HAGKAUP SNYRTIVARA // TAX FREE 15-19 NÓV 2018
í tilefni þess að það sé tax free helgi núna í öllum verslunum Hagkaups þá langar mig til þess að deila með ykkur nokkrum vörum sem ég hef verið að elska undanfarið! 👇🏼
Sensai Flawless Satin Foundation
Ótrúlega fallegur farði sem veitir húðinni raka, gefur miðlungs þekju & náttúrulegan ljóma. Farðinn er með satín áferð & því ótrúlega mjúkur. Hann inniheldur SPF 20, sem sagt sólarvörn 20!
Artdeco all in one panoramic mascara
Eins og nafnið gefur til kynna þá er þessi maskari að veita augnhárunum allt sem við leitumst eftir í maskara, til dæmis lengir, þykkir & greiðir vel úr augnhárunum ásamt því að gefa þeim fyllingu! Þessi maskari hefur verið einn af mínum uppáhalds í nokkur ár!
Gosh Augnskugga palletta
9 augnskuggar – 006 To Rock Down Under
Þessi fallega augnskugga palletta hefur algjörlega heillað mig uppúr skónum! En þetta eru 9 augnskuggar sem eru allir heittóna, svo sem brúnir, appelsínugulir, rauðtóna & eru bæði mattir & sanseraðir augnskuggar sem gerir manni auðvelt með að gera hvaða förðun sem er úr þessum 9 augnskuggum.
Augnskuggarnir eru ótrúlega litsterkir & auðvelt að vinna með þá & blanda þeim!
Maybelline Lash Sensational Boosting eyelash serum
Augnhára serum sem styrkir, lengir & þéttir þín augnhár! Ég hef mikið verið að prufa mig áfram með Augnhára serum og hefur þetta frá maybelline farið framúr mínum björtustu vonum. Ég sá strax mun á mínum augnhárum eftir viku notkun, en serumið er borið á augnhárin bæði kvölds & morgna!
Maybelline AGE rewind brightener
Hyljari sem ætti að vera til í öllum snyrtitöskum! Ég var svo glöð þegar þessi kom í sölu til Íslands, en þessi bleiktóna hyljari er fullkominn undir augum & hjálpar til að fela dökka bauga & fínar línur! Hyljarinn birtir upp þreytt augnsvæðið, sem hentar mér fullkomnlega!
Becca Hydra Mist & refresh setting powder
Þetta púður hefur svo sannarlega verið á vörum margra en ég skil 100% afhverju! Þetta púður virkar eins og venjulegt setting púður þegar þú sérð það en við viðkomu er það eins og það sé blautt & kalt! Það er ótrúlega notalegt að nota það undir augun á morgnanna, það hjálpar mér svo sannarlega að vakna! Frískandi & kælandi áhrif, þú verður hreinlega að prufa það til þess að skilja!
Glamglow glowsetter
Eitt af mínum uppáhalds setting spreyjum er Glowsetter frá Glamglow. Í fyrsta lagi þá hjálpar það förðuninni að endast mun betur & lengur, í öðrulagi lyktar það unaðslega & í þriðja lagi er úðinn svo fíngerður & notalegur að ég á erfitt með mig að hætta spreyja þegar ég byrja!
Biotherm Biosource 24H Hydrating & Tomifying Toner
Andlitsvatn er klárlega skref sem ég myndi aldrei sleppa í húðhreinsun! En það tekur afganga af andlitshreinsinum ásamt því að veita raka, gera húðina meðtækilegri fyrir komandi meðferð, til dæmis kremum! Þetta Andlitsvatn / Toner verndar einnig húðina fyrir utanaðkomandi áreiti svo sem mengun & hjálpar húðinni að halda í sinn nàttúrulega ljóma & skilur húðina eftir ferska & hreina.
Calvin Klein Women ilmvatn
Ferskur kvenlegur Ilmur sem hefur verið ótrúlega vinsæll síðan hann kom í sölu, en þetta er nýjasti ilmurinn frá Calvin Klein! Persónulega finnst mér ilmvatnið mjög ferskt, smá blóma keimur & mjög kvenleg lykt! Ég hef notað sama ilmvatn frá því ég var 15-16 ára þannig ég var mjög glöð að finna annan ilm sem ég fýla! Hef notað þennan nánast daglega síðan ég eignaðist hann.
Ps. Ekki skemmir það hversu ótrúlega fallegt ilmvatnsglasið er!
Bioeffect Osa Water Mist
Frískandi & rakagefandi andlits sprey sem hefur stinnandi & mattandi áhrif! Hentar öllum aldri sem og öllum húðgerðum & má nota spreyið hvenær sem er, yfir eða undir farða. Til að matta húðina eða til að fríska uppá hana! Ég persónulega nota spreyið mjög oft á morgnanna bæði til að vekja húðina & einnig til að matta hana aðeins áður en ég farða mig, ég á það til að fá smá fituglans þegar það líður á daginn.
Hugo Boss The Scent Private Accord
Bæði ilmurinn fyrir kvk & kk er sjúklega góður! En ilmvatnið er með súkkulaði mokka keim sem gjörsamlega hefur heillað mig uppúr skónum! Þetta eru nýjustu ilmirnir frá Hugo Boss held ég alveg örugglega, en ilmurinn af bæði KK & KVK er geggjaður að mér finnst!
Það er búið að vera nóg að gera, greinilega margir að nýta tax free til þess að kaupa jólagjafir sem er ótrúlega sniðugt! En mig sem sagt langaði að deila með ykkur nokkrum vörum sem ég er búin að vera nota & elska síðustu daga/vikur!
Þið finnið mig í Hagkaup Smáralind ég er meira en til í að hjálpa ykkur að finna eitthvað sniðugt hvort sem það er fyrir ykkur sjálf eða í jólagjöf fyrir eitthvern. Annars er tax free í öllum verslunum Hagkaups!