Notar þú Sólarvörn?

SÓLARVARNIR

//Færslan er ekki kostuð en *Stjörnumerktar vörur fékk ég að gjöf//

Mig langaði aðeins að minna ykkur á mikilvægi þess að nota sólarvörn! Ég þekki svo ótrúlega marga sem halda að sólarvörn blokki algjörlega húðina og því verður viðkomandi ekkert “tönuð/tanaður”, þetta er svo rangt! Sólarvörn ver húðina gegn geislum sólarinnar & hjálpar því að vernda okkur fyrir húðkrabbameini & ótímabærri öldrun húðar svo eitthvað sé nefnt. Að nota sólarvörn gerir það mögulegt að verða fallega brún/brúnn á heilbrigðari hátt! En það er einnig mikilvægt að gera sér grein fyrir því að öll erum við misjöfn með mismunandi húðlit & bregst húðin okkar við sólinni á mismunandi hátt. EN það breytir engu hversu vel eða illa þú segir að þín húð bregðist við sólinni, öll ÞURFUM við & EIGUM við að nota sólarvarnir! Við getum mögulega notað aðeins mismunandi varnar stuðul, þá meina ég vörn SPF 50 eða SPF 30, þessar tvær varnir eru bestar fyrir okkur ÖLL! Ég viðurkenni ég fer einstaka sinnum niður í SPF 15 en það er ekki oft & hefur þá verið gert seinni part dags þegar sólin er ekki hæst á lofti, né sem sterkust. Einnig á það einungis við um fá svæði líkamans, við viljum aldrei fara undir SPF 30 á andlitið & þessa hæstu punkta svo sem axlir, eyru, nef, enni, brjóst & þá staði sem sólinn skín oftast beint á!

Ég hvet ykkur allavega öll að vera dugleg að nota sólarvarnir & þá meina ég ekki bara úti í útlöndum heldur hér heima líka! Þegar þessi elsku besta gula lætur loksins sjá sig hérna á Íslandi þá er hún mjög sterk & veit ég um mörg bruna dæmi hjá fólki sem vanmetur Íslensku sólina.

Annað sem mig langar að taka fram líka er að ég hef oft heyrt að hjá yngri kynslóðinni sé flott að vera “tönuð/tanaður” & er því mikið um það að ungir krakkar séu að byrja stunda ljósabekki & neita að nota viðeigandi sólarvarnir erlendis & halda bókstaflega að þau þurfi ekki neina vörn hér heima! En þið þurfið sólarvörn & ættuð allsekki að stunda það að fara í ljósabekki! Að fara í einn ljósatíma er eins og að liggja samfleytt á ströndinni á Spáni í þrjá sólarhringa án sólarvarnar! Við vitum öll að það myndi vera mikið skaðlegt fyrir okkar húð. Þrátt fyrir að það sjáist ekki akkurat núna á húðinni ykkar þá mun þetta valda meiri vandamálum þegar þið eldist & get ég lofað ykkur því að þá munuð þið óska þess að hafa aldrei stundað ljósabekki.
En kannski vita ekki allir að frumur líkamans eru ekki fullþroskaðar fyrr en um sirka 18ára aldur & því ef einstaklingur brennur á þeim tíma er það mun varanlegri skaði & eru því meiri líkur á húðkrabbameini eða ótímabærri öldrun húðar!

Hugsið nú vel um húðina ykkar, þetta er okkar stærsta líffæri & höfum við aðeins eitt tækifæri á að hugsa vel um hana!
Notið frekar brúnkukrem en að fara í ljósabekk & það er ekkert mál að bera nokkrum sinnum á sig sólarvörn á sólríkum degi!

En mig langaði að setja hér inn þær sólarvarnir sem henta mér vel & hef ég verið að fýla mjög vel í síðustu sólarlanda ferðum undan farin ár & hér heima þegar sú gula lætur sjá sig. Sumar hef ég notað í nokkur ár en aðrar er ég nýlega búin að kynnast.👇🏼

4287CA6B-87E9-47D6-AB58-20F40AD3F5BD

KIEHL’S Activated Sun Protector SPF 30
Decubal Intensive 2 in 1 Sun Spray SPF 30
KIEHL’S Butterstick Lip Treatment SPF 25
*MoroccanOil Sun Face Lotion SPF 30
*MoroccanOil Sun Oil SPF 15
*MoroccanOil After Sun Milk
fékk að fljóta hér með! Þetta hefur komið einu sinni með mér út & mun klárlega fylgja með í næstu ferðir!

KIEHL’S vörurnar fást því miður ekki á Íslandi en til dæmis þessi HÉR & HÉR síður senda til Íslands.

Þú getur lesið nánar um MoroccanOil Body vörurnar HÉR & sölustaðir þeirra finnur þú HÉR!

Decubal vörurnar færðu í öllum helstu apótekum! Til dæmis inná netverslun Lyfju HÉR!

8DC10C79-84DC-48A6-81D1-AA7C2EFFD7AA

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s