SEPHORA WISHLIST

SEPHORA WISHLIST

Mér finnst alltaf ótrúlega gaman og sniðugt að fara yfir hvaða vörur heilla mig og hvað mig langar að skoða nánar og auðvitað er Sephora oft fyrir valinu því sú verslun er eins og nammiland fyrir mig og marga aðra! 
En ástæða afhverju ég valdi að gera þetta núna er sú að ég er að fara til New York núna í september og mun auðvitað taka góðan hring i Sephora ef ég þekki mig rétt. 
En nauðsynlegt að taka það fram að þetta er ÓSKALISTI yfir það sem mér finnst spennandi og langar að prufa, ég mun aldrei kaupa mér allt þetta úti, en mér finnst bara gott að vera með eitthverjar ákveðnar vörur í huga þegar ég veit ég á leið í Sephora og vel síðan og hafna eftir hvað heillar mig mest & hvað er til.
Þannig ef leið þín liggur í Sephora í Bandaríkjunum þá er alltaf gaman að sjá óskalista hjá öðrum og svona hvað aðrir eru að skoða.


TATCHA LUMINOUS DEWY SKIN MIST

TATCHA skin mist

Þetta andlitssprey hefur mig lengi langað í en eitthvern vegin aldrei látið verða af því að kaupa það. Að mínu mati er það svona í dýrari kantinum, en ég er búin að heyra svo ótrúlega góða hluti um spreyið þannig þetta situr fast á mínum óskalista og vonandi fer ég nú bara að splæsa í eitt stk. 
Spreyið er rakagefandi og gefur fallegan silki ljóma, hægt að nota á hreint andlit en líka yfir farða hvenær sem er yfir daginn til þess að gefa smá boozt og raka!

MARC JACOBS BEAUTY – UNDER(COVER) PERFECTING COCONUT FACE PRIMER

MARC JACOBS PRIMERÉg elska allt með kókos í, lyktin af þeim vörum er bara einfaldlega betri en af öðrum snyrtivörum. En þessi primer einmitt heillaði mig mikið því hann inniheldur kókos. Hann er rakagefandi og hentar sérlega vel fyrir normal & þurra húð. Hann gefur silki mjúka áferð og veitir raka. Primer er notaður undir farða til þess að lengja endingu hans og gefa fallegri áferð. 
Þessi primer inniheldur 5 mismunandi kókoshnetur til þess að veita húðinni sem mesta næringu og raka.

KOPARI COCONUT BODY MILK

Kopari cocnut body milk

Mig hefur frekar lengi langaði að prófa eitthverjar vörur frá KOPARI merkinu & heilla þær mig mjög mikið. En vörurnar eru allar unnar úr kókoshnetu og já er það svona grunnurinn hjá þeim. Mig langar mikið að næla mér í líkamsmjólkina, en ég hef í ég veit ekki hvað mörg ár notað kókos líkamsmjólkina frá The Body Shop og eg elska hana, þannig mér datt svona í hug að ég myndi pottþett líka vel við þessa. Hef allavega bara heyrt góða hluti um þessar vörur. Þessi vara á að veita góðan raka, hjálpar að koma í veg fyrir öldrun húðar og gefur húðinni svona “dewy glow”

KIEHL´S ULTRA FACIAL OVERNIGHT HYDRATING MASQUE

kiehls overnight mask

Ég er held ég búin að vera nota Kiehls vörur núna í sirka 2 ár og þetta eru með bestu skin care vörum sem ég hef prófað. Ég átti ultra facial kremið lengi og keypti ég mér það nokkrum sinnum, en hef síðan mikið prófað mig áfram og keypt mér önnur krem frá kiehls. En þetta er sem sagt raka næturmaski og ég bókstaflega ELSKA næturmaska, það er eitthvað svo auðvelt og þæginlegt að nota þá, maður “vippar” þeim bara á sig fyrir svefninn og þarf ekkert að pæla í því meir! Þessi maski hentar öllum húðgerðum og veitir mikinn raka, maskinn hjálpar einnig húðinni að halda í raka til lengri tíma. 
Ef þú hefur ekki prófað neina vöru frá KIEHL´S þá mæli ég hiklaust með því að þú prófir þig áfram með þessar vörur, ég er búin að finna ótrúlegan mun á minni húð eftir að ég byrjaði að nota þessar vörur.

