Bjórböðin Árskógssandi hjá Dalvík

//Færslan er ekki kostuð//
Í sumar bauð kærastinn mér í smá óvissuferð fyrir norðan og var ég búin sjá og tala mikið um bjórböðin sem opnuðu í júní 2017 sem eru rétt hjá Dalvík og hversu mikið ég væri til í að prófa! Ég meina halló bjórbað, hversu geðveikt!
En til þess að taka það fram þá er bjórvatnið ódrykkjarhæft, en það er bjórdæla við hvert bað og er bjórinn í boði fyrir þá sem hafa náð 20ára aldrinum!
Bjórböðin virka þannig að það geta farið mest tveir saman ofaní í einu & liggur maður í stóru keri sem er fyllt af bjór, vatni, geri og humlum. Þú ert aðeins 25mín ofan í baðinu og ferð svo í ótrúlega notalegt slökunar herbergi í aðrar 25mín.
Það eru svo heitir pottar úti sem hægt er að nýta sér gegn aukagjaldi (held ég alveg örugglega). En verð í bjórböðin getur þú séð HÉR, þau eru eitthvað búin að breytast síðan við fórum enda vorum við með þeim fyrstu að fara!
En til þess að segja ykkur örlítið frá baðinu þá er mælt með að þrífa sig EKKI EFTIR baðið og leyfa bjórnum að vinna vel á húðinni. En baðið er bæði með ungan bjór og lifandi bjórger og með því að sleppa því að skola það af sér hefur þetta öflug áhrif á líkama og húð og á þessi meðferð á að vera mjög hreinsandi fyrir húðina og hafa jákvæð áhrif á heilsuna!
Þannig ef ÞÚ átt leið norður þá mæli ég hiklaust með því að kanna þetta og skella sér í bjórbað! Allavega fannst mér þetta ótrúlega skemmtilegt og húðin var eins og mjúkur barnsrass eftir á!


Getur kíkt inn á heimasíðuna hjá þeim HÉR
X
ÍRIS BACHMANN HARALDSDÓTTIR