MEÐGANGAN ❤️
Að verða óvænt ólett getur verið örlítið “sjokk” fyrir nýtt par, ég og kærastinn minn höfðum aðeins verið saman í um 2 1/2 mánuð þegar það kemur í ljós að litið bumbukríli sé mætt. Vissulega varð það mikið áfall en samt sem áður auðvitað velkomið og við bæði ótrúlega spennt fyrir þvi. En við sem sagt komumst að því að ég væri ólett á sirka 7viku, ég var búin að vera örlítið skrítin í skapinu og oft óglatt, ásamt þvi að pissa ENDALAUST!
Svo Á 8viku byrjaði ótrúlega mikil ógleði og gubb, það var erfitt að mæta í vinnuna og vera snyrta allan daginn með svona vanlíða, ég hljóp á klósettið að gubba á milli kúnna! Ég átti erfitt með að borða og eina sem ég kom niður á morgnanna var kók, já KÓK! Gæti ekki verið verri morgunmatur, en þetta var það sem mér fannst róa magan örlítið og það eina sem ég hélt niðri. Þetta gekk svona á í nokkra mánuði og var ég farin að byggja upp svo mikin kvíða fyrir þvi að gubba næsta morgun og hvernig mer myndi líða í vinnunni, mun ég hafa tíma til að hlaupa niður a klósettið til að gubba, á eg eftir að “meika” heilan vinnudag a snyrtistofunni líðandi svona! Ég var farin að hringja daglega grátandi i Mömmu þvi mér leið alltaf svo illa og endaði það þannig að eg varð óvinnufær, ljósmóðir sagði mig alltof stressaða og kvíðna, að það væri hvorki gott fyrir mig né bumbubúan.
Eftir miklar pælingar með kærastanum mínum og mömmu þa ákvað eg að hætta vinnu, allavega tímabundið og leita til ráðgjafar til að fá hjálp, bara til þess að tala um hvað væri í gangi hjá mer og hvernig mér liði. Eftir mánuð ekki í vinnu leið mér strax betur, það var komin smá “rútína” á líf mitt aftur, þótt ógleðin og gubbið hafi haldið áfram fram að 24viku allavega þa hjálpaði það mer svo mikið að fá að sofa klukkutíma lengur á morgnanna og borða hollan og næringarríkan morgunmat í rólegheitum, ásamt þvi að eg fór að hreyfa mig svolítið aftur því dagurinn minn fór ekki lengur bara í það að vinna og vera fröken orkulaus og kvíðin! Heldur hafði ég tíma í að dunda mér að byggja mig upp aftur og koma hugsunum mínum í lag, eg hafði eitthvað aðeins týnt mer í stressi og kvíða!
Í dag er ég komin á 27undu viku og liður mer bara ótrúlega vel miðað við byrjunina á þessari meðgöngu, á auðvitað misjafna daga en það eru fleiri dagar góðir heldur en slæmir! Svo er auðvitað aðeins skrítið og tekur sma tíma að venjast þvi að vera alltaf afvelta með bumbu en það er bara gaman og getur fjölskyldan mín virkilega hlegið af mer vera tuða eitthvað afvelta í sofanum. 🙊
En en en.. Ég & Magnús kærastinn minn fórum út til Orlando núna í miðjum september 2016 og vorum alveg í 3vikur í sól og slökun, við höfðum svo gott af þvi að komast aðeins í burtu og slaka bara við tvö á. Þótt þessi ferð hafi verið ofboðslega mikið basl fram að ferðar degi; sem sagt Zika veiru stress og það varð personulegt áfall í fjölskyldunni, þvi frestuðum við ferðinni ekki bara einu sinni heldur tvisvar, en við ákváðum samt að skella okkur út eftir allt saman og Þessi blessaða Zika veira var ekki lengur ógn akkurat á þvi svæði sem við vorum að fara á, þannig það rætist úr þessari langþráðu ferð á endanum. Held líka að við vorum aðeins búin að gleyma þvi að vera par, svo margt búið að vera í gangi og allt gerðist svo hratt að við gleymdum smá okkur, þannig að komast út í þessar þrjár vikur var algjört æði og hjálpaði okkur að muna efir þvi hvernig það var að vera par.
Náðum svo auðvitað lika að versla heilan helling á baby, ákváðum að nýta ódýru Ameríku í smá verslunarleiðangur. Það er alveg hreint ótrúlegt hvað það munar á verði bara á öllu, hvort sem það eru föt, barnadót, MakeUp eða raftæki! Við allavega náðum að gera mjög hagstæð kaup 👏🏼
En ég get sko alveg sagt ykkur það, að versla barnadót fyrir manneskju eins og mig sem veit furðu litið um börn og hvað þau þurfa, þá var alveg smá bras og vesen að þræða allar þessar stóru barnabúðir! Ég labbaði bara í hringi i fyrstu ferðunum og vissi ekkert hvað ég ætti að kaupa. Ég sem hélt að eg hefði undirbúið mig svo vel, var með skrifaðan lista yfir það sem frænkur og vinkonur hefðu mælt með að kaupa og einnig hvað þeim fannst hentugt og sniðugt að eiga fyrir barnið til að byrja með. En þegar það kom að þvi að kaupa þetta inn þa skildi eg ekkert, viðurkenni að eg hefði þurft mömmu með mer í þessa verslunarleiðangra! En allt hafðist þetta nú á endanum og held það verði bara að koma í ljos þegar barnið kemur í heiminn hvað hentar þvi og hvað ekki, en held við höfum gert frekar skynsöm kaup þannig vonandi nýtist sem mest ☺️
XOXO
Íris Bachmann Haraldsdóttir
❤