ERT ÞÚ MEРHÁRLOS?

Mig langar aðeins að tala um nokkrar hárvörur sem hafa verið að hjálpa mér ótrúlega mikið eftir meðgönguna. En eins og gerist hjá svo mörgum eftir meðgöngu þá fer hárlos að gera vart við sig og ég bókstaflega var að skipta um ham á höfðinu á tímabili! Auðvitað er þetta oft líka hormóna tengt og lagast eða minnkar með tímanum. En fyrst ég fann vörur sem hjálpa þá varð ég að deila þeim með ykkur! 

//Færslan er ekki kostuð//
Vörurnar fékk ég að gjöf
 
En ég ákvað að leita til hennar Fríðu á Regalo, regalo er hár heildverslun sem sér um til dæmis Moroccan Oil, Maria Nila og fleiri merki á Íslandi. En við ræddum saman um samstarf og leyst okkur báðum vel á þannig ég fór ekki tómhent heim! Vörurnar sem ég fjalla hér um fékk ég að gjöf, en það breytir skoðun minni ekkert á vörunum! Mér var bent á að prófa þessar vörur því þær eiga hjálpa að koma í veg fyrr hárlos og til dæmis minnka bólgur í hársverði. 
 
En vörurnar sem ég er að tala um er HEAL línan frá Maria Nila. Þessar vörur voru guðsgjöf fyrir mig og mitt hár! Ég er búin að nota maskann núna reglulega í allavega tvo mánuði og sjampóið & hárnæringuna í rúman mánuð! Ég veit að það spilar margt annað inní líka, eins og Sugarbear hár vítamínið og oft læknar tíminn líka eitthver sár. En ég finn alltaf meiri og meiri mun á hárlosinu hjá mér því lengur sem ég notast við Heal línuna. Einnig var ég alltaf ótrúlega aum í hársverðinum (var það líka útaf hreyfingarleysi á hárinu, ég sem sagt var alltaf bara með hárið upp í snúð og þar með varð það frekar aumt þegar ég ætlaði að breyta eitthvað til). En ég finn samt mun á hárlosi, viðkvæmum hársverði og líka flösu! 
 
En til þess að segja ykkur aðeins nánar frá Heal vörunum 👇🏼
 
HEAL sjampóið, maskinn & hárnæringin minnka bólgur í hársverði & hjálpa til að auka hárvöxt! Einnig vinnur það gegn og hindrar flösumyndun og önnur vandamál í hársverði! 
Vörurnar innihalda síðan E-vítamín, apigenin og peptíð sem örvar hársekkina svo hárvöxtur eykst! 
 

Sjampóinu er nuddað vel í hársvörðin og hárið, síðan hreinsað vel úr. (Mæli með að nota Heal maskann strax á eftir sjampóinu & enda svo á hárnæringunni) Hægt að nota daglega, en ég persónulega þvæ hárið mitt að meðaltali 3x í viku. Hentar konum, körlum, börnum, öllum hárgerðum og sérstaklega þeim sem eru aumir í hársverðinum, með flösu & hárlos! 

Maskinn er borinn í sjampó þvegið hár og látin vera í 5-10 mínútur. Hreinsa svo úr og endað á hárnæringu. Gott er að nota maskann 1-2x í viku, það má nota oftar ef þörf er á.
Hárnæringin er borin í rakt hárið, gott að láta liggja örlitla stund í hárinu og svo skolað úr. Má nota daglega og hentar öllum. Annars eins og ég sagði áðan þá þvæ ég hárið mitt að meðaltali 3x í viku! Að fyrstu notaði ég maskann alltaf líka en undanfarnar vikur hef ég verið að nota hann sirka 2x í viku. 
 
Ef þú vilt kynna þér þessar vörur betur þá getur þú kíkt inná síðu regalo.is HÉR & Sölustaði Maria Nila finnur þú HÉR

X
ÍRIS BACHMANN HARALDSDÓTTIR

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s