EINELTI

Einelti

Þolandi eða gerandi ? 

0223795B-A038-4467-8735-8CFFDAFF4989

Nú langar mig aðeins að skrifa niður það sem ég er búin að vera hugsa.

En mér finnst ótrúlega leiðinlegt hvað einelti er algengt! Ég hef sjálf lent í einelti þegar ég var yngri og veit um MARGA sem hafa gengið í gegnum einelti! Auðvitað er það mismikið, en aldrei hægt að bera neitt saman samt, en það á samt ekki að skipta máli! Einelti er einelti, sama á hvaða “stigi” það er!

Einelti er ótrúlega algengt á þessum unglinga árum & er það eiginlega bara sorglegt hvað krakkar komast oft upp með! Ég veit um dæmi sem til dæmis foreldrar fara í algjöra afneitun þegar það er rætt við þau um að barnið þeirra sé mögulega að leggja annað barn í einelti! Já okei? Sem sagt þú trúir þessu ekki uppá barnið þitt þá er þetta bara útrætt mál? Ég held ekki! Það er klàrlega á ábyrgð foreldra að hjálpa til, að hjálpa barninu sínu að læra á lífið & muninn á réttu & röngu! Auðvitað eru tilfelli sem til dæmis foreldrar hafa ekki hugmynd um að einelti sé í gangi, hvort sem barnið er gerandi eða þolandi! En þegar það er leitað til foreldra þá finnst mér það minnsta sem þú getur gert er að athuga málið, fylgjast með, reyna fá smá innsýn í lífið hjá barninu, þá t.d samfélagsmiðla hjá viðkomandi svo eitthvað sé nefnt! Allavega ekki fara í afneitun & láta þetta kyrrt liggja því þú trúir þessu ekki!

En talandi um unglinga. Ég er sjálf með margt sem ég vildi að ég hefði gert öðruvísi en í eitthverju stundarbrjálæði tekur maður ekki alltaf réttar ákvarðanir! Ég vill svo sem meina það að þessi mistök sem maður gerir á þessum unglings árum lærir maður af, en auðvitað eru mörk þarna á milli!

En Elsku Gerandi. Afhverju þarftu að láta öðrum líða illa? Er það til þess að hífa þig upp? Ertu ekki nógu sátt/sáttur með sjálfan þig? Líður þér vel með það að gera lítið úr öðrum? Að skilja aðra útundan? Að búa til kjaftasögur? Að áreita annað fólk? Að beita fólk andlegu & oft líkamlegu ofbeldi?

Þú ÞARFT ekki að haga þér svona? Þú sjálf/ur tekur ákvarðanir um hvað þú gerir & hvað þú gerir ekki?
Ég skal lofa þér því að áreita eða reyna gera lífið leitt hjá annari manneskju mun ekki láta þér líða betur, þetta gerir bókstaflega ekkert fyrir þig! EKKI NEITT!

& Elsku Þolandi, dragðu djúpt andann. Horfðu á sjálfan þig í spegli & sjáðu hvað þú ert falleg/ur, yndisleg/ur, skemmtileg/ur & bara allir kostirnir sem þú hefur! Þú greinilega hefur eitthvað sem gerandinn hefur ekki, ætli þetta sé afbrýðissemi útí þig? Ég get ekki skilið þessa hegðun & þú sennilega ekki heldur! En haltu áfram að vera sterk/ur & ekki hika við að segja frá! Það er mun erfiðara að ganga í gegnum eitthvað svona ein/n! Ég vildi að ég gæti látið allt hætta, en því miður þá hef ég ekki stjórn á þessum einstaklingum! Þeir vonandi fara að líta í sinn eigin barm og átta sig á því að hegðun þeirra er bara ekki í lagi! Það er ekki í lagi að leika sér að lífi annara!

Haltu áfram að vera þú elsku þolandi & mundu að vera sterk/ur! Það er fólk í kringum þig sem vill hjálpa & myndu sennilega gera allt fyrir þig þannig ekki hika við að segja frá!

Knús

8DC10C79-84DC-48A6-81D1-AA7C2EFFD7AA

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s