LONDON
Nú kemur þessi færsla frekar “seint” inn því ég átti afmæli í maí hehe, en mig langaði að setja mín ferðalög frá 2017 inná bloggið! En elsku besti Magnús minn gaf mér ferð til London í afmælisgjöf og fórum við akkurat út á afmælisdaginn minn 6. maí! Það var ótrúlega gaman og hefur London alltaf skemmtilega merkingu fyrir mig & Magnús, því við kynntumst þar á Arsenal leik! Ótrúlega skemmtilegt heheh 💕
En við fórum bara stutt stopp í þetta skiptið, en Magnús var alveg búinn að skipuleggja þessa ferð vel og vissi ég litið hvað við værum að fara gera! En við fórum á Mamma Mia leiksýningu sem var svo fáránlega gaman, held ég hafi aldrei farið á svona skemmtilega sýningu áður! Einnig var must að kíkja á Arsenal leik & fengum við sigurleik gegn Manchester United! Við náðum aðeins að versla, en þessi ferð snérist meira um það að njóta saman heldur en að kíkja í búðir, en Hótelið okkar var við Oxford Street þannig við auðvitað tókum smá tíma til þess að skoða í búðir!
En þessi ferð var ótrúlega skemmtileg og náðum við að gera margt á stuttum tíma! Ef þú hefur ekki kíkt nú þegar til London þá er þetta borg sem þú verður hiklaust að skoða 💕
Ætla leyfa myndunum að segja rest!
Að fara á fótbolta leik er ótrúlega skemmtileg upplifun, þetta var minn þriðji Arsenal leikur og hef ég fenið að upplifa allt, tap á móti Chelsea, jafntefli á móti PSG og þessi leikur var sigur gegn Manchester United!
Peggy Porchen Cake er ótrúlega sætt kaffihús þar sem það er hægt að fá allskonar kökur, cupcakes og ýmisleg góðgæti! Ég mæli mikið með að kíkja þangað ❤
En það er nóg hægt að gera og sjá í London, ég tók ekki einu sinni myndir í leikhúsinu ég var alveg í þeim fýling að njóta bara! En þetta var ógleymanleg afmælisferð.
En ég mæli einnig með að panta borð tímanlega á Sushi Samba, staðurinn er á 40 hæð eða hærra og er ótrúlega gaman að fara í drykki og gott sushi þar. Aftur á móti borða ég eingöngu kjúklinga og grænmetis sushi og það var lítið úrval fyrir mig þarna, en drykkirnir ótrúlega góðir og geðveikt útsýni!
X
ÍRIS BACHMANN HARALDSDÓTTIR