LOUIS VUITTON VS LINDEX

LOUIS VUITTON VS LINDEX

//færslan er ekki kostuð//

Okei það hefur lengi verið löngun, ætla segja löngun í stað “draumur” því mig jú langar í þennan tiltekna hlut! En eins og margir taka eftir í dag er orðin svakaleg tíska að eiga merkjavörur & margir komnir með fylgihluti frá Gucci, Louis Vuitton, PRADA, YSL & margt fleira! Auðvitað getur maður safnað fyrir svona dýrum hlutum ef það er það sem manni langar, ég til dæmis á eitthverja merkjavöru hluti en finnst líka svo gaman að skoða mig vel um & finna svipaða vöru sem kostar mun mun mun minna!

En þá kemur þessi liður minn til sögunnar, ég hef gert nokkrar svona blogg færslur áður & hafa þær fengið ótrúlega góð viðbrögð! Ég hef því ákveðið að reyna koma reglulega með svona færslur, kannski mánaðarlega eða svo, hugsa það fari svolítið eftir því hvað ég rekst á að hverju sinni!

En varan sem ég hef haft augun á, eins og svo margir er Louis Vuitton veski, það er ótrúlega fallegt & kostar auðvitað hálfan handlegg ef ekki meira! Ég reyni að vera með puttan á púlsinum og fylgjast með tískunni & trendum sem koma & fara, en svo auðvitað erum við jafn misjöfn og við erum mörg! Ég elska þá sem ná að standa útúr & þora að vera öðruvisi, sleppa því að elta strauminn! Svo lengi sem þú fylgir þér og þínum stíl þá finnst mér þú TÖFF!

En ég rakst á fyrir eitthverju smá síðan RAUTT LV veski & finnst mér það ótrúlega flott & er það klárlega RAUÐI liturinn sem æpir svolítið á mig! Nýlega er ég farin að elska lituð veski & veski sem eru frekar áberandi, það gerir eitthvað svo mikið fyrir “outfit-ið” að mér finnst!

En eins & svo margir þá hef ég ekki efni á Louis Vuitton veski akkurat núna & það myndi alltaf taka mig dágóðan tíma að safna mér fyrir einu stykki. En ég tel mig hafa fundið góða lausn á þessu máli & fann ég annað veski sem er í svipuðum stíl, einnig RAUTT á litinn & ótrúlega fallegt! Veskið er á MJÖG góðu verði & verði sem margir ráða frekar við heldur en þegar er verið að tala um kaup á Louis Vuitton veski. En þetta fallega RAUÐA veski fann ég í LINDEX & ég veit ég yrði mun fljótari að safna mér fyrir því heldur en LV veskinu, en útkoman yrði sú sama, allavega finnst mér það!

Ætla leyfa myndum af veskjunum að fylgja með!

<— Lindex | Louis Vuitton —>

Endilega kíktu við í verslun Lindex til að skoða veskið! En þú getur einnig kíkt inná lindex.is HÉR! 

En ég get sko sagt ykkur það að það er SJÚKLEGA flott! Allavega leyst mér ansi vel á það þegar ég kíkti í Lindex í gær ❤️

8DC10C79-84DC-48A6-81D1-AA7C2EFFD7AA

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s