FIRST AID BEAUTY – HELLO FAB VITAL GREENS FACE MIST

FAB face mist

Í fyrsta lagi þá eru FAB vörurnar æðislegar! En þessi nýja lína frá þeim er að heilla mig mjög mikið, ég hef prófað koffín wakeup wipes frá þeim og ég elska þær! En þetta sprey hentar öllum húðgerðum og það hefur kælandi, stinnandi og nærandi eiginleika ásamt því að setja farðann. Þú getur því notað þetta á hreina húðina eða til þess að setja farðann. Ég er mikið spennt að prófa þetta sprey og mun hiklaust næla mér fljótlega í það, ef ekki í New York þá er það allavega til hér á Íslandi inná fotia.is.

FIRST AID BEAUTY – HELLO FAB COCONUT SKIN SMOOTHIE PRIMING MOISTURIZER

FAB primer

Já ég er með eitthvað kókós æði! 
En þessi primer er vara sem mig langar mikið að prófa,
hann fæst aftur á móti í Fotia hér á Íslandi, en ég hef lengi verið á leiðinni að kaupa mér hann en aldrei látið verða að því! Hann hentar öllum húðgerðum og er olíu laus, sem eflaust heillar marga. En primerinn fyllir uppí opnar húðholur og jafnar því áferð húðar ásamt því að vera rakagefandi og veita fallegan ljóma.

BOSCIA SAKE BRIGHT WHITE MASK

Boscia sake white mask

Þetta er peel-off maski sem mér finnst mjög hentugt því mér finnst eitthvað svo leiðinlegt við það að þurfa hreinsa maskann af með volgum þvottapoka. En þessi maski hentar öllum húðgerðum en hann vinnur á að koma í veg fyrir fínar línur og því myndi ég ekki mæla með honum fyrir yngri en 25 ára. En auðvitað er það misjafnt eftir húð, en svona sirka viðmið myndi ég segja vera 25 ára. Maskinn birtir og jafnar húðlit ásamt því að veita raka! Finnst ansi líklegt að þessi fái að koma með mér heim frá New York!

BOSCIA TSUBAKI SWIRL TWO-PART GEL & CREAM DEEP HYDRATION MOISTURIZER

boscia swirl gel cream

Þetta er bókstaflega rakaBOMBA fyrir húðina og er tvískipt, sem sagt gel og krem og veitir því húðinni ótrúlegan raka en er samt frekar létt áferð og skilur húðina ekki eftir alveg út þakta í kremi. Húðin á að vera ótrúlega fljót að draga kremið í sig og skilur því húðina eftir ljómandi og vel nærða. Þetta er hvítt krem og bleikt gel sem á að gera húðina jafn mjúka og barnsrass!

BOSCIA TSUBAKI DEEP HYDRATION SLEEPING MASK

boscia sleeping mask

Eins og nafnið segir þá er þetta næturmaski sem veitir raka og hjálpar að vinna á til dæmis fínum línum og fyrstu merkjum öldrunar. Þennan maska myndi ég ekki byrja nota fyrr en allavega yfir 20 ára. En maskinn hjálpar til að halda í þessa unglegu lítalausu húð sem flestir sækjast eftir að hafa eða halda í sem lengst. 
Þú vaknar með endurnærða og vel mjúka húð eftir nótt með þessum maska!

BOSCIA LUMINIZING BLACK MASK

boscia black mask.jpg

Okei vá ég er augljóstlega eitthvað mikið spennt fyrir Boscia vörunum! En þetta er peel-off maski sem er hreinsandi og hentar því vel húð sem er gjörn á að fá bólur! Maskinn hreinsar uppúr húðholum, hefur stinnandi áhrif og minnkar því húðholurnar líka. Maskinn hreinsar óhreinindi vel og á að sjást sjáanlegur munur bara nánast strax! Ég myndi mæla með fyrir alla að eiga einn góðan hreinsimaska í hillunni sinni, en ég hef ekki prófað þennan bara eins og með allar vörurnar á þessum lista en ég mun klárlega kaupa mér eitthvað af þessum vörum útí New York og mun segja ykkur frá minni upplifun af þeim.

