BESTSELLER
Haustfagnaður
Bestseller keðjan inniheldur 5 verslanir og eru það Vero Moda, Selected, VILA, Name It & Jack and Jones. Allt eru þetta ótrúlega fallegar búðir og allar með sanngjörn verð að mer finnst.
En ég var svo heppin að fá boð á haustfögnuð hjá Bestseller keðjunni og var haldið hádegis boð á Mathúsi Garðabæjar. Það var allt svo ótrúlega fallegt og vel heppnað hjá þeim! Ég hef nú ekki oft farið á viðburði eins og þennan en VÁ ég var orðlaus þegar ég gekk inn á veitingastaðinn, það fyrsta sem blasti við manni var GOODIE-BAR, já ég sagði BAR. Það virkaði sem sagt svoleiðis að það voru allskonar fallegir hlutir á borðinu og þú tóks bara tóman poka sem þú gast valið sjálfur allskonar goodies sem heilluðu þig!
Þegar maður skoðaði sig nánar um staðinn þá var búið að setja upp haustlínu hjá öllum verslununum sem við gátum skoðað vel og vandlega. Ég hef held ég aldrei viljað jafn mikið á einni fataslá og hlakkar mig ótrúlega til að kíkja betur í allar búðirnar þegar vörurnar verða allar komnar upp, sem er held ég mjög fljótlega!
Ég var samt svo ótrúlega heppin að fá nokkrar flíkur að #gjöf frá þeim & voru það flíkur úr Vero Moda og VILA ❤️
Ég kolféll alveg fyrir þessari fallegu AWARE laxa-bleiku peysu!
Ótrúlega kósý en samt svo flott. Er líka að elska detail-inn á bakinu : sem sagt peysan er örlítið opin í bakið og er það eiginlega svona V-hálsmál bara aftan á eins og þið sjáið á myndinni hér fyrir neðan.
Þessar eru svo klárlega á mínum TOP 5 lista yfir buxur! Nei sko ég dýrka þessar buxur, ég á nokkrar svona svartar þannig þegar ég sá að þær væru komnar í Navy Bláum lit þá urðu þær bara að fá að koma með mér heim 😍👇🏼
Síðast en allsekki síst þá fengu allir annað hvort hvítan eða svartan basic bol frá nýja merkinu AWARE sem mun vera selt í Vero Moda. 👇🏼
En ég vill bara aftur Þakka fyrir MIG, þetta var æðislegur dagur & ótrúlega gaman að fá að vera partur af þessu hjá þeim!
TAKK FYRIR MIG BESTSELLER ❤️
#veromodaiceland #vilaiceland #selectediceland #jackandjonesiceland #nameiticeland #bestsellerAW
X
ÍRIS BACHMANN HARALDSDÓTTIR