Óvissudagur með Vinkonuhópnum
Núna síðasta laugardag fórum við vinkonuhópurinn í óvissuferð. Mig langar að segja ykkur smá frá deginum, en þetta var ótrúlega skemmtilegt & fannst mér þetta mikilvægt hópefli fyrir hópinn! Við erum margar komnar með börn, margar í háskólanámi & það er eitthvern vegin nóg að gera hjá öllum þannig það er mikilvægt að finna tíma sem allar ná að hittast og eyða eitthverjum degi / kvöldi saman!
En við vorum með þrenna hluti planaða yfir daginn. En fyrst byrjuðum við á djúsí bröns & mímósum þannig allir fóru saddir & sáttir inn í þennan dag! Fyrsta stopp var keiluhöllin & skelltum við okkur í keilu sem er alltaf gaman! Viðurkenni nú samt að við erum kannski allar með frekar mikið keppnisskap en það var bara fyndið! Næsta stopp var LaserTag, ég hafði ekki farið í laser tag í mörg ár. Ég er frekar myrkfælin & því kom smá stress rétt áður en leikurinn byrjaði haha en þetta var svo bara ótrúlega skemmtilegt & vorum við allar brosandi út að eyrum eins & litlir krakkar á jólunum! Við spiluðum tvo leiki & vorum við alltaf í liðum, sem mér persónulega fannst miklu skemmtilegra heldur en að allir væru stakir!
En eftir laser tag var liðið aðeins orðið svangt & vorum við með nesti fyrir alla sem var algjör snilld! Nörtuðum í afganga af brönsinum, held þetta hafi verið nauðsynlegt til að fylla á batteríin!
Þriðja stoppið var síðan Kramhúsið, en þar fórum við í Magadans! Viðurkenni það var frekar mikið fyrir utan minn þægindaramma & settist ég fljótt niður til að horfa á haha, en stelpurnar voru geggjaðar! Ég elska að dansa þannig veit ekki alveg hvað náði tökum í höfðinu á mér, sennilega eitthver feimni eða hræðsla! En það kemur fyrir alla eitthvern tíman! Þær sem tóku þátt stóðu sig fáránlega vel! En eftir klukkutíma magadans þá ætluðum við í sturtu & gufu þarna í Kramhúsinu en ákváðum á síðustu stundu að breyta planinu örlítið & fara frekar á Selfoss í heita pottinn!
Það var því fyrsta sem við græjuðum þegar við mættum á Selfoss var að láta renna í pottinn & skelltum við okkur allar í smá stund ofaní. Dóminos pizzurnar voru síðan tilbúnar á fullkomnum tíma en þær biðu okkar þegar við vorum ný komnar uppúr pottinum. Við dúlluðum okkur svo við það að græja okkur aðeins fyrir kvöldið & vorum við svo með nokkra hluti planaða fyrir kvöldið!
Við vorum búnar að undirbúa pub quiz sem var ótrúlega skemmtilegt fannst mér! Það voru allskonar spurningar um okkur vinkonurnar, þetta var líka skemmtileg upprifjun því sumt muna aðrar betur en hinar.
En það sem toppaði kvöldið voru gjafapokarnir sem við vinkonurnar vorum svo heppnar að fá! En heildverslanirnar Artica & Regalo gáfu okkur vörur í gjafapokana & var þetta svo geðveikur & veglegur goddie bag!
En það leyndust hárvörur frá Maria Nila sem kemur frá Regalo. Einnig var sæt budda utan um allt. En vörurnar voru SOFT Sjampó & Hárnæring ásamt Styling Mousse & Styling Spray! Getur kíkt á Maria Nila vörurnar HÉR & séð sölustaði HÉR!
Frá Artica voru snyrtivörur, bæði húð- & förðunarvörur frá til dæmis, Origins, Clinique, Rimmel, Max Factor & Bourjois!
Í öllum pokunum voru 3 bréf prufur frá Origins: Ginzing Eyecream, Plantscripsion anti-ageing Eyecream & Clear improvement Charcoal Honey Mask! Einnig voru 3 lúxus prufur frá Origins: Energy Boosting Gel Moisturizer, High-Potensy Night-A-Mins Cream & Original Skin Matte Moisturizer.
Það voru 4 vörur frá Clinique, ein bréf prufa: Moisture Surge rakakrem, síðan voru 3 lúxus prufur: Take the day off farðahreinsir, High Impact Mascara & rinse off Foaming Cleanser mousse!
Allar fengu einnig tvo full size varaliti/liquid lipstick en voru þeir sumir frá Max Factor & aðrir frá Rimmel, einnig voru allir litir mismunandi þannig enginn fékk sömu litina. En týpurnar voru sem sagt Honey Lacqure frá Max Factor & Stay Satin frá Rimmel.
Síðan var smá extra sett ofaní en það fékk enginn eins, sumar fengu Maskara frá Bourjois, sumar fengu eyeliner frá Max Factor, aðrar fengu hyljara & einnig var blemish stick frá Rimmel!
En þetta var sjúklega veglegur gjafapoki & vorum við allar ótrúlega ánægðar með þennan flotta glaðning!
Takk Artica & Regalo fyrir gjafapokana ❤
Fylgdu Artica á instagram HÉR!
Fylgdu Regalo á instagram HÉR!
Takk fyrir æðislegan dag stelpur 💖