NÝTT FRÁ ASOS
Í þessu blessaða niðurdrepandi veðri sem hefur verið síðustu vikur hérna á Íslandi þá hef ég verið að ráfa mun meira á milli netverslana síðustu daga! Fyrir mig er það stórhættulegt því ég finn ALLTAF eitthvað sem mig langar í & auðvitað fengu nokkrar flíkur að skoppa í verslunarkörfuna að þessu sinni!
Ég fékk sendinguna heim í fyrradag minnir mig & ég elska þegar allt passar fullkomnlega!
Þessi “ASOS DESIGN Jumpsuit with Kimono Sleeve and Peg Leg” samfestingur er sjúklega sætur! Kemur mjög vel út! Kíktu á hann HÉR!
Ég hef lengi verið að leita mér af sætum toppum en hef ekki fundið neinn hér heima sem passar! En kosturinn við það að versla á mörgum af þessum netverslunum er að það er oft til mun stærri stærðir heldur en í verslunum hér heima, eða mér finnst það! Þessi allavega passar fullkomnlega og er ég sjúklega glöð að eiga loksins fallegan topp! En þessi heitir “Free People Galloon Lace Halterneck Bra“ getur kíkt á hann HÉR!
Mjög sæt “plain” hvít skyrta. Getur fundið hana undir nafninu “ASOS DESIGN Oversize Wrap Top”. Ég er alveg viss um að hún eigi eftir að vera mikið notuð ef ég þekki mig rétt! Kíktu á hana HÉR!
Ég er mjög skotin í þessari “ASOS DESIGN Curve Body with Deep Wrap Front and Back” samfellu! Kíktu á hana HÉR!
Ég er mjög sátt með þessi ASOS kaup mín, það er allavega alltaf gaman að eignast nýjar fínar flíkur í fataskápinn! 💖