SÆTAR BARNAMYNDIR

BARNAMYNDIR

IMG_7478
 
Þegar ég var ólétt og með bullandi hreiðursgerð að undirbúa barnaherbergið fyrir Andrés Elí, aftur á móti erum við ekki komin með herbergi fyrir hann enn heldur meira svona “barnahorn” sem við gerðum tilbúið fyrir hann! En mig langaði ótrúlega mikið í eitthverjar sætar barna myndir fyrir ofan rúmið hans en mér brá eiginlega hversu dýrt eitt lítið blað/plakat var! Kannski ein lítil barnamynd hvort sem það var af eitthverju dýri eða eitthverju öðru þá var þetta alltaf í minnsta lagi 6 þúsund kr nánast. Auðvitað er hægt að finna eitthvað ódýrara og líka dýrara! En ég var ekki alveg að vilja eyða þessum pening í eina litla mynd, enda á sjúkradagpening á þessum tímapunkti!
 
En ég fann ótrúlega auðvelda lausn á þessu hjá mér! Ég fór að skoða á pinterest, instagram & google allskonar barnaherbergi, barnahorn, barnamyndir til þess að fá hugmyndir af hvað mér fannst flott, ég fann allskonar flottar myndir af dýrum sem mér leist vel á sem ég save-aði í tölvuna mína.
Svo var það ekki flóknara en það að ég tók mér blað og penna og byrjaði að teikna, ég notaði stundum eitthvað af save-uðu myndunum til þess að fá hugmyndir og hafði stundum mynd fyrir framan mig í smá stund, annars bara leyfði ég hugmyndafluginu að flakka og teiknaði heilan helling af myndum!
 
Mömmu leyst svo vel á mig, enda mun ódýrara að teikna sjálfur sæta mynd! Að hún fór með allar myndirnar mínar og lét afrita þær og plasta. En hún þekkir karl á Selfossi sem sér um nafnspjöld og allskonar svoleiðis þannig hún fékk hann til þess að græja þetta fyrir okkur.
En myndirnar komu ótrúlega vel út og eru þær á veggnum fyrir ofan barnarúmið hans Andrésar & ein fyrir ofan skiptiborðið hans!
 
Margir hafa spurt mig sem koma í heimsókn hvar ég hafi keypt myndirnar og er ég alltaf jafn stollt að segjast hafa teiknað þær sjálf!

Ég á svo fleiri myndir sem ég tók ekki mynd af og mun kannski deila með ykkur síðar. En ég mæli með að prófa teikna bara sjálf mynd ef þig langar í eitthvað sætt inní barnaherbergið. 

X

ÍRIS BACHMANN HARALDSDÓTTIR

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s