BARCELONA

Barcelona ❤

IMG_2827

 
Ég & mamma skelltum okkur í helgarferð til Barcelona 16-19 nóvember, en systir mín býr þar með kærastanum sínum & stundar hún háskólanám við IED Barcelona að læra FASHION marketing & communication! Þetta var fyrsta skiptið mitt að heimsækja þau og var það ótrúlega skemmtilegt að loksins sjá hvernig hennar líf eða þeirra líf er þarna úti! 
 
En Barcelona er ótrúlega falleg borg og endalaust hægt að gera og skoða, við einmitt náðum allsekki að gera allt sem manni hefði langað að gera en ég hef þá afsökun til þess að fara þangað aftur, vonandi sem fyrst! 
 
En ætla deila með ykkur nokkrum stöðum sem við kíktum á sem voru ótrúlega skemmtilegir. 
 
SAGRADA FAMILIA
 
Það hafa eflaust flestir heyrt um þessa fallegu kirkju og margir hafa nú þegar skoðað hana. En þetta er eitthvað sem er “MUST DO” finnst mér þegar maður fer til Barcelona. Arkitektin sem hannaði þessa kirkju er heimsfrægur og heitir Antoni Gaudi, en hann var yfir 40 ár að hanna kirkjuna skilst mér og er kirkjan enn í dag í byggingu. Hún er samt sem áður um 100 ára held ég alveg örugglega og á enn eftir að byggja eitthvað þar á meðal hæðsta turninn. Ég viðurkenni ég er ekkert rosalega menningarleg og hlusta oftast bara með öðru eyranu en þegar kirkjan verður fullgerð þá á hún að vera hæðsta steinbygging í heimi! Það var ótrúlega gaman að skoða aðeins innan í kirkjuna og taka léttan hring á safninu. Mæli klárlega með ef þú ert á leiðinni til Barcelona!
IMG_2698

Módel af kirkjunni hvernig hún á að vera þegar hún verður tilbúin.

 
Eins og þið sjáið þá er þessi kirkja ótrúlega falleg og er alveg magnað að skoða hana að utan og innan ❤

ALSUR CAFE
 
Veitingastaður sem er með ótrúlega skemmtilega öðruvísi mat. Ég myndi segja þennan stað vera svona “brunch” stað, því þau bjóða uppá allskonar vöfflur, pönnukökur, kleinuhringa hamborgara, egg og ýmislegt. Allt er svo borið fram á ótrúlega skemmtilegan hátt, það var allavega mjög gaman að kíkja þangað.
 
 
PASSEIG DE GRACIA
 
 
Ótrúlega stór og flott göngugata með öllum helstu verslunum, þú finnur allt frá H&M til GUCCI á þessari fallegu götu! Ef þú ert mikið fyrir allar þessar dýru verslanir eins og til dæmis Louis Vuitton, Chanel, Gucci, Guess og margar fleiri þá er þetta gatan fyrir þig. Aftur á móti er ég meira týpan sem skoðar örlítið inní þessar verslanir en aldrei kaupi ég mér neitt hehe. En samt sem áður þá er þetta ótrúlega stór og fallegt verslunargata og einnig hægt að finna verslanir á meira viðráðanlegu verði eins og H&M, Zara, Sephora og margar fleiri. Það er síðan alveg ótrúlega margir veitingastaðir á götunni ásamt fallegum byggingum, held alveg örugglega að ég hafi séð nokkrar byggingar frá arkitektinum Antoni Gaudi.
 
 

SOLOMILLO STEIKHÚSIÐ

 

 

Eina sem ég hef að segja um þennan veitingastað er VÁ & NAMM! Fáranlega góð nautasteik og meðlætið uppá 100%. Eina sem ég gæti mögulega svekkt mig örlítið yfir var að kvöldið sem við fórum að borða þarna þá var bernes sósa ekki í boði, en við fengum okkur black pepper sósu sem var samt ótrúlega góð! En matseðillinn virkaði þannig að þú valdir þér steik sem kom ein og sér á disk, síðan valdiru það meðlæti og sósu sem þú vildir þannig þú réðir alveg meðlætinu. Við pöntuðum okkur steikt grænmeti, kartöflu gratin og black pepper sósu sem var fáránlega gott! Þannig ef þú elskar nautasteik þá er þetta staður sem þú verður að prufa.

 

  

 Ætla segja þetta gott í bili, en ef það er eitthvað getið þið alltaf spurt mig. Annars ætla ég að skella nokkrum myndum inn í lokin ❤

 

 

 

IMG_2615

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s