KARRÍ KJÚKLINGUR

KJÚKLINGA KARRÍ RÉTTUR
 
Fyrir 2 til 4
 
Hráefni :
2 kjúklingabringur
2-3dl Hrísgrjón (ég nota hýðishrísgrjón)
Kjúklingakrydd
Sítrónusafi – græn flaska (þarf ekki)
Rifinn ostur
Hægt að hafa hvaða grænmeti sem þú vilt, oftast nota ég lauk og sveppi, en það er líka gott að setja papriku og brokkolí til dæmis.
 
Hráefni í karrí Dressingu :
Rjómi
Sýrður Rjómi (þarf ekki)
Appelsínusafi
Soja sósa
Karrí krydd
Pipar
 
Aðferð :
 
Gott að byrja á að sjóða hrísgrjónin þvi þau taka lengstan tíma.
 
Skerið kjúklingabringurnar í litla bita, setjið smá sítrónusafa yfir kjúklinginn (þarf ekki), kryddað með kjúklingakryddi, kjúklingurinn settur í eldfastmót og inní ofn í sirka 15 min (180-200graður & blástur).
Á meðan kjúklingurinn er inní ofninum þá er gott að græja karrí dressinguna ofaní skál:
3-4dl rjómi
2msk sýrður rjómi (þarf ekki)
1dl appelsínusafi
1 msk soja sósa
3-4 msk karrí krydd
Smá pipar


Hræra þessu öllu vel saman!

 

Skera niður það grænmeti sem þu vilt hafa t.d lauk, papriku, sveppi, brokkolí. (Ég blandaði svo grænmetinu bara útí karrí dressinguna)
 
Taka kjúklinginn úr ofninum, setja hrísgrjónin, grænmetið & karrí dressinguna yfir kjúklinginn og setja smá rifinn ost yfir.
Aftur inní ofn í sirka 15 mín.
 
Hægt að hafa salat með líka : til dæmis bara salatblöð, gúrka & tómatar.
 
Svo bara Njóta 💖

 

X

ÍRIS BACHMANN HARALDSDÓTTIR

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s