Svíþjóð & Danmörk
Í desember yfir jólin fórum við fjölskyldan til Kristianstad í Svíþjóð & Virum í Danmörku. Við eyddum 4 dögum í Kristianstad hjá besta vini kærasta míns, en það er ótrúlega notalegur bær & slatti af Íslendingum sem búa þarna. En við vorum aðallega að heimsækja vin Magnúsar & klára að kaupa síðustu jólagjafirnar.
En það eru nokkrir staðir þarna sem eru sjúklega góðir sem mig langar að segja ykkur frá! Einn beyglu staður sem heitir House of Bagels sem gerir klárlega bestu beyglur sem ég hef smakkað!
& svo staður sem heitir La Croissant sem er veitingastaður/kaffihús & ber fram allskonar mat, en kjúklinga samlokurnar eru æði & chilli kjúklinga pastað er sjúklega gott!
Það er allavega nóg af góðum mat að finna í Kristianstad.
En að borða var ekki það eina sem við gerðum þarna úti heldur skelltum við okkur líka á handbolta leik hjá IFK Kristianstad, auðvitað sigurleikur sem við sáum!
En eftir 3 skemmtilegar nætur í Svíþjóð tókum við lest yfir til Köben & komum okkur til Virum sem er rétt fyrir utan Köben, en þar býr systir kærasta míns & eyddum við jólunum þar með tengda fjölskyldunni minni. Þetta voru fyrstu jólin mín án mömmu & pabba og fyrstu jólin með Andrés Elí þannig það voru aldeilis breytingar hjá okkur þessi jólin. En það var ótrúlega gaman að sjá nýjar hefðir & eyða jólunum á nýjan hátt.
Á jóladag skelltum við okkur í jóla Tívolí í Kaupmannahöfn. Það var ótrúlega skemmtilegt & var tekið nokkrar umferðir í öll helstu tækin! Enda elska ég Tívolí!
Við vorum síðan síðustu nóttina á hóteli við flugvöllinn bara til að auðvelda okkur ferðalagið heim. Hótelið heitir Clarion og er bara inná Kastrup flugvelli, sjúklega flott Hótel!
En síðasta daginn fyrir heimferð náðum við að kíkja á strikið, í Magasín & í mollið Fields og skoða aðeins útsölurnar sem voru að byrja! Það er alltaf gaman að kíkja á útsölur!
En flugið út gekk ótrúlega vel með Andrés Elí en ég get ekki sagt það sama með flugið heim! Það var algjört bras á heimleiðinni & Andrés Elí ekki alveg að nenna þessu ferðalagi haha en flugfreyjurnar hjá Icelandair voru svo hjálpsamar og gengu um með hann og sýndu honum allskonar sniðugt sem hann gat leikið sér með, það var allavega léttir að hafa góðar flugfreyjur þegar litli kútur var eitthvað ómögulegur!
En í heildina var þessi ferð ótrúlega skemmtileg & mæli ég klárlega með því að prufa og sjá eitthvað nýtt yfir jólin. Ég veit að ég hafði alveg gott af því að prófa upplifa jólin öðruvísi en ég er vön bara til að sjá mismunandi hefðir & prufa eitthvað nýtt❣️