BECCA FIRST LIGHT FILTER FACE PRIMER

becca primer

Þessi primer á að vera svona “wake up call for the skin”, sem sagt vekur húðina upp og auðvitað eins og flestir vita er primer notaður undir farða/makeup. Þessi primer jafnar húðlitin og gefur því fallega áferð og húðin verður vel nærð og frískleg! Primerinn er fjólublá-tóna en hann verður “glær” leið og hann fer á húðina en það á að vera strax sjáanlegur munur á húðinni, húðin á að vera jafnari, “fylltari” og frísklegri.

GLAMGLOW BUBBLESHEET OXYGENATING DEEP CLEANSE MASK

bubble mask glamglow

Þessi er svo spennandi! Þetta ert svona bubblu maski og byrjar hann að freiða þegar hann er settur á. En þessi maski er “gríma” sem er sett yfir andlitið. 
Maskinn er hreinsandi og á að fjarlægja öll óhreinindi af húðinni!
En þessi maski er ætlaður að vera á húðinni bara í 3 mínútur og síðan fjarlægður, en það á að nudda afgangnum vel á andlitið til þess að fá meiri virkni útúr maskanum og er svo afgangurinn hreinsaður af með þvottapoka. En þau mæla samt með að nota “charcoal-infused cloth” til þess að hreinsa andlitið eftir á og fá þá extra virkni útúr maskanum.

ANASTASIA BEVERLY HILLS SUBCULTURE EYE SHADOW PALETTE

anastasia palletta

Þessi er svo sannarlega búin að vera mikið umrædd í snyrtivöru bransanum, en pallettan sjálf er ótrúlega falleg að mínu mati allavega! Þessir litir heilla mig þvílíkt! En ég hef heyrt að augnskuggarnir blandist allsekki vel og að það sé einfaldlega bara erfitt að vinna með þá. Anastasia er vön að koma með aðeins það besta fyrir viðskiptavini sína og er þessi palletta búin að vera mjög umrædd því hún á víst að vera mjög púðurkennd og eins og ég tók fram áðan þá hef ég séð og heyrt marga tala um það hvað litirnir blandast bara ekki! 
En útaf þessu þá langar mig mjög mikið að prófa hana sjálf, því litirnir eru ótrúlega fallegir!

GLOW RECIPE – WATERMELON GLOW SLEEPING MASK

Glow Recipe Watermelon Glow Sleeping Mask

Næturmaski sem inniheldur vatnsmelónu og hýalúróniksýru, hann hentar öllum húðgerðum og er olíu laus. Maskinn er rakagefandi, mýkjandi og gefur ljóma. Einnig inniheldur maskinn AHA sýrur og því þarf að passa sig að hlusta á sína húð og nota ekki maskann of oft ef þú finnur fyrir viðkvæmni, en annars þá vinna AHA sýrur á yfirborði húðar og eru mjög góðar við til dæmis þurrki, litabreytingum í húð og sólarskemmdum. Einnig hjálpa AHA sýrur húðinni að binda betur raka! Nauðsynlegt er að nota sólarvörn ef það er notað sýrur, því húðin er mun viðkvæmari heldur en venjulega og auðvelt að brenna eða verða viðkvæmur fyrir utanaðkomandi áreiti.

Þetta eru þær vörur sem ég er með í huganum núna og langar mikið að prófa, endilega kommentið, sendið mér á snapchat /irisbachmann eða instagram @irisbachmann hvað ykkur finnst ef þið hafið prófað eitthverjar af vörunum. En mér finnst svo ótrúlega gaman að fá inspo frá öðrum með snyrtivörur og allt bara, þannig kannski fær eitthver skemmtilega hugdettu með þessum vörum ❤

X

ÍRIS BACHMANN HARALDSDÓTTIR

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s