HÚÐUMHIRÐA 101

Húðumhirða 101

Ert þú að hugsa nógu vel um húðina þína ?

//Myndirnar í færslunni tengjast ekkert sérstaklega, heldur eru þetta myndir sem ég átti og tengjast bara almennt húðumhirðu. Það þarf allsekki að nota sérstaklega þessar vörur á myndunum til þess að hreinsa eða hugsa vel um húðina sína//

 IMG_1712
Margir átta sig ekki á því hversu mikilvægt það er að hugsa vel um húðina sína, við höfum aðeins eina húð og er hún okkar stærsta líffæri! Við höfum aðeins eitt tækifæri til þess að hugsa vel um hana, þannig nýtum það vel!
 
Leið og þú ert farinn að notast við farða eða aðrar snyrtivörur á húðina þá er nauðsynlegt að hreinsa hana líka. Persónulega finnst mér gott að miða við jafnvel kynþroskaskeiðið, en þá fer maður oft að svitna meira, mikið um hormóna, oft fara bólur að láta sjá sig og margir fara notast við hyljara til þess að fela bólur og þess háttar á þessum tíma.
 
En grunnurinn er sá að hreinsa húðina með viðeigandi hreinsum, segjum svo að þú sért ein/einn af þessum heppnu og færð sjaldan bólur, enginn þurrkur og húðin þín flokkast undir “Normal” húðgerð. Samt sem áður þarftu að hreinsa húðina þína og hugsa vel um hana! Þótt þér finnist þú ekki þurfa þess akkurat núna þá muntu sjá mun þegar þú ferð að eldast og ég lofa þér því að ef þú hugsar vel um húðina þína á yngri árum þá muntu vera mjög þakklát fyrir það þegar þú ert orðin eldri!
 
En þessi típíska rútína er oftast svona👇🏼
 
1. Augnfarðahreinsir (til þess að fjarlægja t.d maskara og augnskugga)
2. Andlitshreinsir (margir vilja notast við hreinsivatn til þess að fjarlægja farða og annan andlitshreinsi til þess að hreinsa húðina, en annars er hægt að fara tvær umferðir með andlitshreinsi líka)
3. Andlitsvatn (er notað til þess að fjarlæga afganga af hreinsinum og einnig til þess að loka húðinni) 
4. Augnkrem (dúmpað létt á augnsvæði, en myndi ekki flokka þetta sem nauðsynja vöru nema yfir 20-25 ára, auðvitað mjög persónubundið. Það eru til augnkrem sem eru létt og henta öllum aldri, en það er að mínu mati óþarfi allavega fyrir yngri en 20 ára, nema það sé mikill þurrkur í kringum augun, þá getur augnkrem hjálpað)
5. Serum (myndi ekki flokka sem nauðsynja vöru, allavega ekki þegar þú ert undir 25 ára. En mikilvægt að taka tímabil sem þú notast við serum og myndi segja það nauðsynlegt fyrir 25 ára og eldri, allavega taka “kúr” inná milli og nota serumið alltaf á undan dagkremi og klára þá serumið. Svo er allt í lagi að taka pásu og flott að miða kannski við annað hvert skipti sem þú kaupir þér krem. En serum eru mun virkara heldur en krem því það inniheldur minni mólíkúl – smærri sameindir og nær því dýpra ofaní húðina og getur því unnið vel á ýmsum húðkvillum svo sem bólum, fínum línum, hrukkum & þurrk)
6. Krem (krem eru til sem nætur- og dagkrem, mikilvægt er að velja krem sem hentar ÞINNI HÚÐGERÐ, öll erum við mismunandi og þurfum mismunandi vörur, þótt gott rakakrem henti flestum bæði sem dag- og næturkrem þa mæli ég með að leita til fagaðila til þess að finna rétta kremið fyrir þína húð. Gott að taka það fram að mörg dagkrem innihalda sólarvarnir og því ekki gott að nota þau á næturnar, því húðin er að vinna á nógu mörgu yfir nóttina, alveg óþarfi að láta hana vinna á sólarvörn líka. Þú getur séð hvort dagkremið innihaldi sólarvörn með því að athuga hvort það standi SPF á dagkreminu)
 
Minni á að til eru endalaust af allskonar hreinsum, andlitsvötnum og er það ÞITT að komast að því hvað hentar þér og þinni húð! En auðvitað mjög sniðugt að fá hjálp frá snyrtifræðing til þess að greina húðina þína og komast að því hvað sé best fyrir þig. Þú getur farið á næstu snyrtistofu og fengið að tala við snyrtifræðing til þess að húðgreina þig og fá ráðleggingu. En munum líka að húðin þarfnast fjölbreytileika og er því gott að festa sig ekki alltaf í sömu vörunum og rútínunni heldur gott að prófa breyta til inn á milli. Ég skil samt vel að maður festist í eitthverri vöru sem maður elskar en um að gera að breyta eitthverju svona af og til.
 
