SAMGLEÐJUMST <3

GETUR ÞÚ SAMGLEÐST ?

 
Mér finnst yndislegt hversu margir eru að eltast við draumana sína í dag og framkvæma hugmyndir sem þeim hefur lengi langað að gera! Margir með sína eigin snyrtivörur, fatalínu, íþróttalínur og allskonar. Það er eitthvern vegin allt miklu meira opið í dag en það var sem er æðislegt! Æðislegt að fólk geti í alvörunni framkvæmt draumana sína! 
 

En það sem mér finnst örlítið vanta hjá okkur í þessu samfélagi er að geta samgleðst! Þótt jú mér finnist alltaf viss kjarni af fólki sem stendur alltaf með manni og svo er auðvitað alltaf eitthver sem hreinlega getur ekki samgleðst öðrum og vill helst vera ofar og betri en allir.

 

Nú er ég allsekki að tala um eitthvern ákveðinn aðila heldur hefur þetta bara almennt verið í hugsun hjá mér. 

 

En það sem ég er að meina að það er alltaf þessi blessaða afbrýðisemi, ég finn alveg fyrir henni hjá mér sjálfri af og til og þótt ég reyni eins og ég get að stiðja við allt og alla og koma vel fram þá kemur alltaf inn á milli þessi tilfinning, maður fer að brjóta sig niður og bera sig saman við aðra og oft er það eitthver sem er svo ólíkur manni! Ég skil ekki afhverju þessi tilfinning kemur upp? Ég veit ég er ekki ein, ég veit til dæmis að mörgum stelpum/konum ábyggilega líka strákum/körlum líður svona. 
Oft að bera sig til dæmis við bestu vinkonu/vin sinn og finnast alltaf allir aðrir ofboðslega fallegir og fullkomnir en svo þegar það kemur að sér sjálfum þá er allt ómögulegt? 
AFHVERJU komum við svona fram við sjálfan okkur? Aldrei, eða flestir myndu aldrei koma svona fram við aðra! 
 
Það að eitthver sé að eltast við sýna drauma, gera eitthvað sem viðkomandi hefur langað lengi eða bara hvað sem það er, þá er svo oft eitthver sem þarf að hafa skoðun á því hvað þetta er glatað sem manneskjan er að gera, þetta er ekki nógu gott hjá henni/honum, þetta er ótrúlega ljótt, afhverju talar viðkomandi um þetta svona? 
 
Mér finnst við öll geta bætt okkur og æft okkur að samgleðjast öðrum, sama hverju það tengist! 
Hættum að bera okkur saman, við erum öll öðruvísi & okkur var ætlað að vera öðruvísi! Öll erum við með eitthverja drauma sem okkur langar að fylgja eftir, sumir ná því aðrir ekki! En þrátt fyrir að ná því ekki gerir það þig ekki að verri manneskju, en reyndu samt að samgleðjast þeim sem ná að fylgja sínum draumum! 
 
Sjálf finn ég stundum fyrir svona neikvæðri orku þegar mér gengur vel í lífinu, sem er glatað & á ekki að þurfa vera þannig! Ég meina afhverju ætti eitthver að gleðjast þegar manni gengur illa? Afhverju ekki að gleðjast þegar manni gengur vel!? 
 
Hættum að bera okkur saman, hættum að leyfa neikvæðu hugsunum okkar að ná stjórn og detta í eitthverja afbrýðisemi! 
 
ÖLL erum við fullkomin eins og við erum, enda getum við ekki verið neinn annar, sama hvað við reynum! 
IMG_8250

Verum góð við hvort annað & hvetjum hvort annað áfram 💖

KNÚS
 
ÍRIS BACHMANN HARALDSDÓTTIR

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s