafði ég aldrei komið áður í Legoland og fannst mér þetta mjög skemmtilegt líka, það var samt algjörlega stappaður garðurinn og því entumst við ekkert brjálað lengi en samt sem áður mjög skemmtileg upplifun! 

Fyrst við vorum nú komin til Englands þá er alltaf “must” að stoppa við í London og tókum við síðustu tvær næturnar þar. Það sem var helst á dagskrá hjá Magnúsi (kærastanum mínum) var að kíka í Arsenal búðina, en þið sem þekkið okkur fjölskylduna vitið að við erum algjörir Arsenal nördar & finnst ekkert skemmtilegra en að kíka á Emirates í Arsenal búðina! Viðurkenni við keyptum kannski aðeins of mikið af Arsenal dóti í þessari ferð haha! En annars var bara borðað góðan mat & rölt um á Oxford, frekar notalegt og rólegt bara enda kannski orðin vel þreytt á hitanum og öllu flakkinu! 

En ferðin í heildina var ótrúlega skemmtileg! Viðurkenni það tekur samt alltaf á að ferðast með svona kríli og er Andrés Elí ekki beint að fýla að sitja kurr í flugvél haha! En þetta gekk nú samt vel allt saman & komu allir heim brosandi út að eyrum.
TAKK ÖLL FYRIR YNDISLEGT FRÍ ❤

A9636445-683A-47A2-8436-C087548147B2

 

One thought on “FRAKKLAND // ENGLAND

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s