Brjóstagjöf eða pelabarn?

Enn í dag finn ég fyrir einstaka “fordómum” yfir því að barnið mitt sé og hafi alltaf einungis verið á pela.
Mig langar til þess að tala aðeins um þetta því í fyrsta lagi langar mig bara að létta aðeins á mér og koma skoðun minni á framfæri og líka á þessi umræða allsekki að vera eitthvað feimnismál, og í öðru lagi þá er 2017 og þú átt ekki að finna fyrir því að fólk dæmi þig fyrir að vera með pelabarn, líka fólk veit ekkert, það veit ekkert afhverju barnið er bara á pela og kemur því heldur ekkert við! En ástæðan á svo sem ekki að skipta máli heldur er þetta ákvörðun hja okkur mæðrum sem við tökum á eitthverjum tímapunkti & eigum ekki skilið að fá “skammir” eða eitthverja ræðu um það hvað sé best fyrir barnið okkar! Ég veit að flestar ef ekki allar mæður eru alltaf með hag barnsins fremst í huga!
En Andrés minn átti strax erfitt með að ná tökum á brjóstagjöfinni og reyndum við því að nota Mexíkana hatt til þess að byrja með en eitthvern vegin þá var það allsekki að ganga heldur. Ég mjólkaði mjög lítið og náði aldrei að koma almennilegu flæði í mjólkina hjá mér. Ég var alltaf stressuð fyrir þessu og held ég að stressið hafi klárlega verið ein af ástæðunum afhverju ég mjólkaði svona illa. En ég reyndi allt og ljósmæður voru án djóks sjálfar á fullu að reyna “mjólka” mig til þess að örva en aldrei gekk þetta nógu vel!
Andrés Elí var bókstaflega grátandi allan sólarhringinn fyrstu vikurnar og þegar ég hugsa til baka þá var hann pottþétt að gràta úr hungri & af verkjum því hann virtist ekki þola þessa litlu brjóstamjólk sem hann fékk. En hann fékk aldrei nóg út úr brjóstagjöfinni og það var ekki fyrr en hann fór í 3vikna skoðun að það kemur í ljós að grey barnið var búinn að léttast aftur niður í fæðingarþyngd! Þá loksins var farið að tala um ábót handa honum. Tengda pabbi fór beinustu leið útí búð og keypti bókstaflega allar tegundir af þurrmjólk sem var til og byrjuðum við að prófa okkur áfram en það virtist ekki skipta máli hvaða tegund hann fékk, hann var sárkvalinn eftir hverja gjöf og líka eftir brjóstagjöfina reyndar. En ég reyndi aðeins lengur við brjóstagjöfina en mjólkin varð bara minni og minni og þegar Andrés var orðinn 1 mánaða & andlega heilsan mín var svo langt niðri að ég þekkti mig varla lengur þá var kominn tími að segja stopp! Enda brjóstamjólkin nánast horfin útaf svefnleysi, stressi og engri matarlyst!
Við prufuðum svo ofnæmismjólk sem kærastinn minn var á þegar hann var lítill og eftir viku aðeins á henni var Andrés strax skárri þannig við fórum til ofnæmislæknis og létum hana kíkja á Andrés og var hún sammála okkur um að hafa Andrés eingöngu á Nutramigen ofnæmismjólkinni allavega fyrsta árið!
En þótt hann hafi aldrei sofið vel eða mikið þá grét hann ekki lengur allan sólarhringinn og hægt og rólega fór hann að þyngjast aftur.
En allt þetta reyndi mikið á mömmuna og var ég farin að brjóta mig niður og efast um mig því svo margir pressuðu stanslaust á þessa blessuðu brjóstagjöf! En leið og ég tók þessa ákvörðun og setti hann eingöngu á pela þá fór öllum að líða betur!
Er ekki annars sagt happy mom, happy baby? & það passar bara 100%!
