CINTAMANI

Við fjölskyldan erum mikið fyrir úti fötin frá Cintamani og eigum við öll heilan helling af flíkum frá merkinu, til dæmis flíspeysur, þunnar úlpur, anarokka með loðkraga, úlpur & allskonar húfu, vettlinga og eyrnabönd!
Það má alveg segja að þetta merki sé í uppáhaldi hjá allri fjölskyldunni!
En mín allra uppáhalds flík frá Cintamani fékk ég í jólagjöf 2016 frá kærastanum mínum! Þetta er parka sem heitir Unnur og fékk ég svona brún appelsínugula og er ég að elska hana svo mikið!
Ástæðan fyrir þessari færslu núna er sú að það er farið að kólna aðeins úti og var úlpan tekin úr skápnum fyrir smá síðan, hefði ég verið að blogga eitthvað af viti í kringum síðustu jól þá hefði ég klárlega gefið henni færslu fyrr! En hún Unnur mín er mikið notuð & passar eitthvern vegin við nánast allt þrátt fyrir að vera “orange” lituð. Hún er mjög þunn miðað við úlpu en heldur samt sem áður hita á manni & er vatnsheld! Það er þunnt vesti innan í sem er hægt að fjarlægja til þess að gera úlpuna ennþá léttari!
Liturinn heitir Caramel cafe & getur þú nálgast úlpuna HÉR!
Ef þig vantar úlpu fyrir veturinn þá hefur þessi komið sér ótrúlega vel & verið mikið notuð!
X
ÍRIS BACHMANN HARALDSDÓTTIR