February Favorites

Febrúar Uppáhöld ❤

//Færslan er ekki kostuð & keypti ég allar þessar vörur sjálf//

713D9B0E-B4B5-4B0B-93D6-AE8FA679EB19

1. Coconut body milk frá The Body Shop
Ég hef notað þessa mjög lengi! En á meðgöngu og eftir hana lét mamma mig prufa önnur krem á líkamann. En ég er komin aftur í kókos mjólkina & var ég fljót að muna afhverju ég elska hana svona mikið!
Húðin verður vel mjúk & lyktin er YNDISLEG! Allavega fyrir ykkur sem elskið kókos þá mæli ég með þessari body mjólk!

//Kókos Mjólkina færðu í The Body Shop, Kringlunni eða Smáralind.

2. C-Firma Serum Drunk Elephant
Þetta serum er algjört æði! Ég elska c vitamin, fæ það klárlega frá henni móður minni því hún nefnir marg oft við mig hvað C vitamin er mikilvægt fyrir okkur! Enda eftir allt þetta C vitamin tal var lokaritgerðin mín úr snyrtifræðinni um mikilvægi C vítamíns!
En serumið hefur mjög skrítna áferð, það er örlítið “stíft” haha en mer finnst húðin mín ótrúlega fersk eftir notkun á seruminu. En það hjálpar til að halda í teygjanleika húðar, jafnar litamismun húðar & er stút fullt af andoxunarefnum!

//C vítamín serumið & B-HYDRA rakagelið frá Drunk Elephant færðu í Sephora, held það sé bara til í USA Sephora. En er ekki alveg viss, mitt keypti ég í New York.

3. B-HYDRA intensive Hydrating gel Drunk Elephant
Ég notaði þetta rakagel samhliða seruminu! En þetta var svona lúxus prufur saman í pakka & ákvað ég að prófa þær áður en ég myndi fjárfesta í fullri stærð. En rakagelið er algjör bomba fyrir húðina & veitir henni kraftmikinn raka ásamt því að lífga uppá þreytta húð! Mér finnst gelið vinna vel með c vitamin seruminu!

4. Mac nice n spicy lip pencil
Held að þessi sé alltaf klassískur, hægt að nota létt fyrir náttúrulegar varir eða gera skarpar linur fyrir vel mótaðar varir! Þú ræður svolítið litnum eins og með öllum varablýöntum svo sem. En mér finnst þessi litur fullkomin fyrir bæði hversdags & fínt!

//Mac færðu í Kringlunni & Smáralind.

5. Mac fix + lavender
Mac kom með nýjungar i fix+ spreyjunum fyrir svolitlu síðan og gat ég auðvitað ekki látið það framhjá mér fara & keypti mer öll þrjú spreyin. En eg er aðeins byrjuð á lavender fix+ & er ég að elska það! Í fyrsta lagi þá þarftu að fýla lavender lykt, ég viðurkenni ef þú notar þetta mikið þá geturu fengið smá leið á lyktinni, en ég nota þetta með venjulegu fix+ svona til þess að kafna ekki úr lavender haha! En annars finnst mér þetta ótrúlega skemmtileg tilbreyting & hlakkar mig til að prófa rose & coconut fix+!

6. Ofra rodeo drive highlighter
Þessi highlighter er svo mikið í uppáhaldi hjá mér núna! Hann er það fallegasta! Ljóminn er svo náttúrulegur og blandast hann svo fallega við farða! Ég er alveg á ofra lestinni þessa dagana!

//Ofra færðu í Fotia.is, ýttu HÉR til þess að kíkja á vöruna.

7. Kiehls lip balm mint
Í þessum blessaða kulda sem er búin að vera síðustu mánuði þá er nauðsynlegt að nota góðan varasalva! Ég ELSKA myntu varasalvan frá KIEHL’S! Hann hentar mér allavega ótrúlega vel & held ég að þetta sé 3 minn!

//KIEHL’S vörurnar færðu inná kissandmakeupny.com HÉR & selfridges.com HÉR

8. GLAMGLOW Dream duo maskinn 
Þessi maski, ef þú hefur ekki prufað hann þá ætti hann klárlega að skoppa efst á þinn óskalista! Hann er minn allra uppáhalds næturmaski! Ég finn án djóks mun á húðinni minni eftir aðeins eitt skipti!
Eg vann fyrstu dolluna í gjafaleik & hún kláraðist fljótt. Það var því ekkert annað í stöðunni en að kaupa nýjan! En Maskinn er tvískiptur, sem sagt Perlulitaður & grár. Perlulitaði er settur fyrst á & leyft að bíða á í sirka 30sek allavega áður en þú setur gráa yfir! Ég mæli svo mikið með þessum maska! ❤

//GLAMGLOW færðu í snyrtivörudeild Hagkaup, Apótekum, inná beautybox.is HÉR & fotia.is HÉR

8DC10C79-84DC-48A6-81D1-AA7C2EFFD7AA

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s