Húðumhirðu- & Förðunarkvöldstund 19. Apríl <3

Húðumhirðu & Förðunar Kvöldstund

Ég hef lengi hugsað um að halda námskeið eða svona kvöldstund þar sem ég fer yfir allskonar tengt húðumhirðu & förðun!
Ég mun hjálpa ykkur að húðgreina ykkar húð & ráðleggja ykkur um framhaldið út frá húðgerð. Ég mun sýna ykkur allavega eina ef ekki tvær farðanir & segja ykkur frá mínum ráðum & uppáhalds vörum í leiðinni.

Þið getið spurt af öllu sem ykkur dettur í hug þessar 4 klukkustundir sem við verðum saman.

Námskeiðið verður haldið 19. apríl á Selfossi að þessu sinni, frá 17:00 – 21:00. Það verður veglegur gjafapoki fyrir þá sem koma, ásamt því ætla ég að útbúa glósur með nokkrum góðum punktum/ráðum frá mér. Verð á námskeiðinu er 10.000kr & mun innihald gjafapokans sennilega vera á svipuðu bili! 

Þetta verður ótrúlega skemmtileg kvöldstund & þar sem aðal málefnið verður húðumhirða & förðun!

Eins og mörg ykkar vita þá er ég lærður snyrti- & förðunarfræðingur. Þetta eru mín helstu áhugamál & fylgist ég vel með öllu tengt þessu!

Ég fæ reglulega spurningar þá aðallega útí húðumhirðu & hvort ég get hjálpað viðkomandi að koma húðrútínunni sinni í lag.
Hvað á ég að gera? Hvernig hreinsa ég húðina? Hvað er Toner? Hvenær nota ég djúphreinsi? & get ég held ég haldið endalaust áfram með þær spurningar sem eru algengar!

En á þessari kvöldstund ætla ég að fara í skref fyrir skref & sjá til þess að þú vitir hvernig þú getur hugsað vel um þína húð!
Húðin er okkar stærsta líffæri & því eins gott að hugsa vel um hana ❤

Það verður takmarkað pláss í boði & verður þetta fyrsta námskeið fámennt & persónulegt!

Eins & staðan er núna eru aðeins 2 laus pláss, þannig mæli með að skrá sig ef þig langar að koma! Ég mun svo taka niður á biðlista ef eitthver pláss skyldu losna ❤

Skráningar inná:
Iris_bh719@hotmail.com

&

Facebook Like síðunni minni:
irisbachmann.comm

Einnig hægt að senda mér skilaboð inná mínum samfelagsmiðlum!

8DC10C79-84DC-48A6-81D1-AA7C2EFFD7AA

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s