PABBA PASTA 💕
Ég setti mynd inn af pastanu hans pabba á snapchat; irisbachmann núna um helgina og fékk þessi girnilega mynd mikinn áhuga og var strax beðið um uppskrift. Pabbi geriri svona pastarétt oftast þegar ég kem heim á Selfoss því ég elska pastað hans og hef oft sjálf reynt við svipaða rétti en eitthvern vegin er pabba pasta samt alltaf best!
En hann er aldrei með neina sérstaka uppskrift og nýtir bara það sem er til að hverju sinni, en í þetta skiptið fylgdist ég ágætlega með honum og svo fórum við saman yfir hráefnin og aðferðina þegar við vorum búin að snæða þetta fáránlega góða pasta!
En hann er aldrei með neina sérstaka uppskrift og nýtir bara það sem er til að hverju sinni, en í þetta skiptið fylgdist ég ágætlega með honum og svo fórum við saman yfir hráefnin og aðferðina þegar við vorum búin að snæða þetta fáránlega góða pasta!
HRÁEFNI :
- PAGLIA E FIENO Pasta lengjur frá RANA (báðar tegundir af pastanu færðu í Nettó)
- SPINACH & RICOTTA fyllt pasta frá RANA
- 500ml Rjómi
- Heilt Skinku pakki (t.d goða)
- 1x rauð Paprika
- 1x Rauðlaukur
- 5x Sveppir
- 1msk Tómatsósa
- 1 heill piparostur
- Best á flezt hvítlaukskryddblanda
AÐFERÐ :
Grænmetið steikt á pönnu fyrst (pabbi elskar að steikja uppúr smjöri) & kryddað grænmetið smá með best á flezt kryddinu.
Rjóminn og piparosturinn settur út á pönnuna og leyft að malla á lágum hita í sirka 10min.
Svo bætt 1msk tómatsósu útí & endar á að bæta skinkunni útí!
Síðan soðið pastað, en mikilvægt að fylgja leiðbeiningunum, þvi fyllta pastað á aðeins að sjóða í 2mín og lengjurnar aðeins i 1mín!
Síðan bætt pastanu útá pönnuna og leyft að blandast aðeins saman (samt búið að slökkva á hellunni) og gott að bíða samt í 5-10min áður en þú borðar matinn!
Svo bara NJÓTA þess að borða þetta Gúrmei pasta!

X
ÍRIS BACHMANN HARALDSDÓTTIR