SIGLÓ HÓTEL

SIGLÓ HÓTEL

IMG_7760

//Færslan er ekki kostuð//
 
Í sumar bauð kærastinn minn mér óvænt í óvissuferð. Við vorum fyrir norðan hjá tengdó og planið var að kannski fá að fara tvö ein út að borða á smá date, en Magnús segir mér svo að ég þyrfti að vera tilbúin að fara af stað um hádegi! Ég vissi lítið hvað væri í gangi nema fékk eitthver skilyrði um klæðnað og hvað ég þyrfti að taka með mér. Hann byrjaði á að bjóða mér í bjórböðin sem eru rétt hjá Dalvík & var það ótrúlega skemmtilegt og mun ég segja ykkur frá því í sér færslu. Við fórum á Akureyri niður í bæ þar á kaffihús og röltum aðeins um, ótrúlega kósý & var ég alveg viss um að við myndum svo borða kvöldmat þar, en við keyrum svo til baka! Ég vissi lítið hvað Magnús væri að brasa en hann spyr mig svo hvar ég vilji borða og ég var svona smá óviss, ég get aldrei valið mat, ég fæ mesta valkvíða í heimi haha. En það sem er í boði á Siglufirði er allt mjög gott þannig ég leyfði Magnúsi að ráða. Hann kemur með þá hugmynd að fá allavega að kíkja á matseðilinn á Sigló Hótel því við höfðum aldrei borðað þar áður og var ég mikið til í það! Við skoðuðum matseðilinn en Magnús segist þurfa skreppa aðeins að spurja útí eitthvað & kemur svo til baka með hótel herbergis lykil! Ég var ótrúlega spennt því mig hefur lengi langað að gista á þessu hóteli! Það er allt svo fallegt þarna & ótrúlega notalegt. Við ákváðum þá að panta okkur borð og fórum uppá herbergi til að hafa okkur aðeins til fyrir kvöldið.
 
En maturinn sem við fengum sko VÁ! Við pöntuðum okkur nautasteik og ég hef held ég sjaldan smakkað jafn góða steik! Þjónustan var ótrúlega góð og var hugsað vel um okkur! Við enduðum svo kvöldið á að skella okkur í heita pottinn sem er fyrir utan hótelið með útsýni yfir sjóinn! Þetta sólarhrings date okkar var fullkomið!
 
Þannig ef þú villt ótrúlega flott & fallegt hótel, góðan mat, flotta þjónustu & mikil kósýheit þá mæli ég mikið með því að stoppa við á Sigló Hótel! Ég mun klárlega plata Magnús til þess að fara og gista þarna aftur eitthvern tíman 💕
IMG_7612
X
ÍRIS BACHMANN HARALDSDÓTTIR

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s