KIEHL´S <3

KIEHL’S ❤️

Seinustu þrjár vikurnar er ég búin að vera nota nýtt andlitskrem og það er hreinlega of gott til þess að deila því ekki!
Ég nældi mér í þetta krem á flugvellinum í Orlando, ég hef aftur á móti ekki kynnt mér sölustaði þessa merkis en ég hef alltaf rekist á þetta merki þegar ég er stödd í Bandaríkjunum og veit að það er til sölu ýmist um Evrópu líka, en sá að aðeins er hægt að panta og senda innan bandaríkjanna á heimasíðunni þeirra – http://www.kiehls.com. Þannig ef þú ert á ferðalagi hafðu augun opin því ég mæli hiklaust með því að prófa krem frá KIEHL’S sem hentar þinni húðgerð.

img_4087


Húðin
mín er mjög misjöfn eins og hjá flest öllum og rokkar hún alveg upp og niður 
eftir dögum, en það sem hentar MINNI húð núna eru vörur fyrir blandaða/olíu kennda húð. T-svæðið (enni, nef og haka) hjá mér á það til að verða “feitt” og oily, ég er með fílapensla á nefinu og rekst á einn og einn á hökunni svo auðvitað kíkja nokkrar stærri og skemmtilegri bólur í heimsókn reglulega og oftast koma þær á versta tíma eins og flestir kannast kannski við!

En kremið sem ég ákvað að kippa með mér heim frá Orlando heitir ULTRA FACIAL OIL-FREE LOTION, þetta er sem sagt frekar létt krem/lotion, svolítið gelkennt og það besta er að það er OIL FREE, PARABEN FREE, FRAGRANCE FREE & COLORANT FREE.

Húðin verður fersk og vel nærð en allsekki “greasy” og er kremið fljótt að fara inn í húðina. Það veitir henni fallega fríska áferð ásamt því að veita húðinni raka allan daginn! Ég notast við þetta krem bæði kvölds og morgna og er það að virka fyrir MIG akkurat núna. Kremið er auðvitað borið á alveg hreina húð og oft er gott að hafa hugtakið “less is more” í huga þegar það kemur að kremum og reyndar flest öllum snyrti- og húðvörum, því það þarf aðeins litla doppu af kremi sem dugar þér yfir allt andlitið og endist þá líka kremið þér töluvert lengur!

Aðal innihaldsefnin í kreminu eru 👇

Imperata Cylindrica Root Extract : Planta sem nærist og lifir í þurru umhverfi og hefur fundist víða um eyðimerkur. Plantan inniheldur mikið magn af Kalíum sem gefur fljótvirkan og langvarandi RAKA. Áhrif þessara innihaldsefnis í kreminu er að hjálpa húðinni að geyma og viðhalda raka, meirað segja í verstu veðrum þegar húðin finnur fyrir sem mestum þurrki!

Antarcticine (Glacial Glycoprotein Extract) : Talið hafa marga einstaka eiginleika þegar efnið er notað í húðvörur. Þetta innihaldsefni gefur einstaka vörn gegn þurrki og hjálpar að næra húðina ásamt því að veita henni mjúka og fyllta áferð. Antarcticine ver einnig húðina fyrir skaðlegum áhrifum sindurefna og hjálpar að vernda húðina fyrir miklum kulda!

Vítamín E : Finnst náttúrulega í laufum og húð plantna. Megin áhrif E-vítamíns er að hjálpa húðinni að vinna úr húðskemmdum vegna sindurefna og verja hana gegn þeim, ásamt því að hafa róandi og rakagefandi eiginleika.

IMG_4072.PNG

Þetta krem er því mjög hentugt fyrir kalda vetra eins og þið eruð búin að lesa hér að ofan og eru þau krem sem ég hef kynnt mér frá KIEHL’S með þann eiginleika að vernda húðina fyrir köldum veðrum og utanaðkomandi áreiti sem er afar hentugt fyrir okkur Íslendinga.

X

ÍRIS BACHMANN HARALDSDÓTTIR

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s