//Færslan er ekki kostuð//
Fimm hlutir sem ég er með á heilanum núna
Tropical Nocco
Hvað get ég sagt um þennan drykk.. hann er æði, já ÆÐI! Ég veit ekki hvar ég væri án Nocco, en það hefur aldeilis bjargað mörgum svefnlausum nóttum með litla stráknum mínum & kemur manni alltaf í gírinn fyrir æfingu! Get sko alveg sagt ykkur það að það er erfitt að takast á við daginn ósofin, og þótt ég geti alveg drukkið kaffi þá finnst mér Nocco svo mikið betri! Engar áhyggjur samt ég miða alltaf bara við 1 drykk á dag!
Will&Grace
Ég var svo glöð þegar þessir þættir byrjuðu aftur! Elskaði að horfa á Will&Grace þegar ég var yngri & ef eitthvað er þá eru þeir bara orðnir skemmtilegri!
IKEA
Allir elska IKEA, ég meina hvað er ekki hægt að elska við þessa verslun! En það er extra skemmtilegt að kíkja þangað þegar jólin eru komin í ikea! Alltaf hægt að finna endalaust af sætu & notalegu dúlleríi!
Kertaljós
Þegar það er farið að dimma ágætlega snemma þá er ekkert meira kósý en kertaljós!
Kaffihús
Á haustinn & veturnar finnst mér alltaf skemmtileg stemning að kíkja á kaffhús, hvort sem það er með fjölskyldunni eða vinum/vinkonum! Sitja á kósý stað & spjalla með rjúkandi heitan kaffi eða kakó bolla!
X
ÍRIS BACHMANN HARALDSDÓTTIR