En þetta var þessi típiska grunn rútína, en allavega tvisvar í viku ættir þú að nota djúphreinsi/andlitsskrúbb og maska, sama hvernig húðgerð þú ert með. Það eru til vörur sem henta fyrir hverja og eina húðgerð.
Djúphreinsir er nauðsynlegur til þess að fjarlægja dauðar húðfrumur og óhreinindi upp úr húðholum, ásamt því að auka blóðflæði og með því fær húðin fallegri ljóma. Ef þú djúphreinsar húðina reglulega þá hjálpar það að viðhalda náttúrulegum teygjanleika húðar sem lengst.
Með því að djúphreinsa húðina þá komum við kremunum og öðrum efnum dýpra inn í húðina. Djúphreinsir fæst í allskonar gerðum til dæmis sem : kornakrem, ávaxtasýrur eða enzým og er nauðsynlegt að finna það sem hentar best fyrir þína húð, sama á við um maska. Það er heill hellingur af möskum til frá allskonar merkjum en algengustu eru til dæmis : hreinsimaskar, rakamaskar, róandi/sefandi maskar & næturmaskar. Það er nóg til og er oft sagt um maska : kröftug virkni á stuttum tíma.

En þegar þú bætir skrúbb og maska inní rútínuna þína þá verður röðunin svona :

1. Augnfarðahreinsir
2. Andlitshreinsir (2x umferðir ef þú ert með farða, hyljara eða eitthvað álíka á þér)
3. Andlitsvatn (Ef þú ferð strax í djúphreinsinn þá þarf svo sem ekki að strjúka yfir með andlitsvatni í þessu skrefi, en ég er kominn með þann vana að nota alltaf andlitsvatn beint á eftir andlitshreinsinum)
4. Djúphreinsir (hreinsaður af með volguvatni og þvottapoka)
5. Maski (hreinsaður af með volguvatni og þvottapoka, en gott að bleyta aðeins upp í maskanum áður en þú nuddar hann af)
6. Andlitsvatn
7. Augnkrem
8. Serum (persónulega set ég serumið alltaf á undan dagkremi og notast við aðrar nætur vörur fyrir svefninn)
9. Dag- eða næturkrem

Andlitsvatn/toner er næstum endaskrefið í hreinsuninni og er alltaf notast við það á eftir andlitshreinsinum & mæli ég með að nota það alltaf á eftir til dæmis maska líka. En andlitsvatn hefur alltaf sína virkni (fer eftir vörunni og hverju þú leitast eftir fyrir þína húð) og er það oft rakagefandi, róandi eða hreinsandi. Andlitsvatn fjarlægir afganga af andlitshreinsinum, því oft skilur andlitshreinsirinn eftir filmu á húðinni og eftir hreinsun eru húðholurnar opnar og andlitsvatnið lokar þeim.

Einnig er mikilvægt að djúphreinsa/skrúbba húðina reglulega og svo alltaf áður en þú setur  á þig maska, því ef það eru óhreinindi á húðinni og í húðholunum þá nær ekki maskinn að sinna sínum tilgangi! Að setja maska á djúphreinsaða húð mun hafa töluvert betri virkni heldur en maski á ódjúphreinsaðri húð. Húðin mun taka mun betur við maskanum og getur maskinn sinnt sínu hlutverki 100% hvort sem hann eigi að hreinsa, næra eða veita raka! Ég mæli mikið með því að gefa sér allavega einn helst tvo daga í viku sem þú gerir vel vil þig og dekrar húðina þína, þú átt það skilið!
En til þess að taka það fram að þá skiptir líka máli hvað þú borðar? Drekkur þú mikið vatn? Ferðu í ljós? Notaru alltaf sólarvörn í sól?
 
