OCTOBER FAVORITES

OCTOBER FAVORITES

Ég er að elska að hafa þennan lið mánaðarlega. Mér sjálfri finnst ótrúlega gaman að lesa uppáhalds vörurnar hjá öðrum og fæ oft hugmyndir að prófa eitthvað nýtt sem eitthver annar er búin að vera elska við það að lesa svona færslur.
En í október voru þessar vörur mikið notaðar og ætla ég að segja ykkur aðeins betur frá þeim.

*Stjörnumerktar vörur fékk ég að gjöf
//færslan er ekki kostuð//

1. EYLURE 117
Fyrir nokkrum vikum tók ég af augnháralenginguna sem ég var með því ég ákvað að skella mér í Reykjavík Makeup School. En mín augnhár voru frekar lúin eftir lengingarnar og finnst mér því nauðsynlegt að setja á mig Gerviaugnhár allavega þegar ég er að fara eitthvað út. Þessi frá EYLURE eru allsekkert of ýkt og finnst mér þau hentar mér fullkomnlega.

Eylure augnhárin fást í öllum Hagkaups verslunum og apótekum.
En þú færð þau einnig inná beautybox.is HÉR

*2. LINDEX EYESHADOW QUARTET – CAPPUCHINO LOVE
Þetta eru fjórir augnskuggar og eru þeir ótrúlega sætir. Ég var heppin að fá smá verkefni með Lindex BEAUTY fyrir smá síðan og fékk ég að velja mér nokkrar vörur. Þessi palletta heillaði mig strax, enda brúntóna litir og smá shimmer! Ég get alveg sagt ykkur það að ég gríp mjög reglulega í þessa og kom hún mér vel á óvart! Hún kostar líka undir 1500kr sem er ansi góður kostur.

Augnskuggana færðu í öllum verslunum Lindex og inná lindex.is HÉR

3. SKINBOSS COFFEE BODY SCRUB
Þennan nældi ég mér í uppá flugvelli þegar ég kom heim frá Tenerife, ég var aftur á móti að klára annan body skrúbb þá og byrjaði ekki alveg strax á þessum, en VÁ þegar ég prófaði þennan, hann er æði! Maður finnur örvunina frá kaffinu og húðin fær smá roða, en mín húð þolir alveg smá ertingu! Þessi skrúbbur er klárlega komin til þess að vera í minni húðrútínu! Húðin verður fáránlega mjúk eftir þennan skrúbb og finnst mér það kostur líka að hann sé olíu laus og því hentar vel fyrir þá sem eru gjarnir á að setja á sig brúnkukrem.

Kaffiskrúbbinn færðu HÉR
Getur einnig séð alla sölustaði HÉR

4. SKYN ICELAND AUGNPÚÐAR
Ég keypti mér nokkra saman í pakka fyrir svolitlu síðan og hef ég notast við þá hægt og rólega. Ég á aðeins eitt sett eftir núna, sem ég varla tími að nota haha, en ég þarf að næla mér í fleiri það er klárt mál! En ef það er þreyta í augunum, bauga eða eitthvað álíka þá fríska þessir augnpúðar klárlega uppá þig! Þeir hafa líka aðeins kælandi áhrif & elska ég að skella þeim á mig áður en ég er að fara gera eitthvað og þarf að vera voða fín & sæt!

Skyn Iceland vörurnar færðu til dæmis HÉR

5. HIGH PRECISION LIQUID LINER 01
Þessi eyeliner hefur held eg verið minn uppáhalds síðan 2014! Ég notaði samt ekki einu sinni eyeliner í sumar því ég var ekki að nenna því haha. En er komin aftur á eyeliner lestina og þá kemur þessi sterkur inn! Þetta er svona penni og er pensillinn fullkominn, ekki of stór og ekki of lítill!

Artdeco vörurnar færðu í Hagkaup & á Snyrtistofan Eva Selfossi!

*6. SUPERMUD GLAMGLOW HREINSIMASKINN
Held að flestir viti hvaða maski þetta er & flestir elska hann líka! Þessi hreinsimaski hreinsar vel uppúr húðholunum og maður finnur alveg smá svona hita myndast, en mín húð þolir það! Hann er á húðinni í sirka 10-20mín! Mæli með ef þig vantar góðan hreinsimaska!

Sölustaðir glamglow getur þú séð inná heimasíðu Artica HÉR
Einnig færðu Glamglow inná beautybox.is HÉR

*7. O.P.I – AURORA BERRY-ALLIS
Þessi fallegi brún-bleiktóna litur úr Iceland línunni hefur alveg heillað mig uppúr skónum! Held ég hafi verið með hann á mér allan október! En mér finnst þessi litur ótrúlega haustlegur og sætur 💕

O.P.I vörurnar færðu í Hagkaup & flestum apótekum. En getur einnig nálgast þær HÉR

*8. TRUE SOFT ARGAN OIL – MARIA NILA
Argan olía er það vinsælasta í dag held ég & skil ég það vel! Ég er búin að vera nota þessa í hárið á mér núna í nokkra mánuði og er að elska þessa vöru! Argan olía veitir raka, mýkir & styrkir hárið ásamt því að vera gott fyrir hár sem flækist gjarnan. En olîan hentar öllum húðgerðum!

Sölustaði Maria Nila getur þú nálgast HÉR

9. FENTY BEAUTY SOFT MATTE FOUNDATION
Fenty Beauty línan hennar Rihönnu kom út akkurat þegar ég var úti í NewYork þannig ég varð, já varð að næla mér í allavega eina vöru úr línunni. Það var brjáluð röð og allt kláraðist nánast strax en ég náði að grípa farðann og það vildi bara svo heppilega til að ég greip hann í réttum lit fyrir mig! En þessi farði hefur alveg verið mikið talað um síðan hann kom á markað. En ég fýla hann, enda með blandaða húðgerð sem er örlítið olíukennd. En farðinn er sem sagt mattur og gefur púður kennda áferð, hann oxast örlítið þannig mæli með að taka einum tón ljósari lit en þú ert vön/vanur. En hann er endingargóður og getur maður ráðið hversu mikla þekju maður vill, medium til full coverage!

Fenty Beauty línan fæst ekki á Íslandi, ég keypti farðann í Sephora.

10. FIRST LIGHT PRIMING FILTER – BECCA
Þennan fengum við í makeup kittinu okkar í Reykjavík Makeup School og prófaði ég hann því fyrst fyrir sirka 3 vikum. Mér finnst þessi jafna húðlitin ásamt því að gefa ótrúlega fallegan ljóma! Ég var lítið að nota primer, en eftir þessar 3 vikur í skólanum þá hugsa ég að það verði aldrei aftur sleppt primer! Farðinn verður mun fallegri og endist mun lengur!

Becca fæst í Lyf&heilsu Kringlunni til dæmis. Þú getur lesið nánur um merkið HÉR

Þetta eru allt vörur sem ég hef notað reglulega og verið að fýla í október ❤

 

X

ÍRIS BACHMANN HARALDSDÓTTIR

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s