OCTOBERS WISH LIST

OCTOBERS WISH LIST ❤️

Þrátt fyrir að vera ný komin heim frá útlöndum þá er alltaf eitthvað sem manni langar í og er ég með nokkra hluti á óskalistanum fyrir haustið sem ég ætla deila með ykkur ☺️

1. Loðnir hanskar/vettlingar úr LINDEX
Það er MUST að eiga góða hanska/vettlinga fyrir haustið og finnst mér þessir loðnu úr LINDEX svo sætir.

http://www.lindex.com/m/eu/7480818/?styleId=91027090

image

2. Plain leður hanskar úr LINDEX
Ég er búin að vera með leður hanska á heilanum seinustu vikur. Eftir að ég týndi mínum þá finnst mér nauðsynlegt að finna mér nýja og þessir úr LINDEX eru ótrúlega stílhreinir og flottir. Það er nefnilega ekkert verra en að fara út á morgnanna í kaldann bílinn og þurfa grípa utan um ískalt stýrið án hanska!

http://www.lindex.com/m/eu/women/accessories/gloves-mittens/7467921/Leather-Gloves/?styleId=89635542

image

3. Ultimate Glow kit frá Anastasia Beverly Hills
Þetta Glow Kit er svo fallegt!
Sex metallic powder highlighter-ar sem birta svo fallega upp andlitið og veita mjúkan og jafnan ljóma.

http://m.sephora.com/product/P413169?skuId=1880368

image

4. Master PALETTE by Mario frá Anastasia Beverly Hills
Nei sko VÁ, þessi augnskugga palletta er eitt það fallegasta sem ég hef litið augum á. Held ég muni ekki hætta hugsa um hana þangað til hún verður MÍN! Að mínu mati eru þessir augnskuggar fullkomnir litatónar fyrir haustið og eiginlega bara fyrir allar árstíðir og tilefni 🙈

http://www.ulta.com/master-palette-by-mario?productId=xlsImpprod14831105

image

5. Bronze KYLINER frá Kylie Cosmetics
Ég er alltaf á leiðinni að panta þennan eyeliner en einhvern vegin verður aldrei neitt úr því hjá mér. Finnst eitthvað heillandi við þennan bronze-litaða eyeliner, ég er svo föst í þessum plain svarta alltaf og held það sé komin tími á að prófa eitthvað nýtt. Líka algjör snilld að í Kyliner Kit-inu er gel eyeliner, blýantur og skáskorinn bursti. 👌🏼
“GRÚVÍÍ”

https://www.kyliecosmetics.com/products/bronze-kyliner-kit

image

6. MALIBOO LIP KIT frá Kylie Cosmetics
Þessi NUDE brúntóna litur heillar mig mjöööög mikið, elska brúntóna/nude varaliti og einhvern vegin á maður aldrei nóg af þeim. Ég á nokkur Lip Kit frá Kylie og finnst mér formúlan ótrúlega mjúk og góð ásamt því að lykta eins og nammi! Þetta eru mattir liquid lipstick eins og flestir vita og haldast þeir á bókstaflega allan daginn á án þess að þurrka varirnar mikið upp. Mæli með að næla sér í allavega einn 🙊

Maliboo | Lip Kit

image

7. GINGER LIP KIT frá Kylie Cosmetics
Brún-rauð-orange mattur liquid lipstick.
Finnst þessi litur ekkert smá sætur fyrir haustið, alveg í takt við fallegu haustlitina úti þessa dagana.