Það er margt sem skiptir máli og ætla ég að koma með nokkra punkta um hvað þú átt EKKI að gera!
 
EKKI fara í ljós – að fara í einn stuttan ljósatíma er eins og að liggja á ströndinni á spáni í þrjá sólarhringa án þess að vera með sólarvörn! Ljós eru mjög krabbameinsvaldandi og þótt þú sjáir engin skaðlega áhrif þegar þú ert ung/ur þá lofa ég þér því að húðin þín mun líta mun verr út þegar þú eldist heldur en á vinkonu/vini þínum sem fór aldrei í ljós! Og til þess að minna ykkur á það að líkamsfrumurnar í einstakling undir 18 ára eru ekki fullþroskaðar og því mun varanlegri skaði ef viðkomandi brennur!
 
EKKI sofa með farða eða “makeup” á þér.
 
EKKI sleppa því að nota sólarvörn. Þú verður ekki meira brún/n ef þú notar enga vörn, sólarvörnin blokkar ekki sólina heldur hjálpar húðinni að verða fallega brún á heilbrigðari hátt. Vörnin ver húðina fyrir skaðlegum áhrifum UV A og UV B geislum, þessir geislar eru mjög krabbameinsvaldandi og því nauðsynlegt að vernda húðina fyrir þeim! Húðin endurnýjar sig á 30 daga fresti og er því nauðsynlegt að veita húðinni raka, þá sérstaklega þegar þú ert í sólinni. Ef húðin þornar upp þá flagnar liturinn bara af, þannig vel nærð húð heldur mun betur í litinn heldur en þurr húð. 
Ps. mundu að bera sólarvörn á þig allavega 20mín áður en þú ferð út í sólina og bera svo á þig á sirka tveggja tíma fresti allan daginn á meðan þú ert úti í sólinni. 
 
EKKI sleppa því að setja krem á hálsinn, ekki viljum við að hálsin lýti út fyrir að vera mun eldri en andlitið þegar við eldumst!
 
EKKI nudda andlitið of fast þegar þú hreinsar það, húðin okkar býr yfir náttúrulegum teygjanleika sem minnkar hægt og rólega með aldrinum. Afleiðingar þess ef þú nuddar húðina of fast er að teygjanleiki húðarinnar verður mun fljótari að minnka heldur en ef þú meðhöndlar húðina vel og vandlega.
 
EKKI sleppa því að taka vítamínin þín!
 
EKKI sleppa því að drekka vatn!

EKKI
sleppa því að þvo burstana þína! Án djóks þá held ég að um helmingur þeirra sem notast við förðunarbursta þrífi aldrei burstana sína! Já ALDREI! Oj er það eina sem ég hef að segja við því! Þetta er algjör gróðrarstía fyrir bakteríur og ýtir þetta til dæmis undir bólur! Þrífið burstana ykkar allavega einu sinni í viku! Þeir munu duga ykkur lengur, förðunin verður fallegri og húðin ykkar betri!

EKKI
kreista bólurnar þínar með berum höndum þegar þær eru ekki tilbúnar! Til að útskýra þá er gott að eiga einnota nálar ef þú ert gjörn/gjarn á að fá bólur, ef það er hvítur/gulur nabbi þá stingur maður rétt akkurat á nabbann með einnota nál og notar svo annað hvort bómul eða bréf utan um fingurnar og kreistir LÉTT með hliðunum á finugurgómunum til þess að hleypa greftrinum út. Ef það er ekki hvítur nabbi sjáanlegur þá er bólan ekki tilbúin og oft er þetta kýli sem mun aldrei springa út á við, heldur getur sprungið í vitlausa átt og valdið ennþá meiri sýkingu. Getur einnig verið bara bólga eða sýking í húðinni og munu þá hvítu blóðkornin í líkamanum vinna sjálf á þessu og hjaðnar bólan/bólgan/sýkingin oft mjög fljótt ef hún er látin vera.
 
Allt þetta eru góð ráð til þess að viðhalda heilbrigði húðar! Auðvitað er allt saman mjög persónubundið og hver og einn finnur það sem virkar fyrir sig! En númer eitt, tvö og þrjú er að hugsa vel um húðina sína
💕

X

ÍRIS BACHMANN HARALDSDÓTTIR
Snapchat : irisbachmann

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s