GUCCI VS LINDEX

Já ég henti bara í fyrirsögnina, Gucci VS Lindex, afhverju?

//Færslan er ekki kostuð//

En þegar ég kíkti í Lindex um daginn til þess að kaupa mér bleika armbandið til styrktar baráttu gegn brjóstakrabbameini á Íslandi & þá varð ég nú aðeins að skoða mig um í leiðinni & sá ég svo ótrúlega fallegt veski sem VARÐ, já varð að fá að koma með mér heim! Nei sko þið skiljið ekki, mig hefur svo lengi langað í svona græn-ish flauel veski, svona í anda Gucci og fann ég akkurat svoleiðis veski í Lindex!
En það er ótrúlega sætt grænt flauel veski með gylltri keðju & kolféll ég alveg fyrir því!

Veskið kostaði 3.999kr sem er vel sloppið hérna á Íslandi & mjög vel sloppið að kaupa það frekar heldur en rándýrt Gucci veski! Þótt mig muni sennilega alltaf langa í Gucci veskið & kannski einn daginn þegar ég er búin að safna mér pening leyfi ég því að gerast, hver veit!

En þetta veski er einfaldlega of fallegt til þess að fá ekki sér blogg færslu. Ég ætla setja mynd inn af Gucci veskinu og mínu úr Lindex því mér finnst þau ansi svipuð, eða í svipuðum stíl og Lindex veskið jafnvel fallegra!

Getur nálgast veskið í öllum verslunum Lindex og inn á lindex.is, þar er veskið meirað segja ódýrara því Lindex er að bjóða uppá sérstakt netverð núna. *
Kíktu á veskið HÉR

X

ÍRIS BACHMANN HARALDSDÓTTIR

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s