Mest notaða flíkin í sólinni!
Síðasta færslan mín var aðeins um fríið okkar fjölskyldunnar & slatti af myndum úr ferðinni! Getur kíkt á hana HÉR. En við sem sagt vorum í viku í Frakklandi og fór hitinn alveg uppí 36gráður suma dagana.
Þar sem að við vorum með Andrés Elí með okkur þá entist hann ekki lengi kurr á sama staðnum þannig við vorum mikið að rölta um og skoða! Ég tók helling að fötum með mér sem ég var alveg viss um að ég myndi nota en nei ég bókstaflega bjó i sömu flíkinni nánast allan tímann haha og ef þið skoðið vel myndirnar í síðustu færslu & einnig á instagram reikningnum mínum þá er auðvelt að taka eftir þvi að ég er oft oftast í þessari yndislegu hvítu “mussu” sem er sjúklega létt, þæginleg & mjög flott að mér finnst! Svo auðvelt að skella sér í þetta hvort sem það var yfir sunsfötin eða ekki.
Ég keypti þessa sætu hvítu blúndu mussu í Lindex hérna heima, ég er ekki með það alveg á hreinu hvort hún sé ennþá til en ef þið eruð á leið út í hitann & sólina þá er þessi flík eitthvað sem ég mæli klárlega með að kíkja á! Hún bjargaði mér úti 💖