GJAFALEIKUR 💖
Í samstarfi við snyrtivöru heildverslunina ARTICA ætla ég að gefa glaðning frá Elite Models Accessories Iceland!
Þessi glaðningur inniheldur eftir taldar vörur:
Brush Cleanser/Bursta hreinsi: Þú spreyjar aðeins á burstan og nuddar létt í hringlaga hreyfingar í handklæði og burstinn verður hreinn! Fáránlega auðvelt & mjög þæginlegt til þess að nota inná milli!
Powder Duo Brush: Stór og mikill púður bursti. Persónulega finnst mér best að nota hann í laust púður eða sólarpúður.
Foundation Square Brush: Nafnið segir sig sjálft, þetta er farða bursti og hentar vel fyrir það. Annars er lika hægt að nota burstann í að skyggja.
Blush Brush: Milli stór skáskorin bursti, ég persónulega elska svona bursta í kinnalit! Annars hef ég einnig verið að nota burstann í skyggingu & sólarbúður.
Silicone Foundation Sponge: þessi glæri “svampur” hefur verið mikið sýnilegur á instagram hjá öllum helstu förðunarfræðingum! Persónulega hef ég enn ekki prófað hann, en er alltaf á leiðinni! Ég gleymi alltaf að prufa hann & fatta það þegar ég er við það að verða búin að dúmpa farðanum á með beautyblender! En ég er mjög spennt að prufa & man það vonandi næst þegar èg farða mig!
En Elite Models burstarnir henta öllum & þá sérstaklega fyrir þær/þá sem eru að taka sýn fyrstu skref í förðun! Burstarnir eru á mjög góðu verði & fást til dæmis í snyrtivörudeild Hagkaups!
Ef þig langar að eignast þennan glaðning frá Elite Models þá getur þú kíkt inná instagramið mitt HÉR !
Til að skoða Facebook síðu Elite Model Accessories Iceland getur þú ýtt HÉR!