Ginger | Lip Kit

image

8. Gallajakki úr CLEOPÖTRU
Cleopatra er tískuvöruverslun á Selfossi, einnig hægt að panta í gegnum Facebook síðuna þeirra. Hún var að fá nýjar vörur fyrir haustið og þegar ég rakst á þennan “djúsí” gallajakka varð ég ástfanginn! Hann er sjúkur fyrir haustið, galla jakkar passa líka nánast við allt og akkurat á þessum tíma árs er ekkert flottara en sætur jakki og COZY trefill með til þess að halda á manni hita. Þessi jakki er eitthvað sem eg ÞARF að eignast 😍

https://www.facebook.com/CleopatraTiskuverslun/

image

9. Choker úr JÚNÍK
Eins og allir vita sennilega er choker tískan búin að vera allsráðandi seinustu mánuði og fell ég undir þann hatt að elska þessa 90’s tísku! Þótt maður sé komin með nokkrar gerðir af choker hálsmenum í safnið þá er þessi “banda” choker eitthvað sem mig vantar í líf mitt!

http://junik.is/is/product/103

image

10. Hvítir ADIDAS SLIP ON strigaskór úr FÓCUS
Mér er búið að langa í þessa skó síðan þeir komu í sölu, eitthvað svo plain en samt svo öðruvísi. “Looka” svo þægilegir og virðist auðvelt að smeigja sér í þá!

https://www.facebook.com/focus.skor/

image

11. Kápa úr VERO MODA
Rakst á þessa fallegu kápu inná Instagraminu hjá VERO MODA ICELAND. Vá hún er SJÚK og þetta loð gerir alveg punktinn yfir i-ið. Það er einnig hægt að taka loðið af ef maður vill hafa hana meira látlausa.

image

12. Marmara bakki & kertastjaki frá TWINS.IS
Það fer ekki framhjá neinum að marmari sé það sem allir vilja í dag, hvort sem það er bakki, kerti, símahulstur, borð eða bara hvað sem þér dettur í hug!
Marmara bakkinn og kertastjakinn sem mér finnst ég sjá á svo mörgum heimilum í dag er það sem mig vantar á mitt heimili, nei sko VÁ þetta er svo fallegt og síðan ég sá þessar vörur fyrst þá hef ég ekki hætt að hugsa um þær! Þær verða klárlega á jólagjafa listanum í ár ef ég verð ekki búin að næla mér í þetta sjálf þar að segja!

https://twins-is.myshopify.com

image

13. Hvít COZY skyrta úr H&M
Held það elski allir H&M – maður fær flottar vörur fyrir lítinn pening! Það verður gaman að geta skoppast í H&M hér á Íslandi og vona ég að það verði sama úrval og að verðið haldist á H&M skala þegar búðin opnar á næsta ári hér á landi.
En ég kolféll fyrir þessari skyrtu, hún er plain og myndi ég persónulega taka hana í frekar stórri stærð því ég elska over sized föt! Hægt að nota þessa skyrtu við svo margt hvort sem það er fínt eða hversdags 👌🏼

http://m.hm.com/us/product/54546?article=54546-B&variant=046

image

14. Kápa úr H&M
Á haustin verða held ég allir svolítið kápu eða jakka sjúkir. Það er ekki alveg komin tími á þykku góðu dúnúlpuna þannig maður nýtir haustið í flottar kápur og jakka.
Rakst á þessa kápu inná H&M síðunni og ég væri helst til í að taka hopp út til þess að næla mér í eitt stykki. Ótrúlega stílhrein og sæt, myndi segja að svona kápur passa við flest allt, svo þetta yrðu allavega ekki slæm kaup.

http://m.hm.com/us/product/55313?article=55313-A

image

15. Veski frá MICHAEL KORS

Ég ELSKA stór veski sem hægt er að geyma einhvern vegin allt í. Einnig nýtist það manni í skólann eða bara hvað sem er. Ég enda alltaf á að ferðast með ótrúlega mikið dót og drasl þótt ég sé bara að fara skreppa út í búð! Það er því mikill kostur að eiga stórt og gott veski sem allar nauðsynjar komast í. Svo skemmir það ekki fyrir hversu ótrúlega vönduð og falleg MICHAEL KORS veskin eru 😍

http://m.michaelkors.com/hayley-large-logo-north-south-tote/_/R-US_30F6SH3T3V?color=0034

image

XOXO 

ÍRIS BACHMANN HARALDSDÓTTIR 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s