MÍNAR UPPÁHALDS FLÍKUR!

Mínar Uppáhalds Flíkur

Síðustu vikur er ég alltaf búin að sækjast í sömu flíkurnar, sumar eru aðeins eldri en aðrar en ég er bókstaflega búin að vera nota nokkrar flíkur non stop síðan ég eignaðist þær!

En mig langar að deila þeim með ykkur, eitthverjar fást ennþá í verslunum hér heima, aðrar nældi ég mér í úti!

VILA “pleður” buxurnar eru klárlega mínar “go to” buxur! Ég elska þær, þær eru sjúklega þæginlegar, teygjast vel & aðlagast eftir manni eitthvern vegin! En myndi mæla með að taka þær vel þröngar því þær gefa vel efir þegar þú ert búin að nota þær einu sinni eða tvisvar!
Ég á án djóks á 4 svartar buxur & var að næla mér í dökk bláar fyrir nokkrum dögum! Þær passa eitthvern vegin við allt & öll tilefni. Enda munið þið sjá mig í þeim á mörgum af myndunum sem ég ætla deila með ykkur hérna í þessari færslu!

 

Grænn Kimono / Wrap dress sem er einnig úr VILA, ég sá einn um daginn í Smáralindinni, en annars veit ég ekki stöðuna á honum! En þessi flík hefur verið mikið notuð síðustu 2 mánuðina, enda ef þú skrollar aðeins niður instagramið mitt þá sést alveg að þetta kimono/wrap dress hefur verið mikið notað!

IMG_2827

Bleikt Kimono úr Selected. Þegar ég fór um daginn þá var enn eitthvað til! En þetta er sjúklega fallegt kimono og hugsa ég að það klárist nú fljótt!

5FDC524D-EC22-45D3-A578-E48F1590C01E.jpeg

Grænn loð jakki úr Ginu Tricot! Þennan nældi ég mér í Ginu Tricot í Kristianstad, Svíþjóð! Því miður er Gina ekki á Íslandi, en mæli með að hafa augun opin ef þú ert á ferðinni eitthvað um Norðurlöndin!

82B8AC4D-F4DD-46B5-B175-8F7538FC167E.jpeg

Græn ökklahá boots með smá hæl! Sjúklega fallegir skór sem ég keypti í Vero Moda í Köben, Danmörku. Ég sá rauða eins skó í Vero Moda hér heima & mæli ég mikið með þeim! Þeir eru þæginlegir & sjúklega fallegir. Úti voru til græn, rauð & svört! Ég er ekki alveg með úrvalið á hreinu hérna heima en sá allavega að rauðir voru til!

3A18FCBD-8EC5-4F1F-94B7-29F91BDFC78F.jpeg

Gucci Wool Scarf. Þennan yndislega fallega trefil eignaðist ég fyrir nokkrum dögum síðan & nældi ég mér í hann HÉR! En mig hefur lengi langaði í Gucci trefil og ákvað ég því að safna mér fyrir honum & lét loksins verða af því um daginn! En ég hef held ég notað trefillinn nánast í hvert skipti sem ég hef farið út úr húsi síðan eg eignaðist hann, enda fáránlega sátt með þessi kaup!

66D72CE7-D178-43D0-95C5-C181A3FC579D.jpeg

Kósý peysa úr Stradivarius. Systir mín gaf mér þessa peysu í jólagjöf og hefur hún komið að góðum notum í þessum kulda! En hún er sjúklega mjúk & frekar stór, enda þekkir systir mín mig vel & veit að ég vill að allt sé frekar oversized! En peysuna keypti hún í stradivarius í Barcelona.

39ACCBAD-C114-4101-8E2E-5963D68BAF62.jpeg

Metallic Appelsínugul úlpa úr Zara. Systir mín keypti sér þessa úlpu fyrir nokkrum vikum síðan & ákvað að taka hana ekki með sér út til Barcelona þannig heppin ég gat stolið henni allavega þangað til hún kemur aftur heim á klakan! En úlpan er fáránlega töff & sá ég að það var nóg til af henni í Smáralindinni þegar ég fór um daginn!

 

Gucci belti. Þetta yndislega belti hefur verið á óskalista hjá mér ábyggilega í ár! En ég var svo heppin að fá beltið að gjöf frá tengdapabba mínum! En beltið var keypt á Kastrup flugvelli í Danmörku. Þú getur nálgast Gucci belti HÉR & sendir þessi síða til Íslands!
Ég allavega hef notað beltið mjög mjög mikið síðan ég eignaðist það!

24E414B2-EBD2-4CE3-9B46-6CB4676B879C.jpeg

Grá Kápa úr Zara. Ég nældi mér í þessa kápu útí Barcelona í nóvember & var hún bókstaflega notuð nánast daglega þangað til ég settist í eitthvað ógeð útí Danmörku & er grey kápan mín á leiðinni í hreinsun! En hún er sjúklega flott, létt, samt mjög hlý & þæginleg! Ég hef ekki kannað það hvort hún sé til hérna heima en mér finnst úrvalslið frekar svipað & úti þannig hugsa að hún sé pottþétt til!

AED53C3B-367A-422E-BF68-32B26C0FAF94.jpeg

Þetta eru þær flíkur sem ég er búin að vera með á heilanum síðustu vikur/mánuði & eru klárlega mest notaðar í mínum fataskáp!

8DC10C79-84DC-48A6-81D1-AA7C2EFFD7AA

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s