Mínir MUST HAVE maskar

Mínir Uppáhalds Andlitsmaskar!

//Færslan er ekki kostuð, en ég fékk GLAMGLOW thirstymud & Supermud maskana að gjöf//

Ég reyni að vera dugleg að dekra við húðina mína reglulega. En ég er með blandaða húð eða Combination skin eins & það kallast á ensku. En fyrir mig & mína húð er gott að nota maska sirka 3 í viku, en mikilvægt er að nota
mismunandi maska, húðin þarfnast jafnvægis & því er ekki einungis hægt að setja hreinsimaska, heldur verður húðin að fá raka á móti! Annað sem mér finnst mikilvægt að nefna við ykkur er að þegar þú ætlar að setja á þig maska þá er svo mikilvægt að hreinsa húðina vel & vandlega fyrir, djúphreinsun/andlitsskrúbbur einnig nauðsynlegt, því djúphreinsunin opnar húðina & gerir hana mun meðtækilegri fyrir komandi meðferð sem í þessu tilfelli væri maski. Ef þú skellir bara á þig maska án þess að hugsa útí hreinsunina fyrir þá mun maskinn ekki geta unnið eins & hann á að gera & því missir hann svolítið áhrifin! Þannig gullna reglan er að hreinsa vel & djúphreinsa húðina áður en maski er settur á.

Dæmigerð Maska Rútína :

1. Hreinsa húðina (fyrst farði tekin af, síðan húðin hreinsuð)
2. Andlitsvatn/Toner
3. Djúphreinsun/andlitsskrúbbur
4. Maski
5. Andlitsvatn/Toner

Persónulega nota ég andlitsvatn/toner frekar mikið & hefur það auðvitað mismunandi áhrif eftir gerð. En svona yfirborðskennt þá hreinsar andlitsvatn afganga af til dæmis andlitshreinsinum, ásamt þvi þá er oftast raki í andlitsvötnum & eftir hreinsun þá er nauðsynlegt fyrir húðina að fá smá raka, þótt þú notir mjög mildan andlitshreinsi þá geta þeir þurrkað húðina. En mér finnst ég ekki geta haldið áfram í næstu skref nema vera búin að setja andlitsvatn á eftir hreinsunina, en það hjálpar líka eða leggur svona smá grunn fyrir komandi meðferð. En annars ef þu ert ekki að fara djúphreinsa húðina, né setja maska þá ætti andlitsvatn að vera síðasta skrefið í hreinsuninni, svo fylgja krem þar á eftir.

Eitt annað, það er mismunandi hvaða skref tekur við á eftir maskanum & fer það eftir hvernig maska þú varst að nota. Held að mikilvægast sé að muna að eftir hreinsimaska þarf húðin raka, hvort sem það sé djúsí gott rakakrem eða Rakamaski. Persónulega elska ég að sofa með rakamaska því ég tek svona dekur maska KVÖLD & því hentar það mér að skella góðum rakamaska á mig yfir nóttina. Annars ef þú ert að setja á þig hreinsimaska um morguninn eða fyrri part dags þá myndi ég mæla með góðu rakakremi á eftir & jafnvel svo um kvöldið að setja rakamaska, ef viðkomandi á rakamaska til.

EB776D9A-5A26-4E07-B9CC-6EC12F3ED13D

Eins & þið sjáið eru margir af mínum uppáhalds möskum frá Glamglow, en þeir hafa reynst mér ótrúlega vel!

Minn “go to” hreinsimaski er Glamglow Supermud. Hann er fáránlega vinsæll enda virkar hann vel! Mæli samt með ef þú ert að prufa hann í fyrsta skipti að setja áðeins á litið svæði (vangann/kjálkann) til þess að athuga hvort þú þolir maskann, hann er mjög kröftugur & virknin er mikil þannig ef þú ert mjög viðkvæm í húðinni þá gæti hann verið of virkur fyrir þig! En fyrir mig hentar hann fullkomnlega & ég passa að eiga hann alltaf til heima.
Getur kíkt á hann HÉR! Annars færðu Glamglow vörurnar í snyrtivörudeild Hagkaup, Apótekum, inná Fotia.is & beautybox.is

Næturmaskar: ég á tvo, samt eiginlega þrjá uppáhalds! Þeir eru Glamglow Dream Duo, Origins Drink Up & svo Glamglow Thirstymud Rakamaskinn, en hann er einnig minn uppáhalds Rakamaski!
Glamglow DreamDuo næturmaskinn er algjör draumur, ég sá mun á húðinni minni eftir aðeins eina nótt með hann á! Ég var að klára dollu númer þvö & ætla ég klárlega að fara næla mér í þriðju dolluna sem fyrst!
Til að kíkja á DreamDuo maskann ýttu HÉR !
Origins Drink Up er einnig næturmaski & hafa margir heyrt um & prófað hann. En ég reyni einmitt að eiga hann alltaf til, ég elska sérstaklega að taka hann með í ferðalög! Hann lyktar sjúklega vel & húðin verður fersk & endurnærð eftir nóttina! Origins vörurnar færðu í snyrtivörudeild Hagkaup, öllum helstu  Apótekum & einnig inná beautybox.is Til að Kíkja á Drink Up maskann ýttu HÉR !

Rakamaskinn Thyrstimud er í algjöru uppáhaldi! Hann er algjör bomba fyrir húðina & er hægt að nota hann á nokkrar vegur, til dæmis sem næturmaska, sem venjulegan rakamaska (sem er þá þvegin af eftir 10-20min), einnig hægt að nudda afganginn inní húðina eftir þessar 10-20mín með hann á & svo er hann tilvalinn sem flugmaski! En loftið í flugvélum er alltaf mjög þurrt og því tilvalið að skella á sig rakamaska fyrir flugið! Ég hef allavega notað maskann á alla þessa vegu & mæli ég klárlega með að þið sem eigið maskann prófið ykkur áfram, hann er algjört æði!
Til að Kíkja á maskann ýttu HÉR!

Síðast en allsekki síst eru það Hydro Cool Firming Eye Gels frá Skyn Iceland. Þetta er kannski ekki beint þessi típiski maski, en þetta er augnmaski eða svona “padsar/gel” sem þú setur undir augun & ég get alveg sagt ykkur það að þetta snar virkar! Allavega fyrir mig! Fyrir þreytt, bólgin & þrotin augu þá er þetta algjör snilld! Þvílíkt sem augnsvæðið verður endurnært & ferskt, maður verður eiginlega að prófa til þess að átta sig á hvað þetta er mikil snilld! Kíktu á vöruna HÉR! En Skyn Iceland vörurnar fást til dæmis inná nola.is & beautybox.is

En húðrútina getur verið mjög misjöfn hjá fólki, en mig langar að minna á það hversu mikilvægt er að hugsa vel um okkar stærsta líffæri! Við höfum aðeins eina húð & eitt tækifæri á að hugsa vel um hana, þannig nýtum það vel!

8DC10C79-84DC-48A6-81D1-AA7C2EFFD7AA

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s