SALT KARAMELLU RICE KRISPIES

Súkkulaði með karmellu & sjávarsalti Rice Krispies

Uppskrift: í sirka 25-35 form, fer eftir stærð.

150g Ósaltað Smjör
12msk Sýróp
300g / 3 plötur Súkkulaði með karmellu & sjávarsalti
1-2dl Rjómi
Sirka 12 bollar/dl Rice Krispies

Aðferð:

Blandið öllu saman í pott nema Rice Krispies, leyfið öllu að bráðna & malla vel saman á lágum hita. Mér fannst saltkarmellu súkkulaðið festast örlítið við botninn á pottinum en þá kom rjóminn til bjargar. Annars mæli ég með að hræra vel í þessu allan timan svo það setjist ekki á botninn.
En þegar allt er bráðnað þá er potturinn tekinn af hellunni og leyft þessu að kólna aðeins áður en rice Krispies-ið er sett útí.

Þegar Rice Krispies er komið útí þá bara passa að blanda vel saman þannig að súkkulaði blandan þekji vel Rice Krispies-ið!

Síðan bara sett í form & leyft að kólna inní ísskáp!

Mér fannst þetta örlítið skrítið fyrst en daginn eftir þegar þetta var búið að kólna inní ísskáp þá smakkaðist þetta bara mjög vel! Hugsa það sé allavega gott þegar maturinn klárast, þannig ég hef ekki verið ein um það að finnst þetta gott hehe. 

8DC10C79-84DC-48A6-81D1-AA7C2EFFD7AA

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s