SÍÐUSTU DAGAR

Halló! Mig langaði að koma hérna inn & skrifa aðeins um síðustu vikur hjá mér & fjölskyldunni, en þessi tími hefur klárlega verið einn sá erfiðasti í mínu lífi & fórum við allan hringinn í tilfinninga rússíbana! En hingað til hefur alltaf hjálpað mér að skrifa um það sem er í gangi hjá mér, það er langt síðan ég skrifaði svona persónulega færslu en ég veit það mun hjálpa mér að skrifa um þetta & vonandi nær þetta að hjálpa líka fleirum kannski í sömu eða svipaðri stöðu.

1ADD408C-0E58-40C8-A844-017B20B7FA8F

En þannig er mál með vexti að ég sem sagt kemst að því að ég sé ólétt, það var mjög óvænt & ekki planað en samt sem áður tókum við þessum fréttum fagnandi & urðum fljótt spennt fyrir nýju kríli! Það var síðan bara tveim dögum eftir að við komumst að óléttunni sem mér byrjar að blæða & með því fylgja svakalegir verkir! Þetta var fimmtudagur & ég sit hágrátandi verkjuð inni bíl fyrir utan vinnuna, því ég gat ekki lagt af stað! Ég hringi uppá kvennadeild & útskýri stöðuna, en fæ bara einföld svör þar sem ég er komin svo stutt að þá ætti ég bara að taka verkjatöflu, koma mer heim & hvíla mig. Ég fylgdi því eftir en verkirnir versnuðu bara eftir að ég kom mér heim, ég prufa þá að hringja uppá heilsugæslu á Selfossi þar sem ég bý & þar svarar hjúkka sem ég útskýri stöðuna við & þegar ég spyr hvort þetta gæti mögulega verið utanlegsfostur eða hvort eg gæti verið að missa fóstur þá er svarið hennar afar einfalt “ekki að ég ætli að gera lítið ur þer, en þegar þu ert komin svona stutt á leið þá eiginlega getur bara ekki verið að þu sért með utanlegsfostur þar sem það er ekkert byrjað að þrýsta a neitt svona snemma” ég spyr þá hvort hún se þá að útiloka það að ég gæti verið með utanlegsfóstur, en hún segist ekki ætla taka fulla ábyrgð á því & ég gæti bara hringt í 112 eða farið á bráðamóttökuna ef þetta væri svona slæmt. Ég sem sagt gat ekki fengið að tala við lækni!

B73285FF-3922-4349-AA3C-7F6BFBD3F0F9

Ég þraukaði nóttina með verkjalyfjum eins og mer var sagt að gera en á föstudeginum hringdi ég á vaktina og fékk fyrst símatíma hjá hjúkku sem hlustaði þó á mig LOKSINS & sagði mér að koma til þeirra, ég ræði svo við aðra hjúkku áður en ég fæ að tala við lækni. En læknirinn skoðaði mig eins og hann gat, en honum fannst þetta einnig mjög grunsamlegt allt saman og þar sem kvensjúkdómalæknir var að koma í hús senti hann henni beiðni um að skoða mig & reyndi eins og hann gat að senda henni skilaboð, en það var því miður allt hunsað! Ég var ss send heim í þeirri von að kvensjúkdómalæknirinn á Selfossi myndi troða mer að & kíkja á mig, en ég fæ einungis það símtal að beiðni læknisins hafi verið hafnað & fór kvensjukdomalæknirinn bara heim.

Enn er ég með blæðingu & verki skít hrædd & finn á mér að það er ekki allt í lagi!

Á laugardagsmorgun var ég enn verkjuð, ekki eins mikið sem betur fer en samt sem áður með blæðingu & verkjuð. Allir í kringum mig voru að hvetja mig að prufa aftur að hringja uppá kvennadeild þar sem það voru nokkrir dagar síðan ég talaði við þær síðast & ég ákvað að prufa einu sinni enn!

