NEW IN: SEPHORA, MAC, GUCCI BEAUTY

NEW IN: SNYRTIVÖRUR

Eins og kannski eitthver ykkar vita þá var ég úti í Barcelona fyrir nokkrum dögum síðan & snyrtivöru sjúklingurinn ég gat ekki sleppt því að taka hring í öllum þessum helstu snyrtibúðum, svo sem MAC, Sephora & síðan er náttúrulega stór & flott snyrtideild í El Corte Inglés.

En mig langaði að segja ykkur frá hvað ég keypti mér & var ég að kaupa mér mikið af vörum aftur sem ég hef verið að nota í ágætan tíma núna!

F470EE0D-AF3A-410A-BBB9-40F031FADAD8

1. GLAMGLOW Dream Duo Næturmaskinn. Ég hef oft talað um hann við ykkur & hef ég verið að nota hann mjög lengi núna! ELSKA HANN❣️ Glamglow vörurnar færðu til dæmis í snyrtivörudeild Hagkaups, inná Fotia.is HÉR & beautybox.is! 

2. NARS Radiant Creamy Concealer í litnum Vanilla. Hef átt þennan alltaf til núna í nokkra mánuði! Á alltaf einn í förðunar kittinu mínu & annan fyrir sjálfan mig! NARS vörurnar færðu því miður ekki á Íslandi en t.d selfridges.com sendir til Íslands, kíktu HÉR á NARS!

3. NARS sheer Glow í litnum Mont Blanc. Þessi farði hefur verið lengi í uppáhaldi, hann gefur fullkomna þekju & endist vel & lengi!

4. MAC Fix+ PinkLite. Ég er sjúklega spennt fyrir þessari nýjung hjá Mac! Ég er mikill aðdáandi af Fix+ spreyjunum & hef alltaf keypt þær nýjungar sem fylgja þessum rakaspreyjum! Ég mun klárlega update-a ykkur á mínum samfélagsmiðlum hvernig mér líkar spreyið. MAC vörurnar færðu í Kringlunni & Smáralind! 

5. TooFaced Better Than Sex Mascara. Þennan hef ég verið að nota on / off síðan hann kom í sölu nánast! En hann er ótrúlega þæginlegur & elska ég maskara greiðuna á honum sem þið getið séð á myndinni hér að ofan! En svona maskara greiður eru mínar allra uppáhalds & gera þær mest úr mínum augnhárum. Too Faced vörurnar færðu því miður ekki á Íslandi, en selfridges.com sendir til Íslands & getur þú kíkt á vörurnar HÉR!

6. GLAMGLOW Thirstymud Rakamaskinn. Hef oft talað um þennan & er hann klárlega einn af mínum uppáhalds andlitsmöskum! En þennan rakamaska getur þú notað sem venjulegan maska & þrifið hann af eftir 10-20mín, einnig hægt að nudda afgangnum inn í húðina eða notað hann sem næturmaska! Glamglow færðu til dæmis í snyrtivörudeild Hagkaups, inná beautybox.is HÉR & fotia.is!

7. Origins Zero Oil Toner. Þetta andlitsvatn hef ég ekki prufað áður en mig hlakkar mikið til að prufa mig áfram, þá sérstaklega því húðin mín er eitthvað örlítið búin að vera stríða mér & er ég búin að vera með frekar olíu mikla húð undanfarið! Origins færðu t.d í snyrtivörudeild Hagkaups, öllum helstu Apótekum & inná beautybox.is  HÉR!

8. Origins Drink Up Intensive Overnight Mask. Held að flestir þekki þennan, en ég hef notað hann on / off í allavega 2-3 ár held ég & elska hann! Mér finnst persónulega lang best að sofa með næturmaska frekar en krem. Finnur næturmaskann HÉR!

9. Beautyblender Just Chill. Ég Nota oftast beautyblender til þess að setja á mig farða & finnst oftast koma fallegasta áferðin með því að nota svamp! Held ég hafi átt alla litina af Beautyblender nema einn. BB fæst á nokkrum stöðum á Íslandi. Reykjavík makeup School er dreifingaraðili Beautyblender á Íslandi. En ég er ekki alveg með það 100% hvar hann nákvæmlega fæst, en ég veit að þú getur nálgast hann inná fotia.is HÉR!

10. Gucci Bloom. Ég ákvað að prófa að kaupa mér nýtt ilmvatn, en ég hef notað sama diesel ilmvatnið síðan ég var held ég 15ára! Þótt það toppi ekkert ilmvatn það þá heillaði Gucci Bloom lyktin mig mjög vel & ákvað ég að prófa breyta til! Mig hlakkar mikið til að prufa hana betur. Ég er ekki viss hvort akkurat þetta ilmvatn fáist hér heima. En ég keypti þetta í Gucci Beauty inní snyrtivörudeild El Corte Inglés! 

11. Fenty Beauty BOMB Baby mini face & lip set. Eina varan sem ég hef prufað frá Fenty Beauty er farðinn & fannst mér hann mjög fínn. En þetta sett heillaði mig mikið í röðinni í Sephora & leyfði ég því að fljóta með! En þetta er gloss & highlighter & er ég mikið spennt að sjà hvernig mér mun líka þessar tvær vörur! Fenty BEAUTY vörurnar færðu í Sephora.

En alveg 7 af þessum 11 vörum hef ég verið að nota undanfarið & margar hef ég keypt mér nokkrum sinnum áður líka! Það er svo auðvelt að missa sig í Sephora & öllum þessum fallegu snyrtivöru verslunum, en það sem heillar mig mest útí Barcelona er án alls djóks rennibrautinn niður í Sephora! Hún er BEST haha mæli með ef þið eruð að fara til Barcelona❣️

8DC10C79-84DC-48A6-81D1-AA7C2EFFD7AA

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s