Súkkíní Pítsa
//eitt zucchini verður einn bátur, zucchini-ið er frekar bogið oft & þegar það er skorið í helming er oftast aðeins einn helmingurinn nothæfur, þannig gott að reikna með einu heilu zucchini á mann, síðan er hægt að skera þann helming sem er ónothæfur í pizza bát í litla bita & steikja eða setja inni ofn til að hafa með að narta í eða búa til smá salat “on the side” til að hafa með//
Hráefni:
1x zucchini (á mann)
Olía til að elda uppúr
Season all / held að papriku krydd geti lika verið mjög gott
Salt & pipar
Hvítlaukur eða hvítlaukskrydd/duft
Oregano
Pizzasósa
Rifinn ostur
Síðan það grænmeti & álegg sem þú vilt eða það sem þú átt til heima.
Ég átti núna lauk, papriku, sveppi, skinku, pepperoni!
Aðferð:
Skera zucchini í tvennt (oftast aðeins einn helmingurinn notahæfur í pizza bát). Skafa innan úr bátnum þannig zucchiniið myndi fínan bát.
Set smá olíu yfir & season all eða papriku krydd. Mæli með að setja bátinn einan & sér inni ofn í 2-3 mín til að mýkja hann aðeins, þarf samt ekki!
Setti: Pizzasósu, lauk, papriku, sveppi, skinku, pepperoni & rifinn ost!
Hvítlaukskryddi/dufti stráð yfir & oregano líka!
Inn í ofn í 15-25mín fer eftir því hvor þú settir zucchiniið eitt & sér inn í byrjun eða ekki!
Ofninn stilltur á blástur & 180-200.