Ég sem betur fer lenti á einni yndislegri sem hlustaði, hún ætlaði aftur á móti fyrst að benda mér á að hringja aftur á mánudagsmorgni (Þorláksmessu) en ég bað hana plís að hlusta og útskýrði verkina mína mjög vandlega & þá loksins sagði hún komdu til okkar og við skulum skoða þig!

Við brunuðum uppá kvennadeild & þá byrjuðu allakonar skoðanir & rannsóknir & við biðum og biðum, sem var ekkert mál því ég vissi að það væri verið að hjálpa mér loksins! En þegar ég komst í sónar þá sá ég það strax á svipnum á þeim að þetta var ekki allt í lagi, það voru held ég 4 á tímabili að skoða sónar myndirnar og ég fann bara að það var ekki allt í lagi.
Sem var rétt!

28A1453A-B466-4712-A0D6-906D2EFADAA5

Það kom í ljós að ég var með utanlegsfóstur & það var byrjað að blæða inní kviðarholið! Ég fæ þær fréttir að það se verið að fara leggja mig inn & ég er á leið í aðgerð! Ég held ég geti ekki lyst tilfinningunni, ég var ólétt, ánægð, spennt & vonaðist Auðvitað til þess að fá þær frettir að það væri allt í lagi! En við tókum þessum fréttum & það var grátið, ég var ótrúlega hrædd en þetta var það sem þurfti að gerast, enda lífshættulegt að vera með utanlegsfostur!

Ég er ótrúlega þakklát fyrir konuna sem svaraði mér og sagði mér að koma loksins í skoðun & ótrúlega þakklát fyrir þjónustuna og allt folkið uppá kvennadeild sem hjálpaði mér í gegnum þetta!

Vá samt hvað það var erfitt ferli að fá hjálp! En sem betur fer fór þetta allt saman vel & gæti ég ekki verið þakklátari fyrir mitt fólk & allt fólkið á kvennadeildinni!

Ég geri mér fulla grein að það er erfitt að greina allt tengt óléttu svona snemma, en það er magnað hvað maður finnur á sér þegar það er ekki allt í lagi. Auðvitað vonaðist ég eftir að fá þær fréttir að það væri allt eðlilegt & á góðu róli, held að flestir hefðu kosið þær frettir frekar!

En Ég er fegin að vera í heilu lagi, þótt það tekur lika ótrúlega á andlegu hliðina að àtta sig á því að það er ekki nýtt krilí að koma til okkar. Allavega ekki núna. Mun þurfa passa uppá andlegu hliðina extra vel þar sem ég finn hvað hausinn er fljótur að rugla í mér & fyrst fannst mér ég hafa verið að klúðra, að þetta hafi verið mér að kenna & ég gat ekki staðið mig. En ég veit það er ekki ástæðan & þarf ég reglulega að minna mig á að svona hlutir gerast & ótrúlega margar konur ganga í gegnum þetta sama eða það að missa fóstur. Það er ekkert sem ég hefði getað gert öðruvísi til að koma í veg fyrir þetta!

En núna er bara mikilvægt að taka næstu daga & vikur í bataferli & það verður bara tekin einn dagur í einu. Þessi jól eru búin að vera aðeins öðruvisi þar sem ég er nánast búin að vera rúmliggjandi, en ég á sem betur fer góða að sem eru alltaf tilbúin að hjálpa ❤

B029AF03-4D2C-46FD-9A62-72CA3F43DDFCEABEBE5C-E166-46A5-8BDF-667037EB2C44

Langar bara að segja Gleðilega hàtið til ykkar allra & vona ég að þið hafið það gott yfir hàtíðirnar. Ég hef eitthvernvegin alltaf deilt öllu persónulegu hér inn & hefur það alltaf hjálpað mér mjög mikið að skrifa um hlutina & ákvað ég að gera það líka núna, þar sem það eru svo margar sem ganga í gegnum það sama eða svipað! Jóla Knús á ykkur öll ❤

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s