Bullandi Hreiðursgerð <3

Hreiðursgerð á hæsta stigi  ❤

IMG_4215.JPG

Nú þegar ég er komin á seinasta þriðjung meðgöngunnar þá er að hellast yfir mig bullandi hreiðursgerð ásamt smá tilhlökkun til jólanna líka!
Nei sko VÁ mig langar að hafa allt fullkomið og helst allt tilbúið akkurat núna kv. ein óþolinmóð.. en góðir hlutir gerast víst hægt! 
 En ég og kærastinn minn búum sem sagt í ótrúlega fallegri íbúð frá foreldrum hans í Grafarvoginum og þar er allt sem þarf til staðar, en auðvitað er ég með þessa miklu þörf á að gera allt að mínu og langar til þess að breyta og bæta allt. Ég hugsaði lítið út í þetta áður en ég varð ólétt en mjög fljótlega eftir að ég komst að því að ég væri ólétt þá langaði mig bara í MITT heimili og fékk þessa brjálæðislegu þörf á að gera allt að mínu! 
 Það eru öll helstu húsgögn og mublur í íbúðinni og eru þau mjög sæt og íbúðin ótrulega hlýleg og kósý, þannig það sem ég er búin að vera brasa seinustu vikur er bara að gera þetta aðeins að okkar, prófuðum að færa nokkra hluti til og svona aðeins að gefa íbúðinni nýtt útlit án þess að gera eitthverjar stórar breytingar.

Það er búið að þræða IKEA og rúmfatalagerinn nokkrum sinnum á seinustu vikum og ég get svo svarið það að ég finn alltaf eitthvað nýtt sem mig langar í, ótrúlegt hvað maður getur misst sig í þessum búðum! Það tók örlítið á að draga kærastann með
í allt þetta búðarráp, þar sem flestir karlmenn eru ekkert rosalega spenntir fyrir svona búðum og yfirleitt fá þeir kannski ekki að ráða miklu heldur haha, þannig ég svo semimg_4199 skil þá alveg að nenna ekki alveg að standa í
endalausum búðarferðum. En eftir nokkra skoðunarleiðangra þá loksins var ég orðin nógu ákveðin til þess að byrja henda dóti í körfuna, viðurkenni hún var furðu fljót að fyllast! En eins og ég talaði um áðan þá erum við meira að kaupa “skraut” og kósý hluti, ásamt handklæðum og svona smáhlutum því það eru öll helstu húsgögn og mublur í íbúðinni fyrir.

Það tók nokkra daga að dúllast að koma öllu fyrir og er ég meirað segja enn á fullu að finna fullkomna staði fyrir allt dúllu dótið sem var keypt. Það þarf að skipuleggja og endurraða ýmislegu áður en þetta verður alveg eins og ég vill hehe, en eins og ég sagði í byjrun þá gerast góðir hlutir hægt og það er líka bara skemmtilegt fyrir mig að hafa verkefni að dunda mér við fyrst ég þurfti að hætta vinna.

img_4194
Viðurkenni samt að ég er EXTRA spennt að klára gera allt krúttó og fínt svo ég geti byrjað að jólaskreyta. Nei sko þið trúið því ekki hvað ég er mikið jólabarn, ég elska jólin og er ég alin upp við það að skreyta allt frekar snemma til þess að fá að njóta jólanna aðeins lengur, fólk hefur svona misjafnar skoðanir á þessu en það geta ekki allir verið eins og finnst mér bara að hver og ein fjölskylda búi til sínar hefðir fyrir jólin.
Ég vill bara ekki byrja að taka upp jólaskraut á meðan ég er enn með svona smádót og dúllerí útum allt sem ég er að klára að koma fyrir í íbúðinni, þannig ég er með það verkefni eins og er að klára gera íbúðina ennþá krúttlegri og hlýlegri áður en jólin verða sett upp.

 

Finnst bara svo ótrúlega fyndið hversu mikið maður breytist á meðgöngunni og þau atriði sem skiptu mann mestu máli er maður varla að pæla í lengur. Það snýst algjörlega allt um þessa litlu bumbubaun sem er að koma í heiminn og að það muni hafa fallegt, hlýlegt og fyrst og fremst hamingjusamt heimili ❤

 

img_4169

X

Íris Bachmann Haraldsdóttir

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s