Þú átt að fylgja þínu hjarta og ekki láta eitthverja aðra segja þér til hvað er best fyrir þig & þitt barn? Auðvitað hægt að þyggja ráð & fá góð ráð frá mörgum en ÞÚ veist manna best hvað hentar þér & þínu barni! Ég er mikið þakklát fyrir fjölskyldu og tengdafjölskyldu sem stóðu við bakið á okkur eins og klettur í gegnum allt og gera enn & vill ég taka það fram að aldrei fékk ég neina pressu frá þeim í sambandi við brjóstagjöfina!
En það er bara magnað hversu mikið ókunnugt fólk getur skipt sér af eitthverju sem það veit ekkert um, oft er kannski bara betra að sitja á skoðunum sínum. Án þess að ég meini það eitthvað illa!
En ég hef fengið ýmist svipi, komment eins og t.d “öss hvað er hún að gefa ungabarni pela? & svona lítið barn á bara að vera á brjósti!” þetta hefur bókstaflega verið sagt við mig bara í smáralindinni og hef ég fengið allskonar svona frá alveg bláókunnugu fólki!
Mín skoðun er sú að vera pelabarn er ekkert verra en að vera brjóstabarn! Enda eru barnavörur í dag eins og til dæmis þurrmjólk mjög vandaðar vörur & það er enginn að fara segja mér það að pelabarn sé að fara standa sig eitthvað verr en brjóstabarn í framtíðinni ❤️
Ekki dæma þegar þú sérð ungabarn drekka úr pela, ekki dæma þegar þú sérð mömmu vera gefa brjóst á almannafæri, ekki dæma þegar þú sérð uppgefna mömmu æsa sig örlítið út í búð við barnið sitt, bara EKKI dæma!
Allar/allir sem mæður/feður eru við að gera okkar besta ❤️
Þetta hefur verið í dálítinn tíma í hugsun hjá mér & ákvað ég að skella mínum hugsunum niður. Hver veit kannski hjálpar þetta eitthverjum að taka ákvörðun ef brjóstagjöf gengur illa, en mig langaði allavega að koma þessu frá mér!
RISA KNÚS Á PELABÖRN, BRJÓSTABÖRN, ÖLL BÖRN & FORELDRANA SEM ERU ALGJÖRLEGA AÐ GERA SITT ALLRA BESTA!
X
ÍRIS BACHMANN HARALDSDÓTTIR
snapchat 👻irisbachmann
Like this:
Like Loading...
Kæra Íris, ég get svo mikið tekið undir þetta sem þú ert búin að upplifa gagnvart öllu því ” góða ” fólki sem vill leiðbeina og hjálpa varðandi uppeldi barnsins þíns. Ég er 62 ára og mitt fyrsta barn af fjórum endaði með að fá pela og meira að segja kúamjólkurbland eftir að hafa ælt ítrekað móðurmjólkinni, þurrmjólkinni og grátið næstum allan sólahringinn. Þetta ástand byrjaði strax á spítalanum og hélt síðan áfram eftir að ég kom heim. Geirvartan var orðin að fl akandi sári og barnið var með píp andi niðurgang að auki. Svona gékk þetta um tíma, barnið fór í rannsókn og ekkert kom í ljós sem gat útskýrt þetta. Ljósmæður og aðrir sérfræðingar kvöttu mig og töngluðust á að barnið hlyti að þola brjóstamjólkina annað kæmi ekki til greina. Ég hafði á tilfinningunni að ég væri ómöguleg móðir.
Þetta endaði svo með því að ég gaf henni blöndu af kúamjólk og hún hélt henni niðri eftir ýmsar tilraunir með þurrmjólkina. Við erum öll misjöfn og eins og þú sagðir viljum við mæðurnar börnum okkar það besta en það er ömurlegt að þurfa að hafa samviskubit þegar fólk og jafnvel hámenntaðar ljósmæður eru það þröngsýnar að þær geta ekki horft út fyrir ramman og allra síst viðurkennt að stundum er erfitt og óhjákvæmilegt að hafa barnið sitt á brjósti .
Kæra Íris, þetta var góð og þörf grein hjá þér og haltu bara áfram að finna sjálf út hvað hentar þínu barni best.
LikeLike
💕
LikeLike