H&M HOME

H&M HOME

Í byrjun ágúst var ég á Tenerife með fjölskyldunni, vorum aðeins í eina viku en auðvitað var tekið einn dag í smá verslunarleiðangur. Að fara versla núna er aðeins öðruvísi heldur en þegar ég var barnlaus, hlutirnir sem ég eyði nánast mestum tíma í að skoða eru barnaföt og fallegir hlutir fyrir heimilið, þótt ég geti auðvitað eytt dágóðum tíma í snyrtivörubúðum líka!

En ég sem sagt tók góðann hring í H&M home úti og það var svo margt fallegt til, hefði ég verið með meira pláss í töskunni þá hefði fullt fleira fengið að koma með mér heim.
En ég varð bara að deila með ykkur þessum sætu hlutum sem kostuðu svo lítið miðað við að svipaðar vörur hér heima eða þessar típísku merkjavörur sem eru mjög svipaðar kosta sennilega 3falt meira!

Þannig ef leið ykkar liggur til útlanda þar sem H&M HOME er þá mæli ég með að kíkja smá hring hjá þeim ❤

En hér er það sem fékk að koma með mér heim í þetta skiptið >

Svo ótrúlega sætur ananas, hann er myntugrænn á litinn og mjög lítill. Ég aftur á móti fattaði ekki að það væri kerti innan í honum, heldur hélt ég bara að ég væri að kaupa sæta lítla ananas styttu, en klárlega win win dæmi því ég er kertasjúk!

 

Mjög flottur gylltur þríhyrntur kertastjaki sem kostaði 8evrur & svo ilmkerti sem lyktar eins og sumar! Ótrúlega ferskur og góður ilmur af því.

IMG_9315

Tveir litlir myntugrænir kertastjakar fyrir sprittkerti, já ég elska myntugrænan!
Og svo þessi fallega svarta “grind” fyrir stórt/miðlungs kubba kerti. Grindin kostaði 15evrur sem mér finnst allsekki mikið, því ég hef séð svipaðar sem kosta bara fáranlega mikið!

 

Þetta var allt sem fékk að koma með mér heim í þetta skiptið, en ég hefði svo auðveldlega getað keypt mér miklu meira! En núna tekur við að finna krúttlegan stað fyrir allt saman, ég get alveg verið lengi að ákveða hvar hver og einn hlutur á að vera!

En hendi hér inn fyrir neðan verðinu á öllu ->

IMG_9319

 

Gylltur kertastjaki – 7,99 evrur
Ilmkerti – 7,99 evrur
Litlu kertastjakar – 1,99 evrur stk 
Ananas – 9,99 evrur (minnir mig, týndi miðanum)
Svarta kertagrind – 14,99 evrur 

Afhverju kemur H&M HOME ekki til Íslands ??

X

ÍRIS BACHMANN HARALDSDÓTTIR

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s