FÆÐINGARSAGA <3

FÆÐINGARSAGAN MÍN 

IMG_3202.JPG

Ég átti sem sagt strákinn minn Þriðjudaginn 31. janúar 2017 kl 22:40
Hann var 3698g og 49 & 1/2 cm á lengd. Öllum heilsaðist rosalega vel eftir fæðingu, þrátt fyrir yfirlið og uppköst rétt eftir að prinsinn kom í heiminn.

En fjörið byrjaði allt saman á þriðjudagsmorgni, ég sem sagt vaknaði um morguninn með eh örlítin verk en hann kom aðeins í eitt skipti og ég hélt því áfram að sofa. En mamma mín var aftur á móti mætt strax til mín leið og ég sagðist hafa fengið eitthvern einn skrítin verk haha. En það var kannski ástæða fyrir því að hún mætti strax við hvern einasta verk sem kom, ég var alveg komin 10daga framyfir settan dag þannig þetta gat komið hvenær sem er.
En um hádegi þá vakna ég við SVAKALEGAN verk og var hann eitthvern vegin útum allt, og með þessum svakalega verk missti ég vatnið, þetta var alveg svona bíómynda móment. En við hringjum uppá Landspítala og segjum þeim stöðuna, aftur á móti þá gat ég allsekki greint eitthvern tíma á milli verkja heldur fann ég bara alltaf til. Þegar við komum uppá landspítala var tekið ótrúlega vel á móti okkur & var ég sett inn í eitthvað móttöku herbergi þar sem kona athugaði hvort allt legvatnið væri farið og bauð mér svo fæðingar herbergi ef ég vildi, en ég mátti líka fara aftur heim ef ég vildi en ég réð bara ekkert við þessa verki og það kom eitthvern vegin aldrei pása á milli verkja til að safna orku, þannig ég ákvað að fá fæðingarherbergi strax fyrst það var í boði. En þá tók ljósmóðir á móti okkur þegar við vorum komin uppí fæðingar herbergið, hún athugaði útvíkkun hjá mér þegar við vorum búin að koma okkur fyrir, en klukkan var þá um 3 leitið & var útvíkkunin orðin 6-7! Ekki furða að ég fékk engar pásur á milli hríða þetta ætlaði að ganga mjög hratt fyrir sig. En eftir nokkur uppköst og mikinn pirring yfir því að ENGINN stelling var þæginleg, sama hvað ég reyndi og var ég eiginlega komin með smá óráð bara, ég eitthvern vegin gat ekki verið kurr en samt var vont að hreyfa sig, og hryllilegt að reyna skoppa sér á þessum blessaða pilates bolta úff haha. En þá talaði mamma mig til um að fá mænudeyfingu & guð minn góður það bjargaði ÖLLU! Þetta varð allt annað líf, þrátt fyrir að deyfingin virkaði aðeins vinstra megin en deyfði samt aðeins hægra megin. En vá það komu loksins pásur á milli hríða og ég náði að anda mig í gegnum verkina þegar þeir komu, vissulega hægðist verulega á ferlinu öllu en það var þess virði að geta safnað smá orku á milli verkja!
En þegar útvíkkunin var komin í 10 þá stoppaði allt, ég var svo tilbúin að remba þessu blessaða kríli út (og ekki vissi ég að það mætti einungis rembast þegar hríð var í gangi – kannski er ég ein á báti með fáfræðina mína en ég allavega hélt að þessu yrði bara þrýst út einn tveir og tíu!)
En ég hugsa að við höfum alveg beðið í um 2 tíma eftir að hríðarnar færu aftur af stað en ekkert gerðist fyrr en það var gefið mér smá dripp til þess að láta mig fara aftur í gang. Rembingurinn gekk svo ótrúlega vel þótt ég hafi ekki fengið þessa blessuðu rembings þörf eins og flestir, en ég þurfti bara að rembast úti loftið og vona að barnið myndi skila sér út. Viðurkenni ég hló í byrjun því það var mjög fyndið að rembast bara úti loftið og þrýstingurinn var á þeim stað að ég var nokkuð viss um að barnið kæmi út um vitlaust gat haha, en eftir sennilega 30minutur eða eh álíka var Andrés Elí mættur í heiminn.

Allt gekk ótrúlega vel og hratt fyrir sig og var þetta bara hin fullkomna fæðing! Það var sjúklega þægilegt að hafa mömmu með mér & auðvitað Magnús, því jú hvorugt ég né Magnús vissum eitthvað hvað væri að fara gerast. ❤️

En mér finnst maður heyra miklu fleiri slæmar og erfiðar fæðingar sögur heldur en þessar góðu, þannig ákvað að skrifa svona það helsta niður frá minni fæðingu – því ég man ég var alltaf að lesa eitthverjar sögur rétt áður en ég átti að eiga og oftast voru það sögur sem mig langaði ekkert að heyra, en loksins rakst ég á góða sögu sem allt gekk vel fyrir sig og það hjálpaði mér helling að slaka aðeins á, því ég var svo kvíðin fyrir fæðingunni sjálfri! ❤

IMG_5144

X
Íris Bachmann Haraldsdóttir

One thought on “FÆÐINGARSAGA <3

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s