BLEIKT Í LINDEX X ÓSKALISTI

BLEIKA LÍNAN Í LINDEX

#bleikaslaufan

//þessi færsla er ekki kostuð, né fékk ég vörurnar að gjöf. Mig einfaldlega langaði til þess að deila þessu með ykkur því bleika línan styrkir baráttu gegn krabbameini & finnst mér mikið fallegt í lindex núna//

 

 

 

Eins og flestir vita þá er Lindex með bleika línu af undirfötum & heima kósý fötum í tilefni af bleikum október og rennur 10% af sölu línunnar til styrktar baráttunni gegn brjóstakrabbameini á Íslandi!
 
Ég fór um daginn & nældi mér í bleika armbandið þeirra, en allur ágóði af því rennur beint til styrktar baràttunni gegn brjóstakrabbameini á Íslandi. Ég gerði færslu um armbandið & getur þú lesið hana HÉR!
 
En bleika línan hjá Lindex er ótrúlega falleg og er framleidd úr lúxusefnum, svo sem flaueli, hágæða kasmír & silki. En þessi lína kemur í takmörkuðu magni & eftir að hafa séð og skoðað fötin þá gat ég ekki annað en farið & mátað aðeins! En það er allsekki mikið eftir þannig ef þú ert með augun á eitthverri flík þá mæli ég með að hika ekki og næla þér í hana sem fyrst, því þessi lína er fljót að klárast. 
 
Lengi hef ég verið að leita mér af brjóstahaldara sem passar, ég er oftar í topp heldur en brjóstahaldara en eftir meðgöngu þá þarf ég eiginlega að vera í eitthverju sem heldur við og styður! Núna er strákurinn minn 8 mánaða & ekki á brjósti en ég geng enn í brjóstagjafatoppum (ps. Ef þú ert ólétt eða ný búin að eiga þá mæli ég með MOM fötunum úr Lindex, getur skoðað MOM fötin HÉR).

 

 

 
Allavega ég sá þessi ótrúlega fallegu bleiku undirföt og tók eftir að brjóstarhaldarinn var ekki með harðri spöng og frekar mjúkur, eftir að hafa mátað hann & loksins finna eitthvað sem er jafn þæginlegt og toppur en veitir samt stuðning þá þurfti sú flík að koma með mér heim! Ég keypti mér svo nærbuxurnar í stíl! Ég er ótrúlega sátt með þessi kaup & vitandi það að hluti af peningnum fer í gott málefni þá líður manni svo vel með kaupin sín.

 

 

 

Það var vissulega margt annað sem mig langaði í & ætla ég að deila með ykkur smá óskalista! Líka svo þæginlegt að skoða inná LINDEX.IS 💕
 
ELLIE BUXUR 
ellie buxur.png
Finnur buxurnar HÉR

 

NÁTTSKYRTUR

 

Mig langar í tvennskonar náttskyrtur frá Lindex. Ég nefnilega get alveg trúað því að þær sé flottar EKKI sem náttskyrtur, ég myndi alveg nota þær dagsdaglega, sjúklega sætar!

 

 

 

Bláu færðu HÉR 
Ljósu færðu HÉR
SVÖRT ÚLPA
svört kosy ulpa.png
Þessi “lookar” fáranlega kósý og væri fullkomið að eignast eina svona fyrir veturinn! Ekki að mig vanti úlpu, en þessi er bara svo fáránlega flott! 
Getur skoðað hana HÉR

 

SILKI SKYRTA – BLEIKA LÍNAN

silki skyrta.png
Þessa skoðaði ég vel þegar ég fór og keypti mér undirfötin & vá hvað hún var kósý! Yrði draumur að eignast þessa! Getur skoðað hana HÉR

 

SVART HÁRBAND

svart harband
Mér finnst ótrúlega töff að nota hárband & elska ég að vera með hárbönd, bandana eða eitthvað álíka! Skoðaðu hárbandið HÉR

 

SVARTUR BLAZER JAKKI

 

svartur blaxzer jakki.png
Kíktu á jakkann HÉR

 

BRÚNT HOLLY & WHYTE VESKI

brunt veski
Mér finnst Holly&Whyte vörurnar svo fallegar & vandaðar! Elska að geita leitað í svona falleg ódýr veski í stað þess að þurfa eyða heilum helling í eitt lítið veski! Ef þú elskar falleg veski þá mæli ég með að kíkja á lindex.is eða í búðina! Finnur veskið HÉR

 

SVÖRT GOLLA

 

sv-rt golla.png
Sjúklega sæt golla & finnst mér svona flík vera nauðsynleg fyrir veturinn! Skoðaðu hana HÉR

 

FLAUEL KIMONO – BLEIKA LÍNAN

 

flauel kimono.png
 
Sjúklega fallegt & er þetta einmitt ein af flíkunum úr bleiku línunni! Kíktu á hana HÉR
 
 
Ef þú vilt styrkja gott málefni & næla þér í fallegar flíkur þá mæli ég með að kíkja í Lindex og skoða bleiku línuna. Annars er ótrúlega margt fallegt til og elska ég þennan árstíma. Allt útí fallegum yfirhöfnum og kósý fötum sem nýtast manni vel yfir haustið/veturinn. 

X

ÍRIS BACHMANN HARALDSDÓTTIR

Snapchat : irisbachmann

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s