ASOS – ON ITS WAY

ASOS ON ITS WAY

Í nokkrar vikur er ég búin að vera með ákveðinn jakka í huganum, ég fann hann hvergi útí New York, allavega sá ég engann sem var svona svipaður því sem ég var að leita eftir. En ég fann auðvitað einn sjúklega fallegan inná asos.com og þegar það stendur “low in stock” á vörunni þá fer mín í stress kast og hendir henni í körfuna og ýtir á check out. Ég náði samt að skella tveimur öðrum flíkum með sem eiga einnig eftir að koma sér vel í haust!

______

Fyrst er það blazer jakkinn sem ég er sjúklega skotin í! Þetta köflótta munstur er klárlega í tísku núna og sérstaklega fyrir haustið! Mig langaði ótrúlega fyrst í svona meiri kápu en rakst svo á þennan og fannst hann svo sjúklega sætur að ég var ekki lengi að hugsa mig um og skellti honum í körfuna 😍
Ég elska allt Oversized og tók stærð US 12 sem er sirka EUR 44 held ég en vonandi mun hann bara passa fínt!

Jakkann getur þú skoðað HÉR

IMG_0656

IMG_0659

______

Síðan er það þessi klassíski hvíti síðerma bolur, eins og nafnið segir þá er hann Oversized, ég hef áður keypt mér svona Oversized hvítan bol frá asos, reyndar ekki nákvæmlega þennan en rakst á þennan og þessi er ódýrari en hinn sem ég keypti þannig ákvað að prófa þennan. Annars hefur hinn reynst mér ótrúlega vel og hefur verið mikið notaður yfir til dæmis blúndu kjóla!

Bolinn getur þú skoðað HÉR

IMG_0657IMG_0661

______

Halló dúllu vettlingar, ég elska allt svona “förrí” og fannst þessir einstaklega sætir þegar ég rakst á þá. Þeir eru aftur á móti með puttana opna sem sagt ekki heilir vettlingar, en eins og ég sagði það er ekki erfitt að selja mér eitthvað svona krúttlegt og “förrí”

Vettlingana getur þú skoðað HÉR

IMG_0658IMG_0662

______

Nú bíð ég bara spennt eftir að sendingin skili sér til mín & ég mun klárlega sýna ykkur og segja frá á snapchat 👻irisbachmann

X

ÍRIS BACHMANN HARALDSDÓTTIR

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s